Reynsluboltar í akstri á Suðurskautslandinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2013 07:00 Í Walking with the wounded-ferðinni voru 32 í hópnum með Íslendingunum fjórum, kvikmyndagerðarmönnum og læknum. Emil Grímsson leiðangursstjóri segir hópinn hafa verið ánægðan með ferðina. Mynd/artictrucks „Það hefur verið ótrúlega mikið um að vera hjá okkur þetta tímabilið. Það sem Arctic Trucks (AT) gerir þarna suður frá er að styðja við ýmis verkefni og að þessu sinni snúast öll verkefnin um fólk sem er að fara á suðurpólinn. Við erum t.d. með Walking with the wounded-verkefnið sem var að klárast í fyrradag og gekk ótrúlega vel,“ segir Guðmundur Guðjónsson, verkefnisstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks. Annað verkefni fyrirtækisins sem kláraðist nýverið snýr að mönnum frá Bandaríkjunum sem settu sér það markmið að keyra Toyota-bílum í öllum heimsálfunum sjö. Arctic Trucks hjálpaði þeim að skipuleggja ferðina og eftir að þeir komu í æfingaferð til Íslands keyptu þeir einn bíl og fyrirtækið lánaði þeim annan, auk bílstjóra og viðgerðarmanns. Þeir keyrðu um 6.000 kílómetra á 13 dögum, þvert yfir Suðurskautslandið og til baka. Þegar best gekk náðu þeir að fara 800 km á einum sólarhring og notaði hvor bíll um sig 2.800 lítra af olíu. Nokkur heimsmet féllu í þessum leiðangri. „Það er alveg sama hvað maður skoðar í þessum leiðangri, það er allt heimsmet. Það hefur aldrei verið farið á svona skömmum tíma fram og til baka yfir skautið og eins eiga þeir stysta tímann frá ströndu á pólinn. Þeir fóru á pólinn á undir 30 tímum frá Ross-íshellunni.“ Tveir leiðangrar eru enn í gangi, annar snýr að manni sem mun reyna að setja hraðamet í að ferðast á suðurpólinn á gönguskíðum og þá á innan við 22 dögum. Svo munu tveir bílar frá AT fylgja ungri konu á Ross-íshelluna á næstu dögum. Hún ætlar sér að setja heimsmet og hjóla frá ströndinni á pólinn. Sex bílar frá AT eru staðsettir á suðurskautinu allt árið um kring og eru látnir standa úti yfir veturinn. „Við reynum að staðsetja á stöðum þar sem blæs af þeim og þar eru þeir bundnir niður svo þeir fjúki ekki. Við lokum svo fyrir öll göt þar sem snjór gæti hugsanlega smogið inn. Það er alveg ótrúlegt að stundum erum við ekki nema um klukkutíma að ná bílunum í gang.“ Fyrir þetta ár var samanlögð reynsla Arctic Trucks á suðurskautinu 47 mánuðir. „Tveir af strákunum fóru núna í fimmta skipti, en það eru mjög fáir sem hafa komið svo oft þangað. Þeir hafa ferðast þvers og kruss um og við erum komnir með ótrúlega mikla reynslu.“ Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
„Það hefur verið ótrúlega mikið um að vera hjá okkur þetta tímabilið. Það sem Arctic Trucks (AT) gerir þarna suður frá er að styðja við ýmis verkefni og að þessu sinni snúast öll verkefnin um fólk sem er að fara á suðurpólinn. Við erum t.d. með Walking with the wounded-verkefnið sem var að klárast í fyrradag og gekk ótrúlega vel,“ segir Guðmundur Guðjónsson, verkefnisstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks. Annað verkefni fyrirtækisins sem kláraðist nýverið snýr að mönnum frá Bandaríkjunum sem settu sér það markmið að keyra Toyota-bílum í öllum heimsálfunum sjö. Arctic Trucks hjálpaði þeim að skipuleggja ferðina og eftir að þeir komu í æfingaferð til Íslands keyptu þeir einn bíl og fyrirtækið lánaði þeim annan, auk bílstjóra og viðgerðarmanns. Þeir keyrðu um 6.000 kílómetra á 13 dögum, þvert yfir Suðurskautslandið og til baka. Þegar best gekk náðu þeir að fara 800 km á einum sólarhring og notaði hvor bíll um sig 2.800 lítra af olíu. Nokkur heimsmet féllu í þessum leiðangri. „Það er alveg sama hvað maður skoðar í þessum leiðangri, það er allt heimsmet. Það hefur aldrei verið farið á svona skömmum tíma fram og til baka yfir skautið og eins eiga þeir stysta tímann frá ströndu á pólinn. Þeir fóru á pólinn á undir 30 tímum frá Ross-íshellunni.“ Tveir leiðangrar eru enn í gangi, annar snýr að manni sem mun reyna að setja hraðamet í að ferðast á suðurpólinn á gönguskíðum og þá á innan við 22 dögum. Svo munu tveir bílar frá AT fylgja ungri konu á Ross-íshelluna á næstu dögum. Hún ætlar sér að setja heimsmet og hjóla frá ströndinni á pólinn. Sex bílar frá AT eru staðsettir á suðurskautinu allt árið um kring og eru látnir standa úti yfir veturinn. „Við reynum að staðsetja á stöðum þar sem blæs af þeim og þar eru þeir bundnir niður svo þeir fjúki ekki. Við lokum svo fyrir öll göt þar sem snjór gæti hugsanlega smogið inn. Það er alveg ótrúlegt að stundum erum við ekki nema um klukkutíma að ná bílunum í gang.“ Fyrir þetta ár var samanlögð reynsla Arctic Trucks á suðurskautinu 47 mánuðir. „Tveir af strákunum fóru núna í fimmta skipti, en það eru mjög fáir sem hafa komið svo oft þangað. Þeir hafa ferðast þvers og kruss um og við erum komnir með ótrúlega mikla reynslu.“
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira