Innlent

Fjórir menn frá Strawberries í áframhaldandi varðhald

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Strawberries Starfsmenn kampavínsklúbbsins í gæsluvarðhaldi. 
Mynd/Stefán Karlsson
Strawberries Starfsmenn kampavínsklúbbsins í gæsluvarðhaldi. Mynd/Stefán Karlsson
Fjórir karlmenn, forsvarsmaður og þrír starfsmenn kampavínsklúbbsins Strawberries, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald af kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til 8. nóvember vegna gruns um sölu og milligöngu um vændi.

Fimm voru handteknir á staðnum um síðustu helgi. Í kjölfarið var staðnum lokað og nokkrum dögum síðar var einn til viðbótar handtekinn í þágu rannsóknarinnar.

Alls hafa sex menn verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við málið, en tveir þeirra eru nú lausir úr haldi lögreglu.


Tengdar fréttir

Verjandi segir vændi ekki stundað á Strawberries

Lögmaður eiganda kampavísins-klúbbsins Strawberries segir það vera af og frá að staðurinn og starfsmenn hans haft milligöngu um vændi eða hagnast af slíkri starsfemi. Á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.