Erlent

Kauptu þér kærustu á Facebook

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nú er hægt að greiða konum fyrir að skrá sig í samband a Facebook.
Nú er hægt að greiða konum fyrir að skrá sig í samband a Facebook. Mynd/ Getty.
Einhleypir notendur Facebook geta nú eignast kærustur á Facebook með lítilli fyrirhöfn. Þannig geta þeir látið líta út fyrir að þeir séu í sambandi og forðast nærgöngular spurningar vina og ættingja um það hvers vegna þeir séu ekki gengnir út.

Hægt er að leigja kærusturnar á 5-40 bandaríkjadali, eða á bilinu 600 - 5000 krónur, allt eftir því hve tími sambandsins á að vera langur. . Maður greiðir stelpunni hreinlega fyrir að skrá sig í samband með sér á Facebook í þrjá, sjö eða þrjátíu daga.

Það er brasilíska vefsíðan Namorofake sem leigir út stelpurnar. Samkomulagið gengur út á það að ef maður leigir kærustuna til dæmis í tíu daga fylgja 10 stöðuuppfærslur frá kærustunni með í pakkanum og maður er skráður í samband með henni.

Konurnar sem leigja prófílana sína út á Facebook fá helming teknanna en vefsíðan hinn helminginn. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að stelpurnar verða að líta vel út.

Vefsíðan Namorofake tekur hins vegar skýrt fram að ekki er hægt að kaupa raunverulegt samband eða kynlíf, heldur einungis samband á Facebook.

Hróður síðunnar hefur, á síðustu dögum, borist um alla heimsbyggðina. Velgengnin hefur verið svo mikil að síðan annar nú ekki eftirspurn. Síðan hefur því tekið upp á því að auglýsa eftir stelpum sem vilja selja sig í samband á Facebook.

Þá hyggjast forsvarsmenn síðunnar einnig taka upp á því að bjóða samskonar þjónustu fyrir konur, þannig að karlmenn selji sig í samband við konur á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×