Fótbolti

Lennon skoraði í sínum fyrsta leik í rúma fimm mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Lennon.
Steven Lennon. Mynd/Valli
Steven Lennon lék í kvöld sinn fyrsta leik eftir að hann ristarbrotnaði á móti FH í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Lennon átti flotta endurkomu því hann skoraði mark Fram í 1-1 jafntefli á móti Víkingi í Egilshöllinni í Reykjavíkurmótinu í fótbolta.

Lennon meiddist í lok júlí og missti af níu síðustu leikjum Framara í Pepsi-deildinni en hann skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld á fimmtu mínútu í síðari hálfleik.

Framarinn Viktor Bjarki Arnarsson fékk síðan rauða spjaldið tíu mínútum síðar en hann var þarna að mæta sínum gömlu félögum og leika sinn fyrsta opinbera leik fyrir Safamýrarliðið.

Framarar virtust vera að landa sigrinum en Tómas Guðmundsson tryggði Víkingsliðinu stig þegar hann skoraði jöfnunarmarkið í lok leiksins. Þetta var fyrsti leikurin í B-riðlinum.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×