Draumurinn að Harpa standi undir sér Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2013 13:28 Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir reksturinn vera langhlaup. Forstjóri Hörpu segir það ekki liggja fyrir fyrr en eftir þrjú ár hver rekstrargrundvöllur hússins verði en miklu skipti að fasteignagjöld hússins lækki, en þau nema einni milljón króna á dag. Draumurinn sé að Harpa standi undir sér í framtíðinni. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verulega hefur dregið úr tapi á rekstri Hörpu á þessu ári, eða um rúmar 280 milljónir króna. Fasteignagjöld eru rekstrinum þung, en fallist hefur verið á það fyrir dómi að kveða til matsmenn til að endurmeta þau. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu segir ekki liggja fyrir hversu mikið fasteignagjöldin gætu lækkað að loknu nýju mati, ef þau lækki þá nokkuð. „Hvað það verður er mjög erfitt að spá um. En auðvitað getum við sagt, eins og menn þekkja úr fyrri áætlanagerð, að menn höfðu búist við að fasteingagjöldin yrðu jafnvel helmingi lægri,“ segir Halldór. En í dag eru fasteignagjöldin 355 milljónir króna eða um milljón á dag. Ef gjöldin lækkuðu um helming yrðu þau um 180 milljónir króna á ári. En ríki og borg greiða 160 milljónir króna á ári til rekstrarins næstu þrjú árin, eða til ársins 2016. Því má segja að borgin greiði til baka til Hörpu rúmlega einn fimmta af fasteignagjöldunum á ári og ríkið hefur einnig töluverðar virðisaukaskatstekjur af starfsemi í húsinu. Þannig að ef Harpa fengi sitt í gegn með fasteignagjöldin og framlag ríkis og borgar félli niður, þá væri Harpa svipuð stödd og hún er í dag? „Þetta er alveg fullkomlega réttlætanleg og eðlileg spurning. En þarna erum við auðvitað að horfa á að við erum að stefna á það að bæta reksturinn umtalsvert,“ segir Halldór. Og hann hefur nú þegar batnað um 120 milljónir frá síðasta ári. „Við megum ekki gleyma því að þetta er langhlaup og við erum í sjálfu sér bara nýlögð af stað. Húsið hefur verið opið í tvö ár og við teljum að það séu mikil sóknarfæri, t.d. á ráðstefnusviðinu þar sem aukningin er 40 til 50 prósent á þessu ári,“ segir hann. Fleiri sóknarfæri liggi fyrir. Þá muni bygging hótels við Hörpu hjálpa mikið til, sérstaklega varðandi ráðstefnuhald. En miða áætlanir við að það þurfi alltaf að koma til framlög frá ríki og borg? „Við erum ekki með þær áætlanir uppi við núna. Okkar áætlun sem við vinnum eftir nær til 2016 og þetta eru bara of stórir óvissuþættir til að hægt sé að svara þessu almennilega,“ segir Halldór.En er draumurinn að húsið geti staðið undir sér sjálft?„Það er sannarlega draumur og ósk sem við reynum öll að vinna að,“ segir Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Forstjóri Hörpu segir það ekki liggja fyrir fyrr en eftir þrjú ár hver rekstrargrundvöllur hússins verði en miklu skipti að fasteignagjöld hússins lækki, en þau nema einni milljón króna á dag. Draumurinn sé að Harpa standi undir sér í framtíðinni. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verulega hefur dregið úr tapi á rekstri Hörpu á þessu ári, eða um rúmar 280 milljónir króna. Fasteignagjöld eru rekstrinum þung, en fallist hefur verið á það fyrir dómi að kveða til matsmenn til að endurmeta þau. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu segir ekki liggja fyrir hversu mikið fasteignagjöldin gætu lækkað að loknu nýju mati, ef þau lækki þá nokkuð. „Hvað það verður er mjög erfitt að spá um. En auðvitað getum við sagt, eins og menn þekkja úr fyrri áætlanagerð, að menn höfðu búist við að fasteingagjöldin yrðu jafnvel helmingi lægri,“ segir Halldór. En í dag eru fasteignagjöldin 355 milljónir króna eða um milljón á dag. Ef gjöldin lækkuðu um helming yrðu þau um 180 milljónir króna á ári. En ríki og borg greiða 160 milljónir króna á ári til rekstrarins næstu þrjú árin, eða til ársins 2016. Því má segja að borgin greiði til baka til Hörpu rúmlega einn fimmta af fasteignagjöldunum á ári og ríkið hefur einnig töluverðar virðisaukaskatstekjur af starfsemi í húsinu. Þannig að ef Harpa fengi sitt í gegn með fasteignagjöldin og framlag ríkis og borgar félli niður, þá væri Harpa svipuð stödd og hún er í dag? „Þetta er alveg fullkomlega réttlætanleg og eðlileg spurning. En þarna erum við auðvitað að horfa á að við erum að stefna á það að bæta reksturinn umtalsvert,“ segir Halldór. Og hann hefur nú þegar batnað um 120 milljónir frá síðasta ári. „Við megum ekki gleyma því að þetta er langhlaup og við erum í sjálfu sér bara nýlögð af stað. Húsið hefur verið opið í tvö ár og við teljum að það séu mikil sóknarfæri, t.d. á ráðstefnusviðinu þar sem aukningin er 40 til 50 prósent á þessu ári,“ segir hann. Fleiri sóknarfæri liggi fyrir. Þá muni bygging hótels við Hörpu hjálpa mikið til, sérstaklega varðandi ráðstefnuhald. En miða áætlanir við að það þurfi alltaf að koma til framlög frá ríki og borg? „Við erum ekki með þær áætlanir uppi við núna. Okkar áætlun sem við vinnum eftir nær til 2016 og þetta eru bara of stórir óvissuþættir til að hægt sé að svara þessu almennilega,“ segir Halldór.En er draumurinn að húsið geti staðið undir sér sjálft?„Það er sannarlega draumur og ósk sem við reynum öll að vinna að,“ segir Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira