Innlent

Undirbúa opnun gossafns í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjagosið hófst þann 23. janúar 1973.
Vestmannaeyjagosið hófst þann 23. janúar 1973. Mynd/ GVA.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á Selfossi í dag að veita 10 milljónum króna til styrktar nýju gosminjasafni í Vestmannaeyjum sem hafinn er undirbúningur að, en á miðvikudaginn voru 40 ár liðin frá því gos hófst í Heimaey. Gert er ráð fyrir því að eitt af húsunum sem verið hafa undir ösku og hrauni í 40 ár verði grafið upp og nýtt sem lykilþáttur í safninu. Þá verði sett þar upp sýning þar sem eldgossins verður í minnst og jarðsögu og mótun Suðurlands gerð skil. Auk þess er ráðgert að í safninu verði fræðsla um náttúruvá á borð við eldgos og jarðskjálfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×