Illugi Gunnarsson: Barnalegt upplegg í Láru Hönnu-málum Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2013 11:29 Illugi Gunnarsson. Segir fráleitt að tala um að skrif Láru Hönnu í gegnum tíðina hafi eitthvað að gera með stöðu hennar gagnvart stjórnarsetu í RÚV ohf. „Mér er alveg sama þó það sitji fjórar Lárur Hönnur í stjórn. Ég þarf bara að passa mig á lögunum. Það er mín skylda," segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísir hefur fjallað um umdeilt kjör Láru Hönnu Einarsdóttur þýðanda og bloggara í stjórn RÚV ohf. Lára Hanna er fulltrúi Pírata og til stendur að hún setjist sem varamaður í stjórnina en hluthafafundur á þó eftir að samþykkja þá fulltrúa sem Alþingi kaus til stjórnarsetu. Birgitta Jónsdóttir þingmaður telur að deilur sem spruttu á þingi um hlutfall stjórnarmanna frá meirihluta og svo stjórnarandstöðu á þingi megi meðal annars rekja til óbeitar æðstu manna á Láru Hönnu. Illugi gefur lítið fyrir það og segist ekki hafa vitað af því að Lára Hanna væri tilnefnd fyrr en um kvöldið þegar atkvæðagreiðslan var. Hann segist ekki skilja þetta mál eins og það hefur verið lagt upp.Illugi segir það misskilning að Láru Hönnu hafi verið gert að sanna hæfi sitt. Það þurfi einfaldlega að fá úr því skorið hvort 365 sé vinnuveitandi hennar.Illugi segir það mikinn misskilning, margtugginn, að Láru Hönnu hafi verið gert sanna hæfi sitt eftir að henni barst bréf frá lögmanni ráðuneytisins. „Ég veit, eins og svo margir, að hún hefur verið að vinna fyrir 365. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál. Ég er handhafi hlutabréfsins og sé hvernig lagatextinn er og hvaða ákvæði gilda," segir menntamálaráðherra. Hann segir rétt vera að Láru Hönnu einni hafi borist slíkt bréf, enda ekki vitað til þess að neinn annar tilnefndra þiggi laun hjá öðru fjölmiðlafyrirtæki sem sé í samkeppni við RÚV. Um það snúist málið. Og Illuga sé að finna út úr því hver staðan á þeim málum sé. „Þetta snýst bara um lagatextann um RÚV og hvað hann þýðir. Það eru ekki skrifin hennar sem skipta máli í þessu samhengi. Þau skipta engu máli. Hryllilega barnalegt er að leggja málin þannig upp. Minn vandi er sá að ég þarf að ganga frá þessu; er með tilnefningu Alþingis, sem á náttúrlega að sinna eftirlitsskildu varðandi þá sem kjörnir eru og svo lögin hinum megin. Lára Hanna talar sjálf um 365 sem sinn vinnuveitanda og þetta er það sem ég þarf að finna út úr. Ef hún getur sagt mér að þetta sé einhvern veginn öðru vísi þá er ég ekki í neinum vandræðum," segir Illugi og vísar til þess að á næstunni verður haldinn hluthafafundur RÚV ohf, en þar er gengið frá því hverjir setjast í stjórn - og hverjir ekki eftir atvikum. Katrín Jakobsdóttir sagði í gær, í samtali við Vísi, að hugsanlega væru lögin of þröngt túlkuð, fjölmiðlar væru vítt hugtak í dag. Ekki aðeins það eitt að þiggja laun hjá skilgreindu fjölmiðlafyrirtæki geti kallað fram vanhæfi hjá stjórnarmönnum. Kannski ættu allir að gera grein fyrir hæfi sínu sem til stendur að taki sæti sem stjórnarmenn? Illugi segir að það megi vera en svona eru lögin og eftir þeim verður að fara. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Mér er alveg sama þó það sitji fjórar Lárur Hönnur í stjórn. Ég þarf bara að passa mig á lögunum. Það er mín skylda," segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísir hefur fjallað um umdeilt kjör Láru Hönnu Einarsdóttur þýðanda og bloggara í stjórn RÚV ohf. Lára Hanna er fulltrúi Pírata og til stendur að hún setjist sem varamaður í stjórnina en hluthafafundur á þó eftir að samþykkja þá fulltrúa sem Alþingi kaus til stjórnarsetu. Birgitta Jónsdóttir þingmaður telur að deilur sem spruttu á þingi um hlutfall stjórnarmanna frá meirihluta og svo stjórnarandstöðu á þingi megi meðal annars rekja til óbeitar æðstu manna á Láru Hönnu. Illugi gefur lítið fyrir það og segist ekki hafa vitað af því að Lára Hanna væri tilnefnd fyrr en um kvöldið þegar atkvæðagreiðslan var. Hann segist ekki skilja þetta mál eins og það hefur verið lagt upp.Illugi segir það misskilning að Láru Hönnu hafi verið gert að sanna hæfi sitt. Það þurfi einfaldlega að fá úr því skorið hvort 365 sé vinnuveitandi hennar.Illugi segir það mikinn misskilning, margtugginn, að Láru Hönnu hafi verið gert sanna hæfi sitt eftir að henni barst bréf frá lögmanni ráðuneytisins. „Ég veit, eins og svo margir, að hún hefur verið að vinna fyrir 365. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál. Ég er handhafi hlutabréfsins og sé hvernig lagatextinn er og hvaða ákvæði gilda," segir menntamálaráðherra. Hann segir rétt vera að Láru Hönnu einni hafi borist slíkt bréf, enda ekki vitað til þess að neinn annar tilnefndra þiggi laun hjá öðru fjölmiðlafyrirtæki sem sé í samkeppni við RÚV. Um það snúist málið. Og Illuga sé að finna út úr því hver staðan á þeim málum sé. „Þetta snýst bara um lagatextann um RÚV og hvað hann þýðir. Það eru ekki skrifin hennar sem skipta máli í þessu samhengi. Þau skipta engu máli. Hryllilega barnalegt er að leggja málin þannig upp. Minn vandi er sá að ég þarf að ganga frá þessu; er með tilnefningu Alþingis, sem á náttúrlega að sinna eftirlitsskildu varðandi þá sem kjörnir eru og svo lögin hinum megin. Lára Hanna talar sjálf um 365 sem sinn vinnuveitanda og þetta er það sem ég þarf að finna út úr. Ef hún getur sagt mér að þetta sé einhvern veginn öðru vísi þá er ég ekki í neinum vandræðum," segir Illugi og vísar til þess að á næstunni verður haldinn hluthafafundur RÚV ohf, en þar er gengið frá því hverjir setjast í stjórn - og hverjir ekki eftir atvikum. Katrín Jakobsdóttir sagði í gær, í samtali við Vísi, að hugsanlega væru lögin of þröngt túlkuð, fjölmiðlar væru vítt hugtak í dag. Ekki aðeins það eitt að þiggja laun hjá skilgreindu fjölmiðlafyrirtæki geti kallað fram vanhæfi hjá stjórnarmönnum. Kannski ættu allir að gera grein fyrir hæfi sínu sem til stendur að taki sæti sem stjórnarmenn? Illugi segir að það megi vera en svona eru lögin og eftir þeim verður að fara.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels