Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2013 19:00 Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna, samkvæmt tölum Hagstofu Færeyja. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. „Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. Þeir eru í Noregi í 2 vikur, heima í 3 vikur, þannig að þeir geta búið heima í Færeyjum hjá fjölskyldunni, en sótt vinnu til Noregs og þénað góðar tekjur," segir Jan Müller, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtaka þeirra fyrirtækja sem eru handhafar leitarleyfa á landgrunni Færeyja. Tvö færeysk félög stunda olíuleit. Annað þeirra, Faroe Petroleum, er í fararbroddi þeirra fyrirtækja sem eru að hefja leit á íslenska Drekasvæðinu. „Og hyggst bora brunn í lögsögu Íslands, eftir kannski 5-10 ár. Því erum við stoltir af og við viljum deila þekkingu okkar og reynslu með Íslendingum, sem við erum búnir að afla okkur á 20 árum," segir Jan Müller. Færeyingar eru komnir með þjónustumiðstöð fyrir borpalla í Rúnavík en um þrjátíu færeysk fyrirtæki hafa haslað sér völl í margskyns þjónustu við olíuiðnað. Sem dæmi má nefna Atlantic Airways með þyrlur, og útgerðarfélög, sem áður gerðu út fiskiskip, hafa ýmist að hluta eða öllu leyti farið í útgerð olíuþjónustuskipa. Þannig er Thor Offshore með fjórtán slík skip, Skansi Offshore með fjögur skip og Krúnborg Offshore er með stórt skip í smíðum. „Nú skipta þau yfir í olíuiðnað á sjó og starfa á öllum heimsins höfum. Þar starfa Færeyingar. Það skilar góðum tekjum til Færeyinga, það skilar þekkingu. Við vonumst til að aflandsvinnan í olíu geti skilað Færeyingum miklu í framtíðinni, ekki síst þegar rætt er um Grænland, Norðurslóðir og einnig leit við Ísland, þar vonumst við til að geta orðið þátttakendur í þjónustu við olíuleit," segir Jan Müller. Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna, samkvæmt tölum Hagstofu Færeyja. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. „Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. Þeir eru í Noregi í 2 vikur, heima í 3 vikur, þannig að þeir geta búið heima í Færeyjum hjá fjölskyldunni, en sótt vinnu til Noregs og þénað góðar tekjur," segir Jan Müller, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtaka þeirra fyrirtækja sem eru handhafar leitarleyfa á landgrunni Færeyja. Tvö færeysk félög stunda olíuleit. Annað þeirra, Faroe Petroleum, er í fararbroddi þeirra fyrirtækja sem eru að hefja leit á íslenska Drekasvæðinu. „Og hyggst bora brunn í lögsögu Íslands, eftir kannski 5-10 ár. Því erum við stoltir af og við viljum deila þekkingu okkar og reynslu með Íslendingum, sem við erum búnir að afla okkur á 20 árum," segir Jan Müller. Færeyingar eru komnir með þjónustumiðstöð fyrir borpalla í Rúnavík en um þrjátíu færeysk fyrirtæki hafa haslað sér völl í margskyns þjónustu við olíuiðnað. Sem dæmi má nefna Atlantic Airways með þyrlur, og útgerðarfélög, sem áður gerðu út fiskiskip, hafa ýmist að hluta eða öllu leyti farið í útgerð olíuþjónustuskipa. Þannig er Thor Offshore með fjórtán slík skip, Skansi Offshore með fjögur skip og Krúnborg Offshore er með stórt skip í smíðum. „Nú skipta þau yfir í olíuiðnað á sjó og starfa á öllum heimsins höfum. Þar starfa Færeyingar. Það skilar góðum tekjum til Færeyinga, það skilar þekkingu. Við vonumst til að aflandsvinnan í olíu geti skilað Færeyingum miklu í framtíðinni, ekki síst þegar rætt er um Grænland, Norðurslóðir og einnig leit við Ísland, þar vonumst við til að geta orðið þátttakendur í þjónustu við olíuleit," segir Jan Müller.
Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54
Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57