Skálmöld og Sinfónían saman á sviði Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. nóvember 2013 07:00 Hér sjáum við Skálmöld koma fram á tónleikum á Litla hrauni. fréttablaðið/vilhelm „Fyrsta æfingin með Sinfóníunni var í gær og það gekk rosalega vel,“ segir Baldur Ragnarsson einn af þremur gítarleikurum Skálmaldar en þeir koma fram á þrennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það er ekki á hverjum degi sem að hin virta Sinfóníuhljómsveit Íslands stígur á svið með rokkhljómsveit en það gerist þó á næstu dögum. Sinfónían kemur fram með rokkhljómsveitinni Skálmöld á þrennum tónleikum í Eldborgarsalnum í Hörpu. Skálmöld hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikla tónlist og líflega sviðsframkomu.Þá hafa kjarnmiklir textar hljómsveitarinnar átt sinn þátt í að skapa henni breiðan aðdáendahóp.Mynd tekin í Eldborgarsalnum í Hörpu þegar verið er að gera allt klárt.Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur á undanförnum árum boðið hljómsveitum og listamönnum úr ólíkum áttum til samstarfs við sig. Margir eftirminnilegir tónleikar hafa orðið til úr slíku samstarfi. Uppselt er á tónleikana á fimmtudag og föstudag en þó eru enn til miðar á tónleikana á laugardaginn. Tónlist Skálmaldar er eins og flestir vita þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður því forvitnilegt að sjá þessar tvær ólíku en kraftmiklu hljómsveitir sameinast á sviði. „Við lofum rosalegum tónleikum. Við munum flytja efni sem við höfum aldrei flutt áður á tónleikum,“ bætir Baldur við. Á efnisskránni verður meðal annars tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson sér um útsetningar á málmkenndu tónunum fyrir Sinfónínuna. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is. Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Cillian mærir Kiljan Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira
„Fyrsta æfingin með Sinfóníunni var í gær og það gekk rosalega vel,“ segir Baldur Ragnarsson einn af þremur gítarleikurum Skálmaldar en þeir koma fram á þrennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það er ekki á hverjum degi sem að hin virta Sinfóníuhljómsveit Íslands stígur á svið með rokkhljómsveit en það gerist þó á næstu dögum. Sinfónían kemur fram með rokkhljómsveitinni Skálmöld á þrennum tónleikum í Eldborgarsalnum í Hörpu. Skálmöld hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikla tónlist og líflega sviðsframkomu.Þá hafa kjarnmiklir textar hljómsveitarinnar átt sinn þátt í að skapa henni breiðan aðdáendahóp.Mynd tekin í Eldborgarsalnum í Hörpu þegar verið er að gera allt klárt.Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur á undanförnum árum boðið hljómsveitum og listamönnum úr ólíkum áttum til samstarfs við sig. Margir eftirminnilegir tónleikar hafa orðið til úr slíku samstarfi. Uppselt er á tónleikana á fimmtudag og föstudag en þó eru enn til miðar á tónleikana á laugardaginn. Tónlist Skálmaldar er eins og flestir vita þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður því forvitnilegt að sjá þessar tvær ólíku en kraftmiklu hljómsveitir sameinast á sviði. „Við lofum rosalegum tónleikum. Við munum flytja efni sem við höfum aldrei flutt áður á tónleikum,“ bætir Baldur við. Á efnisskránni verður meðal annars tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson sér um útsetningar á málmkenndu tónunum fyrir Sinfónínuna. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is.
Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Cillian mærir Kiljan Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira