Fagnar þjálfaraskiptunum Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2013 07:56 Skúli Jón Friðgeirsson var að gefast upp á Jörgen Lennartsson sem var ekki búinn að leyfa honum að spila neitt í ár. NordicPhotos/Getty Skúli Jón Friðgeirsson gekk í raðir sænska knattspyrnuliðsins Elfsborg vorið 2012 og varð hann strax sænskur meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Núverandi tímabil hefur í raun verið martröð fyrir leikmanninn sem hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með liðinu og verið út í kuldanum en Jörgen Lennartsson hefur ekki haft mikla trú á leikmanninum. Lennartsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins og spurning hvort Skúli Jón fái nýtt tækifæri hjá Elfsborg.Eins manns dauði er annars brauð „Eins manns dauði er annars manns brauð á kannski vel við fyrir mig í dag,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson. „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar menn eru látnir fara, þetta var fínn karl en fyrir mig fótboltalega var þetta það besta sem gat gerst. Ég hef ekki spilað eina einustu mínútu í deildinni á tímabilinu.“ Elfsborg er í sjötta sæti deildarinnar og getur með engu móti varið titilinn í ár. Skúli Jón gerði upphaflega fjögurra ára samning við sænska liðið en það er spurning hvort hann verði áfram hjá liðinu. „Ég meiddist nokkuð illa á mínu fyrsta tímabili og var í burtu stóran hluta. Eftir að ég kem til baka úr meiðslunum átti ég í raun aldrei séns á að komast í liðið. Þjálfarinn gaf mér aldrei tækifærið og mér fannst alltaf eins og hann væri bara búinn að ákveða að nota mig ekki.“ Skúli Jón hefur samt sem áður ekki enn farið frá liðinu og alltaf haldið í vonina. Hann var samt sem áður, þar til í gær, á leiðinni frá Elfsborg.Þekki Klas Ingesson ekki mikið „Ég vonaðist til þess að komast í byrjunarliðið í upphafi tímabilsins og ákvað að gefa þessu séns en síðan þegar leið á sást að ég var ekkert að fara að spila. Ef þú hefðir spurt mig í gær hvort ég myndi vera áfram hjá liðinu þá hefði svar mitt verið skýrt, ég ætlaði mér að fara. Staðan er allt í einu orðin allt önnur og ég verð núna að skoða mín mál vel.“ Klas Ingesson, fyrrum landsliðsmaður og unglingaþjálfari hjá félaginu, stýrir liðinu út leiktíðina en aðeins eru fjórar umferðir eftir. Ingesson vann brons með Svíum á HM 1994. „Ég þekki hann ekki mikið, hann hefur mikið verið að vinna með unglingaliðinu. Það er samt sem áður ljóst að hann mun ekki stýra liðinu á næsta tímabili þar sem hann hefur ekki nægilega mikla þjálfaramenntun og því verð ég bara að bíða og sjá hvað gerist.“ Skúli Jón kom til Svíþjóðar frá KR þar sem hann er alinn upp en hann varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili sínu í Vesturbænum. „Það er ekki á dagskránni hjá mér að koma heim, en ef ég tek ákvörðun um að vera ekki lengur hjá Elfsborg og ekkert annað spennandi kemur upp getur það vel komið til að maður komi heim. Þá kemur auðvitað bara eitt lið til greina og það er KR.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Skúli Jón Friðgeirsson gekk í raðir sænska knattspyrnuliðsins Elfsborg vorið 2012 og varð hann strax sænskur meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Núverandi tímabil hefur í raun verið martröð fyrir leikmanninn sem hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með liðinu og verið út í kuldanum en Jörgen Lennartsson hefur ekki haft mikla trú á leikmanninum. Lennartsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins og spurning hvort Skúli Jón fái nýtt tækifæri hjá Elfsborg.Eins manns dauði er annars brauð „Eins manns dauði er annars manns brauð á kannski vel við fyrir mig í dag,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson. „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar menn eru látnir fara, þetta var fínn karl en fyrir mig fótboltalega var þetta það besta sem gat gerst. Ég hef ekki spilað eina einustu mínútu í deildinni á tímabilinu.“ Elfsborg er í sjötta sæti deildarinnar og getur með engu móti varið titilinn í ár. Skúli Jón gerði upphaflega fjögurra ára samning við sænska liðið en það er spurning hvort hann verði áfram hjá liðinu. „Ég meiddist nokkuð illa á mínu fyrsta tímabili og var í burtu stóran hluta. Eftir að ég kem til baka úr meiðslunum átti ég í raun aldrei séns á að komast í liðið. Þjálfarinn gaf mér aldrei tækifærið og mér fannst alltaf eins og hann væri bara búinn að ákveða að nota mig ekki.“ Skúli Jón hefur samt sem áður ekki enn farið frá liðinu og alltaf haldið í vonina. Hann var samt sem áður, þar til í gær, á leiðinni frá Elfsborg.Þekki Klas Ingesson ekki mikið „Ég vonaðist til þess að komast í byrjunarliðið í upphafi tímabilsins og ákvað að gefa þessu séns en síðan þegar leið á sást að ég var ekkert að fara að spila. Ef þú hefðir spurt mig í gær hvort ég myndi vera áfram hjá liðinu þá hefði svar mitt verið skýrt, ég ætlaði mér að fara. Staðan er allt í einu orðin allt önnur og ég verð núna að skoða mín mál vel.“ Klas Ingesson, fyrrum landsliðsmaður og unglingaþjálfari hjá félaginu, stýrir liðinu út leiktíðina en aðeins eru fjórar umferðir eftir. Ingesson vann brons með Svíum á HM 1994. „Ég þekki hann ekki mikið, hann hefur mikið verið að vinna með unglingaliðinu. Það er samt sem áður ljóst að hann mun ekki stýra liðinu á næsta tímabili þar sem hann hefur ekki nægilega mikla þjálfaramenntun og því verð ég bara að bíða og sjá hvað gerist.“ Skúli Jón kom til Svíþjóðar frá KR þar sem hann er alinn upp en hann varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili sínu í Vesturbænum. „Það er ekki á dagskránni hjá mér að koma heim, en ef ég tek ákvörðun um að vera ekki lengur hjá Elfsborg og ekkert annað spennandi kemur upp getur það vel komið til að maður komi heim. Þá kemur auðvitað bara eitt lið til greina og það er KR.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira