Illugi Gunnarsson: Barnalegt upplegg í Láru Hönnu-málum Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2013 11:29 Illugi Gunnarsson. Segir fráleitt að tala um að skrif Láru Hönnu í gegnum tíðina hafi eitthvað að gera með stöðu hennar gagnvart stjórnarsetu í RÚV ohf. „Mér er alveg sama þó það sitji fjórar Lárur Hönnur í stjórn. Ég þarf bara að passa mig á lögunum. Það er mín skylda," segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísir hefur fjallað um umdeilt kjör Láru Hönnu Einarsdóttur þýðanda og bloggara í stjórn RÚV ohf. Lára Hanna er fulltrúi Pírata og til stendur að hún setjist sem varamaður í stjórnina en hluthafafundur á þó eftir að samþykkja þá fulltrúa sem Alþingi kaus til stjórnarsetu. Birgitta Jónsdóttir þingmaður telur að deilur sem spruttu á þingi um hlutfall stjórnarmanna frá meirihluta og svo stjórnarandstöðu á þingi megi meðal annars rekja til óbeitar æðstu manna á Láru Hönnu. Illugi gefur lítið fyrir það og segist ekki hafa vitað af því að Lára Hanna væri tilnefnd fyrr en um kvöldið þegar atkvæðagreiðslan var. Hann segist ekki skilja þetta mál eins og það hefur verið lagt upp.Illugi segir það misskilning að Láru Hönnu hafi verið gert að sanna hæfi sitt. Það þurfi einfaldlega að fá úr því skorið hvort 365 sé vinnuveitandi hennar.Illugi segir það mikinn misskilning, margtugginn, að Láru Hönnu hafi verið gert sanna hæfi sitt eftir að henni barst bréf frá lögmanni ráðuneytisins. „Ég veit, eins og svo margir, að hún hefur verið að vinna fyrir 365. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál. Ég er handhafi hlutabréfsins og sé hvernig lagatextinn er og hvaða ákvæði gilda," segir menntamálaráðherra. Hann segir rétt vera að Láru Hönnu einni hafi borist slíkt bréf, enda ekki vitað til þess að neinn annar tilnefndra þiggi laun hjá öðru fjölmiðlafyrirtæki sem sé í samkeppni við RÚV. Um það snúist málið. Og Illuga sé að finna út úr því hver staðan á þeim málum sé. „Þetta snýst bara um lagatextann um RÚV og hvað hann þýðir. Það eru ekki skrifin hennar sem skipta máli í þessu samhengi. Þau skipta engu máli. Hryllilega barnalegt er að leggja málin þannig upp. Minn vandi er sá að ég þarf að ganga frá þessu; er með tilnefningu Alþingis, sem á náttúrlega að sinna eftirlitsskildu varðandi þá sem kjörnir eru og svo lögin hinum megin. Lára Hanna talar sjálf um 365 sem sinn vinnuveitanda og þetta er það sem ég þarf að finna út úr. Ef hún getur sagt mér að þetta sé einhvern veginn öðru vísi þá er ég ekki í neinum vandræðum," segir Illugi og vísar til þess að á næstunni verður haldinn hluthafafundur RÚV ohf, en þar er gengið frá því hverjir setjast í stjórn - og hverjir ekki eftir atvikum. Katrín Jakobsdóttir sagði í gær, í samtali við Vísi, að hugsanlega væru lögin of þröngt túlkuð, fjölmiðlar væru vítt hugtak í dag. Ekki aðeins það eitt að þiggja laun hjá skilgreindu fjölmiðlafyrirtæki geti kallað fram vanhæfi hjá stjórnarmönnum. Kannski ættu allir að gera grein fyrir hæfi sínu sem til stendur að taki sæti sem stjórnarmenn? Illugi segir að það megi vera en svona eru lögin og eftir þeim verður að fara. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
„Mér er alveg sama þó það sitji fjórar Lárur Hönnur í stjórn. Ég þarf bara að passa mig á lögunum. Það er mín skylda," segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísir hefur fjallað um umdeilt kjör Láru Hönnu Einarsdóttur þýðanda og bloggara í stjórn RÚV ohf. Lára Hanna er fulltrúi Pírata og til stendur að hún setjist sem varamaður í stjórnina en hluthafafundur á þó eftir að samþykkja þá fulltrúa sem Alþingi kaus til stjórnarsetu. Birgitta Jónsdóttir þingmaður telur að deilur sem spruttu á þingi um hlutfall stjórnarmanna frá meirihluta og svo stjórnarandstöðu á þingi megi meðal annars rekja til óbeitar æðstu manna á Láru Hönnu. Illugi gefur lítið fyrir það og segist ekki hafa vitað af því að Lára Hanna væri tilnefnd fyrr en um kvöldið þegar atkvæðagreiðslan var. Hann segist ekki skilja þetta mál eins og það hefur verið lagt upp.Illugi segir það misskilning að Láru Hönnu hafi verið gert að sanna hæfi sitt. Það þurfi einfaldlega að fá úr því skorið hvort 365 sé vinnuveitandi hennar.Illugi segir það mikinn misskilning, margtugginn, að Láru Hönnu hafi verið gert sanna hæfi sitt eftir að henni barst bréf frá lögmanni ráðuneytisins. „Ég veit, eins og svo margir, að hún hefur verið að vinna fyrir 365. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál. Ég er handhafi hlutabréfsins og sé hvernig lagatextinn er og hvaða ákvæði gilda," segir menntamálaráðherra. Hann segir rétt vera að Láru Hönnu einni hafi borist slíkt bréf, enda ekki vitað til þess að neinn annar tilnefndra þiggi laun hjá öðru fjölmiðlafyrirtæki sem sé í samkeppni við RÚV. Um það snúist málið. Og Illuga sé að finna út úr því hver staðan á þeim málum sé. „Þetta snýst bara um lagatextann um RÚV og hvað hann þýðir. Það eru ekki skrifin hennar sem skipta máli í þessu samhengi. Þau skipta engu máli. Hryllilega barnalegt er að leggja málin þannig upp. Minn vandi er sá að ég þarf að ganga frá þessu; er með tilnefningu Alþingis, sem á náttúrlega að sinna eftirlitsskildu varðandi þá sem kjörnir eru og svo lögin hinum megin. Lára Hanna talar sjálf um 365 sem sinn vinnuveitanda og þetta er það sem ég þarf að finna út úr. Ef hún getur sagt mér að þetta sé einhvern veginn öðru vísi þá er ég ekki í neinum vandræðum," segir Illugi og vísar til þess að á næstunni verður haldinn hluthafafundur RÚV ohf, en þar er gengið frá því hverjir setjast í stjórn - og hverjir ekki eftir atvikum. Katrín Jakobsdóttir sagði í gær, í samtali við Vísi, að hugsanlega væru lögin of þröngt túlkuð, fjölmiðlar væru vítt hugtak í dag. Ekki aðeins það eitt að þiggja laun hjá skilgreindu fjölmiðlafyrirtæki geti kallað fram vanhæfi hjá stjórnarmönnum. Kannski ættu allir að gera grein fyrir hæfi sínu sem til stendur að taki sæti sem stjórnarmenn? Illugi segir að það megi vera en svona eru lögin og eftir þeim verður að fara.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent