Innlent

Lögreglan vill fá hjálp frá Tyrklandi

Brjánn Jónasson skrifar
Friðrik Smári Björgvinsson
Friðrik Smári Björgvinsson
Rannsókn lögreglu á netárás á vef Vodafone, og þjófnaði á gögnum frá fyrirtækinu, er enn á frumstigi og alls óvíst hvaða árangur hún mun bera, segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

Hann segir að til standi að óska eftir samstarfi við lögregluyfirvöld í Tyrklandi, en fyrstu fréttir bentu til þess að árásin hafi verið gerð frá Tyrklandi. Áður þurfi þó að rannsaka málið betur.

Árásin var gerð í lok nóvember. Meðal þeirra gagna sem hakkarinn komst yfir voru SMS sem send voru af vef fyrirtækisins, auk notendanafna og lykilorða viðskiptavina inn á vefinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×