Hæstiréttur staðfesti í dag sextán ára fangelsisdóm yfir Hlífari Vatnari Stefánssyni sem varð Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana í heimahúsi í Hafnarfirði í byrjun febrúar, á síðasta ári.
Þau Hlífar Vatnar og Þóra höfðu neytt fíkniefna um allnokkurt skeið áður en hann myrti hana. Hlífar Vatnar viðurkenndi morðið, en sagði að hún hefði verið vinkona sín. Hann sagði líka fyrir Héraðsdómi Reykjaness að hann mundi ekkert eftir atburðarrásinni þegar Þóra Eyjalín lést.
Hlífar Vatnar í sextán ára fangelsi fyrir morð
Jón Hákon Halldórsson skrifar
