Fjölmörg börn í Eyjum ekki bólusett Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2013 07:00 Þátttaka í bólusetningum er að mestu leyti ásættanleg nema hvað varðar bólusetningar við tólf mánaða og fjögurra ára aldur. Nordicphotos/Getty Í skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum árið 2012 frá sóttvarnalækni kemur fram að þátttakan er misjöfn eftir bóluefnum og eins eftir landsvæðum. Þátttakan er varhugaverð hvað varðar bólusetningar við tólf mánaða og fjögurra ára aldur. Í Vestmannaeyjum eru til að mynda eingöngu 75 prósent fjögurra ára barna bólusett samkvæmt skýrslunni. Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segist ekki kannast við að foreldrar hafni bólusetningu. „Mín reynsla er sú að þeir sem mæta í skoðun láti bólusetja börnin. Ég man eftir einu tilfelli þar sem bólusetningu var hafnað.“ Guðný segist bíða eftir nafnalista til að finna útskýringar á þessari tölu en af fyrri reynslu skýrist þetta væntanlega af flutningum og að bólusetning hafi ekki verið skráð í tölvukerfið.Samkvæmt skýrslunni er hlutfall eins árs barna sem ekki hafa verið bólusett hæst á Suðurlandi og Suðurnesjum eða 19 prósent. Hlutfall fjögurra ára barna sem ekki hafa verið bólusett er hæst í Vestmannaeyjum eða 25 prósent og á Suðurlandi og Suðurnesjum þar sem 23 prósent barna hafa ekki verið bólusett. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að nýr bólusetningargrunnur veiti einstakt tækifæri til að rannsaka ástæður vanbólusetningar. Það taki þó smá tíma að vinna úr niðurstöðunum. „Næsta verkefni er að senda nafnalista á heilsugæslurnar og rannsaka í samstarfi við þær hvort foreldrar séu í auknum mæli að hafna bólusetningu, hvort um misskráningu sé að ræða eða til dæmis boðuð forföll og foreldrar gleymi svo að mæta seinna,“ segir Þórólfur. Eiríkur Gunnarsson og kona hans eiga fjögur börn og hafa yngstu börnin ekki farið í hefðbundnar bólusetningar. „Fyrir okkur fjallar þetta um traust til þess sem er ætlað að gerast. Inn í þetta fléttast ákveðin trú eða lífssýn um að það séu ákveðnar hindranir í lífinu sem maður fær ekki umflúið. Ef maður fær ekki þessa sjúkdóma þá fær maður eitthvað annað. Bólusetningar eru að mínu mati ákveðin móðursýki og inngrip í líkamann sem fyrir svona ung börn er alltof mikið og hreinlega áhættusamt. Við notuðum heilbrigða skynsemi og mátum hverjar áhætturnar væru með hvoru tveggja, því það er margt sem bendir til að það sé áhættusamt að bólusetja, og mátum það sem svo að bólusetningar væru meiri áhætta en að sleppa þeim,“ segir Eiríkur. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Í skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum árið 2012 frá sóttvarnalækni kemur fram að þátttakan er misjöfn eftir bóluefnum og eins eftir landsvæðum. Þátttakan er varhugaverð hvað varðar bólusetningar við tólf mánaða og fjögurra ára aldur. Í Vestmannaeyjum eru til að mynda eingöngu 75 prósent fjögurra ára barna bólusett samkvæmt skýrslunni. Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segist ekki kannast við að foreldrar hafni bólusetningu. „Mín reynsla er sú að þeir sem mæta í skoðun láti bólusetja börnin. Ég man eftir einu tilfelli þar sem bólusetningu var hafnað.“ Guðný segist bíða eftir nafnalista til að finna útskýringar á þessari tölu en af fyrri reynslu skýrist þetta væntanlega af flutningum og að bólusetning hafi ekki verið skráð í tölvukerfið.Samkvæmt skýrslunni er hlutfall eins árs barna sem ekki hafa verið bólusett hæst á Suðurlandi og Suðurnesjum eða 19 prósent. Hlutfall fjögurra ára barna sem ekki hafa verið bólusett er hæst í Vestmannaeyjum eða 25 prósent og á Suðurlandi og Suðurnesjum þar sem 23 prósent barna hafa ekki verið bólusett. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að nýr bólusetningargrunnur veiti einstakt tækifæri til að rannsaka ástæður vanbólusetningar. Það taki þó smá tíma að vinna úr niðurstöðunum. „Næsta verkefni er að senda nafnalista á heilsugæslurnar og rannsaka í samstarfi við þær hvort foreldrar séu í auknum mæli að hafna bólusetningu, hvort um misskráningu sé að ræða eða til dæmis boðuð forföll og foreldrar gleymi svo að mæta seinna,“ segir Þórólfur. Eiríkur Gunnarsson og kona hans eiga fjögur börn og hafa yngstu börnin ekki farið í hefðbundnar bólusetningar. „Fyrir okkur fjallar þetta um traust til þess sem er ætlað að gerast. Inn í þetta fléttast ákveðin trú eða lífssýn um að það séu ákveðnar hindranir í lífinu sem maður fær ekki umflúið. Ef maður fær ekki þessa sjúkdóma þá fær maður eitthvað annað. Bólusetningar eru að mínu mati ákveðin móðursýki og inngrip í líkamann sem fyrir svona ung börn er alltof mikið og hreinlega áhættusamt. Við notuðum heilbrigða skynsemi og mátum hverjar áhætturnar væru með hvoru tveggja, því það er margt sem bendir til að það sé áhættusamt að bólusetja, og mátum það sem svo að bólusetningar væru meiri áhætta en að sleppa þeim,“ segir Eiríkur.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira