Erlent

Íbúar Grenada skíra torg í höfuðið á Joe Strummer

Íbúar í borginni Grenada hafa ákveðið að skíra eitt af torgum borgarinnar í höfuðið á Joe Strummer fyrrum söngvara hljómsveitarinnar The Clash. Mun torgið bera nafnið Plaza de Joe Strummer.

Ákvörðunin kemur í kjölfar herferðar á Facebook um að veita Strummer þennan heiður en hann lést árið 2002.

Strummer kom oft á tíðum til Granada þegar hann var á toppi ferlis síns og lýsti ítekað yfir ást sinni á borginni. Strummer kom þangað fyrst á áttunda áratug síðustu aldar ásamt þáverandi kærustu sinni, pönksöngkonunni Paloma Romero.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×