Markmið eru fögur 1. október 2013 07:00 Vilborg Arna Gissurardóttir ætlar að synda og klifra í meistaramánuðinum. Mynd/Pálína Ósk Hraundal Ég var að skrá mig!“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, ævintýrakona og pólfari, glaðlega þegar blaðamaður nær í skottið á henni úti í Noregi. Vilborg er í afar góðu formi en segist lengi hafa langað til að verða betri hlaupari en ekki haft tíma til að sinna því. „Ég hef tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni og var að hlaupa hálfmaraþon í Ósló án þess þó að hafa æft mig mikið,“ segir Vilborg. Hún hefur það að markmiði í meistaramánuðinum að hlaupa þrisvar í viku. „Núna veit ég að ég kemst vegalengdirnar en langar að bæta tæknina og reyna mig við tímamörk,“ segir hún en hlaupin eru fjarri því að vera eina markmið hennar í október. „Annað markmið er að klifra í Klifurhúsinu tvisvar í viku,“ upplýsir hún, en eftir mánuð ætlar Vilborg að klífa hæsta tind Eyjaálfu í Indónesíu en það er hluti af langtímamarkmiði hennar að fara á hæsta fjallstind í hverri heimsálfu. „Ef allt gengur upp klára ég tindana sjö á Everest í maí.“ Vilborg hefur góða reynslu af því að setja sér markmið. „Lengi framan af áttaði ég mig ekki á mikilvægi markmiðasetningar en síðan fattaði fegurðina í því að setja sér markmið,“ segir Vilborg. Hún telur það afar stefnumótandi fyrir það sem fólk langar til að gera. „Maður upplifir sigurtilfinningu við að ná einhverjum tilteknum endapunkti,“ segir Vilborg og tekur fram að stór og yfirþyrmandi markmið þurfi ekki að virðast óyfirstíganleg. „Maður verður að brjóta þau niður í smærri markmið þannig að maður hafi alltaf viðráðanlegt markmið í augsýn,“ segir hún. Mikilvægt sé síðan að fagna hverjum sigri. Hún segir ekki slæmt að gera mistök. „Við gerum öll mistök en í raun eru þau ekki mistök nema maður læri ekki af þeim. Maður má ekki refsa sér svo mikið að maður hætti heldur halda áfram og finna hvernig maður getur gert betur næst.“ Vilborg segir markmiðasetningu algert töfratæki fyrir sig. „Fyrir vikið verð ég mjög einbeitt í því sem ég er að gera og forgangsraða betur. Ég þrái markmiðin svo heitt að ég læt lítið freistast.“ Meistaramánuður Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Ég var að skrá mig!“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, ævintýrakona og pólfari, glaðlega þegar blaðamaður nær í skottið á henni úti í Noregi. Vilborg er í afar góðu formi en segist lengi hafa langað til að verða betri hlaupari en ekki haft tíma til að sinna því. „Ég hef tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni og var að hlaupa hálfmaraþon í Ósló án þess þó að hafa æft mig mikið,“ segir Vilborg. Hún hefur það að markmiði í meistaramánuðinum að hlaupa þrisvar í viku. „Núna veit ég að ég kemst vegalengdirnar en langar að bæta tæknina og reyna mig við tímamörk,“ segir hún en hlaupin eru fjarri því að vera eina markmið hennar í október. „Annað markmið er að klifra í Klifurhúsinu tvisvar í viku,“ upplýsir hún, en eftir mánuð ætlar Vilborg að klífa hæsta tind Eyjaálfu í Indónesíu en það er hluti af langtímamarkmiði hennar að fara á hæsta fjallstind í hverri heimsálfu. „Ef allt gengur upp klára ég tindana sjö á Everest í maí.“ Vilborg hefur góða reynslu af því að setja sér markmið. „Lengi framan af áttaði ég mig ekki á mikilvægi markmiðasetningar en síðan fattaði fegurðina í því að setja sér markmið,“ segir Vilborg. Hún telur það afar stefnumótandi fyrir það sem fólk langar til að gera. „Maður upplifir sigurtilfinningu við að ná einhverjum tilteknum endapunkti,“ segir Vilborg og tekur fram að stór og yfirþyrmandi markmið þurfi ekki að virðast óyfirstíganleg. „Maður verður að brjóta þau niður í smærri markmið þannig að maður hafi alltaf viðráðanlegt markmið í augsýn,“ segir hún. Mikilvægt sé síðan að fagna hverjum sigri. Hún segir ekki slæmt að gera mistök. „Við gerum öll mistök en í raun eru þau ekki mistök nema maður læri ekki af þeim. Maður má ekki refsa sér svo mikið að maður hætti heldur halda áfram og finna hvernig maður getur gert betur næst.“ Vilborg segir markmiðasetningu algert töfratæki fyrir sig. „Fyrir vikið verð ég mjög einbeitt í því sem ég er að gera og forgangsraða betur. Ég þrái markmiðin svo heitt að ég læt lítið freistast.“
Meistaramánuður Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög