Enginn vill hjóla í Jón Gnarr Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 14:29 Þorbjörg Helga er í viðtali við Nýtt líf í dag. Samsett mynd/rut sigurðardóttir Enginn þeirra sem sátu í borgarstjórn með Ólafi F. Magnússyni þegar hann var gerður að borgarstjóra var reiðubúinn að tjá sig við Vísi um staðhæfingar Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa í viðtali við Nýtt líf í dag. Í viðtalinu fullyrðir hún að allir borgarfulltrúar hafi misnotað aðstæður Ólafs og veikindi hans á sínum tíma, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi gengið skrefinu lengra en hinir þegar þeir buðu Ólafi borgarstjórastólinn. Nokkrir borgarfulltrúanna vildu ekki láta hafa neitt eftir sér vegna veikinda Ólafs á meðan einn sagðist telja að Þorbjörg væri að undirbúa einhvers konar framboð.Borgarfulltrúar sagðir fullkomlega meðvirkir „Ég man mjög skýrt eftir því þegar Ólafur hafði verið borgarstjóri í nokkra mánuði og einn úr okkar hópi með þekkingu á geðheilbrigðismálum gekk inn á fund til okkar borgarfulltrúanna og sagði okkur fullkomlega meðvirk,“ segir Þorbjörg í viðtalinu og segir það hafa verið misnotkun á valdi að gera Ólaf að borgarstjóra. Þá lýsir hún óánægju með samstarf sitt við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóra. „Vilhjálmur var vinsæll borgarstjóri í skoðanakönnunum og var fyrst og fremst að reyna að tryggja það. Hann var ekki að hugsa um hópinn sinn. Það var líka einkennandi í REI-málinu. Vilhjálmur fyrirgefur mér örugglega aldrei það sem ég hef sagt og skrifað um það mál.“Enginn vill hjóla í Jón Gnarr Um núverandi borgarstjóra, Jón Gnarr, segir Þorbjörg að hann hafi náð kjöri vegna þess að fólk hafi haldið að hægt væri að gera hvern sem er að borgarstjóra eftir það sem á undan hafði gengið. „Með fullri virðingu fyrir Jóni Gnarr sinnir hann ekki embættismannaskyldum sínum og tekur ekki stefnumótandi ákvarðanir. Hér er allt að drabbast niður og skólabyggingar í borginni leka. Við eigum erfitt með að koma fram í fjölmiðlum og ræða þetta því það vill enginn hjóla í Jón Gnarr.“ Hún segir Jón tala endalaust um sig sem vansælt barn og nemanda án þess að hafa sjálfur stefnu um hvað eigi að gera fyrir börn með geðræn vandamál. „Þetta snýst bara um athygli í fjölmiðlum,“ segir Þorbjörg. Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Enginn þeirra sem sátu í borgarstjórn með Ólafi F. Magnússyni þegar hann var gerður að borgarstjóra var reiðubúinn að tjá sig við Vísi um staðhæfingar Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa í viðtali við Nýtt líf í dag. Í viðtalinu fullyrðir hún að allir borgarfulltrúar hafi misnotað aðstæður Ólafs og veikindi hans á sínum tíma, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi gengið skrefinu lengra en hinir þegar þeir buðu Ólafi borgarstjórastólinn. Nokkrir borgarfulltrúanna vildu ekki láta hafa neitt eftir sér vegna veikinda Ólafs á meðan einn sagðist telja að Þorbjörg væri að undirbúa einhvers konar framboð.Borgarfulltrúar sagðir fullkomlega meðvirkir „Ég man mjög skýrt eftir því þegar Ólafur hafði verið borgarstjóri í nokkra mánuði og einn úr okkar hópi með þekkingu á geðheilbrigðismálum gekk inn á fund til okkar borgarfulltrúanna og sagði okkur fullkomlega meðvirk,“ segir Þorbjörg í viðtalinu og segir það hafa verið misnotkun á valdi að gera Ólaf að borgarstjóra. Þá lýsir hún óánægju með samstarf sitt við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóra. „Vilhjálmur var vinsæll borgarstjóri í skoðanakönnunum og var fyrst og fremst að reyna að tryggja það. Hann var ekki að hugsa um hópinn sinn. Það var líka einkennandi í REI-málinu. Vilhjálmur fyrirgefur mér örugglega aldrei það sem ég hef sagt og skrifað um það mál.“Enginn vill hjóla í Jón Gnarr Um núverandi borgarstjóra, Jón Gnarr, segir Þorbjörg að hann hafi náð kjöri vegna þess að fólk hafi haldið að hægt væri að gera hvern sem er að borgarstjóra eftir það sem á undan hafði gengið. „Með fullri virðingu fyrir Jóni Gnarr sinnir hann ekki embættismannaskyldum sínum og tekur ekki stefnumótandi ákvarðanir. Hér er allt að drabbast niður og skólabyggingar í borginni leka. Við eigum erfitt með að koma fram í fjölmiðlum og ræða þetta því það vill enginn hjóla í Jón Gnarr.“ Hún segir Jón tala endalaust um sig sem vansælt barn og nemanda án þess að hafa sjálfur stefnu um hvað eigi að gera fyrir börn með geðræn vandamál. „Þetta snýst bara um athygli í fjölmiðlum,“ segir Þorbjörg.
Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira