Langaði ekkert til að drekka og djamma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2013 13:45 Gylfi Þór er uppalinn hjá FH en skipti á táningsaldri yfir í Breiðablik þar sem aðstaða til æfinga yfir vetrartímann var betri. Fréttablaðið/Arnþór Gylfi Þór Sigurðsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum íþróttafréttamanna á laugardaginn. Yfirburðir landsliðsmannsins í kjörinu voru nokkuð miklir. Hann hlaut 446 stig af 500 mögulegum. Í öðru sæti var hin fótfráa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR með 288 stig og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta, í þriðja sæti. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og lok síðasta tímabils og upphaf þessa hjá mér,“ sagði Gylfi sem átti ekki heimangengt á kjörið þar sem lið hans Tottenham átti leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Í viðtali við Ólaf sem sýnt var á kjörinu sagði hann bróður sinn alltaf hafa verið einbeittan í sambandi við markmið sín. Hann hafi aldrei verið mikið fyrir skemmtanalífið, aldrei snert áfengi og alls ekki reykt. „Ég held að það hafi skipt mjög miklu máli,“ sagði Gylfi aðspurður um áhrif þess að lifa heilsusamlegu líferni. Það hafi aldrei annað komið til greina af hans hálfu. „Það er ekki þannig að ég hafi neitað mér um að drekka og djamma. Mig langaði bara eiginlega ekkert til þess. Því tók ég þá ákvörðun og ég held að það hafi hjálpað mér bæði sem leikmanni og einstaklingi að geta staðið gegn hópþrýstingi,“ segir Gylfi. Hann telur lífsstíl sinn mögulega hafa eitthvað með það að gera hve heppinn hann hefur verið þegar meiðsli séu annars vegar. „Ég hef verið mjög heppinn í gegnum tíðina, 7-9-13, hvort sem það er genunum eða áfengisleysinu að þakka.“ Miðjumaðurinn virðist afar einbeittur í markmiðum sínum. Auk heilbrigðs lífsstíls æfir hann afar mikið og er sagður sá fyrsti á æfingar og sá síðasti til að fara heim. Hann getur þó nefnt einn veikleika til sögunnar, aðspurður. „Það er kannski ekki veikleiki en ég er mjög harður við sjálfan mig. Ég fagna til dæmis verðlaunum sem þessum ekki nógu mikið. Mig langar að bæta mig og horfi alltaf fram á veginn frekar en að staldra við.“ Gylfi segir vel hægt að toppa árið sem nú er að líða. Hann vilji skora fleiri mörk fyrir Tottenham og ný undankeppni sé handan við hornið hjá landsliðinu. Hafnfirðingurinn var í aðalhlutverki með landsliðinu sem náði sögulegum árangri á árinu og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni HM í Brasilíu næsta sumar. Gylfi hefur mikla trú á að liðið muni komast á stórmót. Hann hafi frá unga aldri þurft að rífast um það við félaga sína sem voru ekki jafn sannfærðir. „Við höfum átt nokkrar samræður þar sem þeir fullyrða að Íslandi muni aldrei takast að komast á HM eða EM. Ég hef alltaf átt svör við því,“ segir Gylfi. Íslenski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum íþróttafréttamanna á laugardaginn. Yfirburðir landsliðsmannsins í kjörinu voru nokkuð miklir. Hann hlaut 446 stig af 500 mögulegum. Í öðru sæti var hin fótfráa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR með 288 stig og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta, í þriðja sæti. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og lok síðasta tímabils og upphaf þessa hjá mér,“ sagði Gylfi sem átti ekki heimangengt á kjörið þar sem lið hans Tottenham átti leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Í viðtali við Ólaf sem sýnt var á kjörinu sagði hann bróður sinn alltaf hafa verið einbeittan í sambandi við markmið sín. Hann hafi aldrei verið mikið fyrir skemmtanalífið, aldrei snert áfengi og alls ekki reykt. „Ég held að það hafi skipt mjög miklu máli,“ sagði Gylfi aðspurður um áhrif þess að lifa heilsusamlegu líferni. Það hafi aldrei annað komið til greina af hans hálfu. „Það er ekki þannig að ég hafi neitað mér um að drekka og djamma. Mig langaði bara eiginlega ekkert til þess. Því tók ég þá ákvörðun og ég held að það hafi hjálpað mér bæði sem leikmanni og einstaklingi að geta staðið gegn hópþrýstingi,“ segir Gylfi. Hann telur lífsstíl sinn mögulega hafa eitthvað með það að gera hve heppinn hann hefur verið þegar meiðsli séu annars vegar. „Ég hef verið mjög heppinn í gegnum tíðina, 7-9-13, hvort sem það er genunum eða áfengisleysinu að þakka.“ Miðjumaðurinn virðist afar einbeittur í markmiðum sínum. Auk heilbrigðs lífsstíls æfir hann afar mikið og er sagður sá fyrsti á æfingar og sá síðasti til að fara heim. Hann getur þó nefnt einn veikleika til sögunnar, aðspurður. „Það er kannski ekki veikleiki en ég er mjög harður við sjálfan mig. Ég fagna til dæmis verðlaunum sem þessum ekki nógu mikið. Mig langar að bæta mig og horfi alltaf fram á veginn frekar en að staldra við.“ Gylfi segir vel hægt að toppa árið sem nú er að líða. Hann vilji skora fleiri mörk fyrir Tottenham og ný undankeppni sé handan við hornið hjá landsliðinu. Hafnfirðingurinn var í aðalhlutverki með landsliðinu sem náði sögulegum árangri á árinu og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni HM í Brasilíu næsta sumar. Gylfi hefur mikla trú á að liðið muni komast á stórmót. Hann hafi frá unga aldri þurft að rífast um það við félaga sína sem voru ekki jafn sannfærðir. „Við höfum átt nokkrar samræður þar sem þeir fullyrða að Íslandi muni aldrei takast að komast á HM eða EM. Ég hef alltaf átt svör við því,“ segir Gylfi.
Íslenski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjá meira