Erlent

Skothríð í New Orleans á mæðradegi

Jakob Bjarnar skrifar
Frá New Orleans í gær.
Frá New Orleans í gær.
Nítján særðust, þar af tvö börn, í skothríð sem óþekktir menn hófu fyrirvaralaust í New Orleans í gær.

Hinir særðu voru við skrúðgöngu sem gengin var í tilefni Mæðradagsins. Að sögn lögreglu er þriggja manna nú leitað vegna skothríðarinnar. Þeir sáust hlaupa á brott í kjölfarið og eru á aldrinum 18 til 22 ára. Tveir hinna særðu þurfu að undirgangast skurðaðgerð en börnin særðust lítillega þegar byssukúlur strukust við þau. Má furðu sæta að enginn hafi látist í skothríðinni.

.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×