Markmið eru fögur 1. október 2013 07:00 Vilborg Arna Gissurardóttir ætlar að synda og klifra í meistaramánuðinum. Mynd/Pálína Ósk Hraundal Ég var að skrá mig!“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, ævintýrakona og pólfari, glaðlega þegar blaðamaður nær í skottið á henni úti í Noregi. Vilborg er í afar góðu formi en segist lengi hafa langað til að verða betri hlaupari en ekki haft tíma til að sinna því. „Ég hef tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni og var að hlaupa hálfmaraþon í Ósló án þess þó að hafa æft mig mikið,“ segir Vilborg. Hún hefur það að markmiði í meistaramánuðinum að hlaupa þrisvar í viku. „Núna veit ég að ég kemst vegalengdirnar en langar að bæta tæknina og reyna mig við tímamörk,“ segir hún en hlaupin eru fjarri því að vera eina markmið hennar í október. „Annað markmið er að klifra í Klifurhúsinu tvisvar í viku,“ upplýsir hún, en eftir mánuð ætlar Vilborg að klífa hæsta tind Eyjaálfu í Indónesíu en það er hluti af langtímamarkmiði hennar að fara á hæsta fjallstind í hverri heimsálfu. „Ef allt gengur upp klára ég tindana sjö á Everest í maí.“ Vilborg hefur góða reynslu af því að setja sér markmið. „Lengi framan af áttaði ég mig ekki á mikilvægi markmiðasetningar en síðan fattaði fegurðina í því að setja sér markmið,“ segir Vilborg. Hún telur það afar stefnumótandi fyrir það sem fólk langar til að gera. „Maður upplifir sigurtilfinningu við að ná einhverjum tilteknum endapunkti,“ segir Vilborg og tekur fram að stór og yfirþyrmandi markmið þurfi ekki að virðast óyfirstíganleg. „Maður verður að brjóta þau niður í smærri markmið þannig að maður hafi alltaf viðráðanlegt markmið í augsýn,“ segir hún. Mikilvægt sé síðan að fagna hverjum sigri. Hún segir ekki slæmt að gera mistök. „Við gerum öll mistök en í raun eru þau ekki mistök nema maður læri ekki af þeim. Maður má ekki refsa sér svo mikið að maður hætti heldur halda áfram og finna hvernig maður getur gert betur næst.“ Vilborg segir markmiðasetningu algert töfratæki fyrir sig. „Fyrir vikið verð ég mjög einbeitt í því sem ég er að gera og forgangsraða betur. Ég þrái markmiðin svo heitt að ég læt lítið freistast.“ Meistaramánuður Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Ég var að skrá mig!“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, ævintýrakona og pólfari, glaðlega þegar blaðamaður nær í skottið á henni úti í Noregi. Vilborg er í afar góðu formi en segist lengi hafa langað til að verða betri hlaupari en ekki haft tíma til að sinna því. „Ég hef tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni og var að hlaupa hálfmaraþon í Ósló án þess þó að hafa æft mig mikið,“ segir Vilborg. Hún hefur það að markmiði í meistaramánuðinum að hlaupa þrisvar í viku. „Núna veit ég að ég kemst vegalengdirnar en langar að bæta tæknina og reyna mig við tímamörk,“ segir hún en hlaupin eru fjarri því að vera eina markmið hennar í október. „Annað markmið er að klifra í Klifurhúsinu tvisvar í viku,“ upplýsir hún, en eftir mánuð ætlar Vilborg að klífa hæsta tind Eyjaálfu í Indónesíu en það er hluti af langtímamarkmiði hennar að fara á hæsta fjallstind í hverri heimsálfu. „Ef allt gengur upp klára ég tindana sjö á Everest í maí.“ Vilborg hefur góða reynslu af því að setja sér markmið. „Lengi framan af áttaði ég mig ekki á mikilvægi markmiðasetningar en síðan fattaði fegurðina í því að setja sér markmið,“ segir Vilborg. Hún telur það afar stefnumótandi fyrir það sem fólk langar til að gera. „Maður upplifir sigurtilfinningu við að ná einhverjum tilteknum endapunkti,“ segir Vilborg og tekur fram að stór og yfirþyrmandi markmið þurfi ekki að virðast óyfirstíganleg. „Maður verður að brjóta þau niður í smærri markmið þannig að maður hafi alltaf viðráðanlegt markmið í augsýn,“ segir hún. Mikilvægt sé síðan að fagna hverjum sigri. Hún segir ekki slæmt að gera mistök. „Við gerum öll mistök en í raun eru þau ekki mistök nema maður læri ekki af þeim. Maður má ekki refsa sér svo mikið að maður hætti heldur halda áfram og finna hvernig maður getur gert betur næst.“ Vilborg segir markmiðasetningu algert töfratæki fyrir sig. „Fyrir vikið verð ég mjög einbeitt í því sem ég er að gera og forgangsraða betur. Ég þrái markmiðin svo heitt að ég læt lítið freistast.“
Meistaramánuður Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira