Á Suðurskautinu á aðfangadag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2013 07:00 Söng- og leikkonan kleif Kilimanjaro á árinu. „Ég þurfti að taka fimm flug til að komast á Suðurskautið. Þegar ég lenti í Punta Arenas í Síle eftir þrjátíu tíma ferðalag var farangurinn minn og búnaður á einhverju allt öðru ferðalagi. En hann skilaði sér og ég er búin að vera í undirbúningi síðustu tvo daga fyrir gönguna,“ segir leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún heldur til Suðurskautsins í dag til að ganga á Vinson Massif, hæsta tindinn á Suðurskautinu. „Þetta verður þriðji tindurinn af tindunum sjö, þeim hæstu í hverri heimsálfu, sem ég geng á á einu ári. Ég er bæði búin að ná toppnum á Aconcagua og Kilimanjaro,“ segir Halla. Pólfarinn Vilborg Arna Gissuradóttir er líka á Suðurskautinu en óvíst hvort stöllurnar tvær hittist.Halla fagnaði með stæl þegar hún komst á topp Aconcagua.„Ég las í fréttum að önnur íslensk stelpa yrði á sama tíma og ég á Suðurskautinu. Þvílík tilviljun,“ segir Halla. Hún hefur gert ýmislegt til að undirbúa sig fyrir þrekraunirnar á árinu. „Undirbúningurinn fer eftir hinum mismunandi kröfum sem hver tindur gerir. Ég hef farið og æft og gist í Snowdonia í Wales til að prófa búnað, hef farið í klettaklifur innandyra, jöklaþjálfun í Ölpunum og jóga. Það getur verið að ég klári tindana fyrst ég er nánast hálfnuð en ég tek hverju verkefni fyrir sig sem eitt skref í einu og reyni að njóta hvers þrekraunaævintýris fyrir sig,“ segir Halla sem er búsett í London. Hún er hrifin af hvers kyns jaðaríþróttum og vekur mikla athygli í London.Halla komst á topp Kilimanjaro á árinu.„Ég er komin með fullt mótorhjólapróf og keyri stór hjól um alla London til og frá vinnu, sem gengur svakavel. Fólk heldur reyndar yfirleitt að hjálmurinn sé últranýtískulegt veski þegar ég geng inn því ég lít ekki beint út eins og hinn hefðbundni „biker“,“ segir Halla glöð í bragði, tilbúin fyrir Suðurskautið. En hvernig verða jólin hjá þessari duglegu leik- og söngkonu?Halla spáir og spekúlerar á Kilimanjaro.„Hvað segirðu, eru jól? Ja, ekki hjá mér. Ég verð í gaddfreðnu tjaldi uppi á fjalli á Suðurskautinu að gera hana móður mína brjálaða á aðfangadag og jóladag. Ekki er það nú jólalegt.“ Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
„Ég þurfti að taka fimm flug til að komast á Suðurskautið. Þegar ég lenti í Punta Arenas í Síle eftir þrjátíu tíma ferðalag var farangurinn minn og búnaður á einhverju allt öðru ferðalagi. En hann skilaði sér og ég er búin að vera í undirbúningi síðustu tvo daga fyrir gönguna,“ segir leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún heldur til Suðurskautsins í dag til að ganga á Vinson Massif, hæsta tindinn á Suðurskautinu. „Þetta verður þriðji tindurinn af tindunum sjö, þeim hæstu í hverri heimsálfu, sem ég geng á á einu ári. Ég er bæði búin að ná toppnum á Aconcagua og Kilimanjaro,“ segir Halla. Pólfarinn Vilborg Arna Gissuradóttir er líka á Suðurskautinu en óvíst hvort stöllurnar tvær hittist.Halla fagnaði með stæl þegar hún komst á topp Aconcagua.„Ég las í fréttum að önnur íslensk stelpa yrði á sama tíma og ég á Suðurskautinu. Þvílík tilviljun,“ segir Halla. Hún hefur gert ýmislegt til að undirbúa sig fyrir þrekraunirnar á árinu. „Undirbúningurinn fer eftir hinum mismunandi kröfum sem hver tindur gerir. Ég hef farið og æft og gist í Snowdonia í Wales til að prófa búnað, hef farið í klettaklifur innandyra, jöklaþjálfun í Ölpunum og jóga. Það getur verið að ég klári tindana fyrst ég er nánast hálfnuð en ég tek hverju verkefni fyrir sig sem eitt skref í einu og reyni að njóta hvers þrekraunaævintýris fyrir sig,“ segir Halla sem er búsett í London. Hún er hrifin af hvers kyns jaðaríþróttum og vekur mikla athygli í London.Halla komst á topp Kilimanjaro á árinu.„Ég er komin með fullt mótorhjólapróf og keyri stór hjól um alla London til og frá vinnu, sem gengur svakavel. Fólk heldur reyndar yfirleitt að hjálmurinn sé últranýtískulegt veski þegar ég geng inn því ég lít ekki beint út eins og hinn hefðbundni „biker“,“ segir Halla glöð í bragði, tilbúin fyrir Suðurskautið. En hvernig verða jólin hjá þessari duglegu leik- og söngkonu?Halla spáir og spekúlerar á Kilimanjaro.„Hvað segirðu, eru jól? Ja, ekki hjá mér. Ég verð í gaddfreðnu tjaldi uppi á fjalli á Suðurskautinu að gera hana móður mína brjálaða á aðfangadag og jóladag. Ekki er það nú jólalegt.“
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira