Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna jólabónus Brjánn Jónasson skrifar 20. desember 2013 06:00 Viðskiptabankarnir gefa starfsmönnum sínum jólagjafir, en aðeins Arion Banki borgar sérstakan jólabónus. Fréttablaðið/Vilhelm Viðskipti Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts sem gildir í öllum verslunum. Starfsmenn annarra viðskiptabanka fá ekki slíka bónusgreiðslu. „Stjórn bankans ákvað í tilefni af þeirri viðurkenningu sem Arion banki fékk nýlega, þegar fagtímaritið The Banker, sem er útgefið af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013, að þakka starfsfólki með þessum hætti fyrir vel unnin störf á þessu ári sem og á undanförnum árum,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans. Starfsmenn bankans fá að auki körfu með ýmsu matarkyns og til heimilisins. Ekki fékkst gefið upp hver jólagjöf starfsmanna annarra banka er þetta árið. Hjá Landsbankanum, Íslandsbanka og MP Banka fengust þau svör að jólagjafir starfsmanna frá bönkunum væru innpakkaðar og margir starfsmenn opnuðu þær ekki fyrr en á aðfangadag. Svipuð svör fengust einnig við fyrirspurn Fréttablaðsins um bónusgreiðslur frá öðrum bönkum en Arion Banka. „Við greiðum bara umsamda desemberuppbót,“ segir Sigrún Eyjólfsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra MP Banka. Samherji gefur ekki upp jólabónusinn Samherji greiddi starfsmönnum sínum 378 þúsund króna jólabónus í fyrra, en ekki verður gefið upp hvort, og þá hversu háan bónus starfsmenn fá þetta árið. „Samherji gerir vel við starfsmenn sína,“ er það eina sem Margrét Ólafsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Samherja, vill segja um málið. Hún upplýsti þó að starfsmenn fái kjöt og fisk í jólagjöf. Hjá HB Granda fást þau svör að starfsmenn fái gjafabréf í jólagjöf, en ekki sé greiddur jólabónus. Fyrirtækið greiddi ekki heldur jólabónus í fyrra. Upphæð gjafabréfsins fæst ekki gefin upp. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um jólabónus hjá Síldarvinnslunni segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segist ekki vilja tjá sig um jólabónus hjá fyrirtækinu við Fréttablaðið. Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Viðskipti Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts sem gildir í öllum verslunum. Starfsmenn annarra viðskiptabanka fá ekki slíka bónusgreiðslu. „Stjórn bankans ákvað í tilefni af þeirri viðurkenningu sem Arion banki fékk nýlega, þegar fagtímaritið The Banker, sem er útgefið af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013, að þakka starfsfólki með þessum hætti fyrir vel unnin störf á þessu ári sem og á undanförnum árum,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans. Starfsmenn bankans fá að auki körfu með ýmsu matarkyns og til heimilisins. Ekki fékkst gefið upp hver jólagjöf starfsmanna annarra banka er þetta árið. Hjá Landsbankanum, Íslandsbanka og MP Banka fengust þau svör að jólagjafir starfsmanna frá bönkunum væru innpakkaðar og margir starfsmenn opnuðu þær ekki fyrr en á aðfangadag. Svipuð svör fengust einnig við fyrirspurn Fréttablaðsins um bónusgreiðslur frá öðrum bönkum en Arion Banka. „Við greiðum bara umsamda desemberuppbót,“ segir Sigrún Eyjólfsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra MP Banka. Samherji gefur ekki upp jólabónusinn Samherji greiddi starfsmönnum sínum 378 þúsund króna jólabónus í fyrra, en ekki verður gefið upp hvort, og þá hversu háan bónus starfsmenn fá þetta árið. „Samherji gerir vel við starfsmenn sína,“ er það eina sem Margrét Ólafsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Samherja, vill segja um málið. Hún upplýsti þó að starfsmenn fái kjöt og fisk í jólagjöf. Hjá HB Granda fást þau svör að starfsmenn fái gjafabréf í jólagjöf, en ekki sé greiddur jólabónus. Fyrirtækið greiddi ekki heldur jólabónus í fyrra. Upphæð gjafabréfsins fæst ekki gefin upp. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um jólabónus hjá Síldarvinnslunni segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segist ekki vilja tjá sig um jólabónus hjá fyrirtækinu við Fréttablaðið.
Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent