Á Suðurskautinu á aðfangadag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2013 07:00 Söng- og leikkonan kleif Kilimanjaro á árinu. „Ég þurfti að taka fimm flug til að komast á Suðurskautið. Þegar ég lenti í Punta Arenas í Síle eftir þrjátíu tíma ferðalag var farangurinn minn og búnaður á einhverju allt öðru ferðalagi. En hann skilaði sér og ég er búin að vera í undirbúningi síðustu tvo daga fyrir gönguna,“ segir leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún heldur til Suðurskautsins í dag til að ganga á Vinson Massif, hæsta tindinn á Suðurskautinu. „Þetta verður þriðji tindurinn af tindunum sjö, þeim hæstu í hverri heimsálfu, sem ég geng á á einu ári. Ég er bæði búin að ná toppnum á Aconcagua og Kilimanjaro,“ segir Halla. Pólfarinn Vilborg Arna Gissuradóttir er líka á Suðurskautinu en óvíst hvort stöllurnar tvær hittist.Halla fagnaði með stæl þegar hún komst á topp Aconcagua.„Ég las í fréttum að önnur íslensk stelpa yrði á sama tíma og ég á Suðurskautinu. Þvílík tilviljun,“ segir Halla. Hún hefur gert ýmislegt til að undirbúa sig fyrir þrekraunirnar á árinu. „Undirbúningurinn fer eftir hinum mismunandi kröfum sem hver tindur gerir. Ég hef farið og æft og gist í Snowdonia í Wales til að prófa búnað, hef farið í klettaklifur innandyra, jöklaþjálfun í Ölpunum og jóga. Það getur verið að ég klári tindana fyrst ég er nánast hálfnuð en ég tek hverju verkefni fyrir sig sem eitt skref í einu og reyni að njóta hvers þrekraunaævintýris fyrir sig,“ segir Halla sem er búsett í London. Hún er hrifin af hvers kyns jaðaríþróttum og vekur mikla athygli í London.Halla komst á topp Kilimanjaro á árinu.„Ég er komin með fullt mótorhjólapróf og keyri stór hjól um alla London til og frá vinnu, sem gengur svakavel. Fólk heldur reyndar yfirleitt að hjálmurinn sé últranýtískulegt veski þegar ég geng inn því ég lít ekki beint út eins og hinn hefðbundni „biker“,“ segir Halla glöð í bragði, tilbúin fyrir Suðurskautið. En hvernig verða jólin hjá þessari duglegu leik- og söngkonu?Halla spáir og spekúlerar á Kilimanjaro.„Hvað segirðu, eru jól? Ja, ekki hjá mér. Ég verð í gaddfreðnu tjaldi uppi á fjalli á Suðurskautinu að gera hana móður mína brjálaða á aðfangadag og jóladag. Ekki er það nú jólalegt.“ Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
„Ég þurfti að taka fimm flug til að komast á Suðurskautið. Þegar ég lenti í Punta Arenas í Síle eftir þrjátíu tíma ferðalag var farangurinn minn og búnaður á einhverju allt öðru ferðalagi. En hann skilaði sér og ég er búin að vera í undirbúningi síðustu tvo daga fyrir gönguna,“ segir leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún heldur til Suðurskautsins í dag til að ganga á Vinson Massif, hæsta tindinn á Suðurskautinu. „Þetta verður þriðji tindurinn af tindunum sjö, þeim hæstu í hverri heimsálfu, sem ég geng á á einu ári. Ég er bæði búin að ná toppnum á Aconcagua og Kilimanjaro,“ segir Halla. Pólfarinn Vilborg Arna Gissuradóttir er líka á Suðurskautinu en óvíst hvort stöllurnar tvær hittist.Halla fagnaði með stæl þegar hún komst á topp Aconcagua.„Ég las í fréttum að önnur íslensk stelpa yrði á sama tíma og ég á Suðurskautinu. Þvílík tilviljun,“ segir Halla. Hún hefur gert ýmislegt til að undirbúa sig fyrir þrekraunirnar á árinu. „Undirbúningurinn fer eftir hinum mismunandi kröfum sem hver tindur gerir. Ég hef farið og æft og gist í Snowdonia í Wales til að prófa búnað, hef farið í klettaklifur innandyra, jöklaþjálfun í Ölpunum og jóga. Það getur verið að ég klári tindana fyrst ég er nánast hálfnuð en ég tek hverju verkefni fyrir sig sem eitt skref í einu og reyni að njóta hvers þrekraunaævintýris fyrir sig,“ segir Halla sem er búsett í London. Hún er hrifin af hvers kyns jaðaríþróttum og vekur mikla athygli í London.Halla komst á topp Kilimanjaro á árinu.„Ég er komin með fullt mótorhjólapróf og keyri stór hjól um alla London til og frá vinnu, sem gengur svakavel. Fólk heldur reyndar yfirleitt að hjálmurinn sé últranýtískulegt veski þegar ég geng inn því ég lít ekki beint út eins og hinn hefðbundni „biker“,“ segir Halla glöð í bragði, tilbúin fyrir Suðurskautið. En hvernig verða jólin hjá þessari duglegu leik- og söngkonu?Halla spáir og spekúlerar á Kilimanjaro.„Hvað segirðu, eru jól? Ja, ekki hjá mér. Ég verð í gaddfreðnu tjaldi uppi á fjalli á Suðurskautinu að gera hana móður mína brjálaða á aðfangadag og jóladag. Ekki er það nú jólalegt.“
Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira