Á Suðurskautinu á aðfangadag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2013 07:00 Söng- og leikkonan kleif Kilimanjaro á árinu. „Ég þurfti að taka fimm flug til að komast á Suðurskautið. Þegar ég lenti í Punta Arenas í Síle eftir þrjátíu tíma ferðalag var farangurinn minn og búnaður á einhverju allt öðru ferðalagi. En hann skilaði sér og ég er búin að vera í undirbúningi síðustu tvo daga fyrir gönguna,“ segir leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún heldur til Suðurskautsins í dag til að ganga á Vinson Massif, hæsta tindinn á Suðurskautinu. „Þetta verður þriðji tindurinn af tindunum sjö, þeim hæstu í hverri heimsálfu, sem ég geng á á einu ári. Ég er bæði búin að ná toppnum á Aconcagua og Kilimanjaro,“ segir Halla. Pólfarinn Vilborg Arna Gissuradóttir er líka á Suðurskautinu en óvíst hvort stöllurnar tvær hittist.Halla fagnaði með stæl þegar hún komst á topp Aconcagua.„Ég las í fréttum að önnur íslensk stelpa yrði á sama tíma og ég á Suðurskautinu. Þvílík tilviljun,“ segir Halla. Hún hefur gert ýmislegt til að undirbúa sig fyrir þrekraunirnar á árinu. „Undirbúningurinn fer eftir hinum mismunandi kröfum sem hver tindur gerir. Ég hef farið og æft og gist í Snowdonia í Wales til að prófa búnað, hef farið í klettaklifur innandyra, jöklaþjálfun í Ölpunum og jóga. Það getur verið að ég klári tindana fyrst ég er nánast hálfnuð en ég tek hverju verkefni fyrir sig sem eitt skref í einu og reyni að njóta hvers þrekraunaævintýris fyrir sig,“ segir Halla sem er búsett í London. Hún er hrifin af hvers kyns jaðaríþróttum og vekur mikla athygli í London.Halla komst á topp Kilimanjaro á árinu.„Ég er komin með fullt mótorhjólapróf og keyri stór hjól um alla London til og frá vinnu, sem gengur svakavel. Fólk heldur reyndar yfirleitt að hjálmurinn sé últranýtískulegt veski þegar ég geng inn því ég lít ekki beint út eins og hinn hefðbundni „biker“,“ segir Halla glöð í bragði, tilbúin fyrir Suðurskautið. En hvernig verða jólin hjá þessari duglegu leik- og söngkonu?Halla spáir og spekúlerar á Kilimanjaro.„Hvað segirðu, eru jól? Ja, ekki hjá mér. Ég verð í gaddfreðnu tjaldi uppi á fjalli á Suðurskautinu að gera hana móður mína brjálaða á aðfangadag og jóladag. Ekki er það nú jólalegt.“ Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
„Ég þurfti að taka fimm flug til að komast á Suðurskautið. Þegar ég lenti í Punta Arenas í Síle eftir þrjátíu tíma ferðalag var farangurinn minn og búnaður á einhverju allt öðru ferðalagi. En hann skilaði sér og ég er búin að vera í undirbúningi síðustu tvo daga fyrir gönguna,“ segir leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún heldur til Suðurskautsins í dag til að ganga á Vinson Massif, hæsta tindinn á Suðurskautinu. „Þetta verður þriðji tindurinn af tindunum sjö, þeim hæstu í hverri heimsálfu, sem ég geng á á einu ári. Ég er bæði búin að ná toppnum á Aconcagua og Kilimanjaro,“ segir Halla. Pólfarinn Vilborg Arna Gissuradóttir er líka á Suðurskautinu en óvíst hvort stöllurnar tvær hittist.Halla fagnaði með stæl þegar hún komst á topp Aconcagua.„Ég las í fréttum að önnur íslensk stelpa yrði á sama tíma og ég á Suðurskautinu. Þvílík tilviljun,“ segir Halla. Hún hefur gert ýmislegt til að undirbúa sig fyrir þrekraunirnar á árinu. „Undirbúningurinn fer eftir hinum mismunandi kröfum sem hver tindur gerir. Ég hef farið og æft og gist í Snowdonia í Wales til að prófa búnað, hef farið í klettaklifur innandyra, jöklaþjálfun í Ölpunum og jóga. Það getur verið að ég klári tindana fyrst ég er nánast hálfnuð en ég tek hverju verkefni fyrir sig sem eitt skref í einu og reyni að njóta hvers þrekraunaævintýris fyrir sig,“ segir Halla sem er búsett í London. Hún er hrifin af hvers kyns jaðaríþróttum og vekur mikla athygli í London.Halla komst á topp Kilimanjaro á árinu.„Ég er komin með fullt mótorhjólapróf og keyri stór hjól um alla London til og frá vinnu, sem gengur svakavel. Fólk heldur reyndar yfirleitt að hjálmurinn sé últranýtískulegt veski þegar ég geng inn því ég lít ekki beint út eins og hinn hefðbundni „biker“,“ segir Halla glöð í bragði, tilbúin fyrir Suðurskautið. En hvernig verða jólin hjá þessari duglegu leik- og söngkonu?Halla spáir og spekúlerar á Kilimanjaro.„Hvað segirðu, eru jól? Ja, ekki hjá mér. Ég verð í gaddfreðnu tjaldi uppi á fjalli á Suðurskautinu að gera hana móður mína brjálaða á aðfangadag og jóladag. Ekki er það nú jólalegt.“
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira