Tugur barnaníðinga á leið út í samfélagið Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2013 12:33 Fyrir tíu árum var fangelsisvist barnaníðinga í fangelsi algert víti. Nú er sérstakur gangur á Litla Hrauni þar sem þeir eru saman vistaðir. Samfélagið verður að svara þeirri spurningu hvernig taka á móti barnaníðingum að afplánun lokinni, að sögn Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings. Aldrei hafa fleiri slíkir setið inni.Farnir að mynda hópa innan veggja fangelsa Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur sprenging hefur orðið í fjölda þeirra sem sitja inni fyrir kynferðisbrot. Árið 2000 afplánuðu 10 fangelsisrefsingu fyrir slík brot. Árið 2012 voru þeir orðnir 47. Það er aukning upp á 370 prósent. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir stefna í óefni. Í kringum aldamótin vorum við með tvo til þrjá einstaklinga sem voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Nú erum við kannski með tíu til fimmtán. Þetta er gríðarleg fjölgun. „Þetta er allt annar veruleiki í dag, veruleiki sem við höfum ekki staðið frammi fyrir áður. Við erum með í fangelsi sérstakan gang þar sem eru tíu kynferðisbrotamenn gegn börnum, saman vistaðir. Þetta er algerlega nýtt. Fyrir tíu til fimmtán árum var dvöl þeirra í fangelsi hrein martröð og skelfing; lagðir í einelti og fangelsisvist þeirra var algert víti. Það er svo sem svo ennþá en með auknum fjölda breytist þetta. Þeir fara að mynda hópa innan fangelsins.“Útilokaðir geta þeir reynst hættulegri Þetta er hættuástand. „Ef viðbrögð samfélagsins eru þannig að þeir eigi ekki afturkvæmt í samfélagið er sú hætta fyrir hendi að þeir fyllist biturð, geta hvergi höfði sínu hallað og geta þá orðið hættulegri en ella.“ Í Fréttatímanum var sagt af dæmdum barnaníðingi sem var sagt upp störfum hjá Kynnisferðum fyrr í þessum mánuði vegna ábendingar um að hann væri dæmdur barnaníðingur. Meginspurningin sem samfélagið verður að takast á við er hvernig eigi að taka á móti mönnum sem hafa afplánað fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Samfélagið er einhuga um þarna að um mjög alvarleg brot er að ræða. Þungar refsingar hafa verið svarið. En við höfum mjög lítið horfst í augu við það að þessir einstaklingar snúa aftur út í samfélagið. Spurningin er: Hvernig ætlum við að taka á móti þeim þegar þeir koma út? Eiga þeir að eiga afturkvæmt í samfélagið sem vinnandi borgarar eða viljum við loka þá í fangelsi til æviloka?“Verðum að svara spurningunni Helgi spyr áfram og spurningarnar eru ekki auðveldar viðureignar: „Við verðum að horfast í augu við þetta; hvernig þeir eiga að koma til baka eftir langa afplánun. Þeir þurfa að geta á einhvern hátt aðlagast samfélaginu á nýjan leik. Við megum ekki tapa okkur í einhverri múgæsingu yfir þeim. En, á sama tíma verðum við að áhættumeta þetta og sannarlega fylgjast með þeim sem eru hættulegir umhverfi sínu.“ Helgi segir þessa umræðu verða að fara fram í öllu samfélaginu en að henni verði einnig að koma fagaðilar sem þekkja til þessara brota. Vinna verði með þessum einstaklingum og fylgja út í samfélagið með eftirliti og stuðningi. Reyna þannig að draga úr áhættuþáttum; að þeir brjóti af sér aftur. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Samfélagið verður að svara þeirri spurningu hvernig taka á móti barnaníðingum að afplánun lokinni, að sögn Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings. Aldrei hafa fleiri slíkir setið inni.Farnir að mynda hópa innan veggja fangelsa Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur sprenging hefur orðið í fjölda þeirra sem sitja inni fyrir kynferðisbrot. Árið 2000 afplánuðu 10 fangelsisrefsingu fyrir slík brot. Árið 2012 voru þeir orðnir 47. Það er aukning upp á 370 prósent. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir stefna í óefni. Í kringum aldamótin vorum við með tvo til þrjá einstaklinga sem voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Nú erum við kannski með tíu til fimmtán. Þetta er gríðarleg fjölgun. „Þetta er allt annar veruleiki í dag, veruleiki sem við höfum ekki staðið frammi fyrir áður. Við erum með í fangelsi sérstakan gang þar sem eru tíu kynferðisbrotamenn gegn börnum, saman vistaðir. Þetta er algerlega nýtt. Fyrir tíu til fimmtán árum var dvöl þeirra í fangelsi hrein martröð og skelfing; lagðir í einelti og fangelsisvist þeirra var algert víti. Það er svo sem svo ennþá en með auknum fjölda breytist þetta. Þeir fara að mynda hópa innan fangelsins.“Útilokaðir geta þeir reynst hættulegri Þetta er hættuástand. „Ef viðbrögð samfélagsins eru þannig að þeir eigi ekki afturkvæmt í samfélagið er sú hætta fyrir hendi að þeir fyllist biturð, geta hvergi höfði sínu hallað og geta þá orðið hættulegri en ella.“ Í Fréttatímanum var sagt af dæmdum barnaníðingi sem var sagt upp störfum hjá Kynnisferðum fyrr í þessum mánuði vegna ábendingar um að hann væri dæmdur barnaníðingur. Meginspurningin sem samfélagið verður að takast á við er hvernig eigi að taka á móti mönnum sem hafa afplánað fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Samfélagið er einhuga um þarna að um mjög alvarleg brot er að ræða. Þungar refsingar hafa verið svarið. En við höfum mjög lítið horfst í augu við það að þessir einstaklingar snúa aftur út í samfélagið. Spurningin er: Hvernig ætlum við að taka á móti þeim þegar þeir koma út? Eiga þeir að eiga afturkvæmt í samfélagið sem vinnandi borgarar eða viljum við loka þá í fangelsi til æviloka?“Verðum að svara spurningunni Helgi spyr áfram og spurningarnar eru ekki auðveldar viðureignar: „Við verðum að horfast í augu við þetta; hvernig þeir eiga að koma til baka eftir langa afplánun. Þeir þurfa að geta á einhvern hátt aðlagast samfélaginu á nýjan leik. Við megum ekki tapa okkur í einhverri múgæsingu yfir þeim. En, á sama tíma verðum við að áhættumeta þetta og sannarlega fylgjast með þeim sem eru hættulegir umhverfi sínu.“ Helgi segir þessa umræðu verða að fara fram í öllu samfélaginu en að henni verði einnig að koma fagaðilar sem þekkja til þessara brota. Vinna verði með þessum einstaklingum og fylgja út í samfélagið með eftirliti og stuðningi. Reyna þannig að draga úr áhættuþáttum; að þeir brjóti af sér aftur.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira