130 glaðir birnir Sólveig Gísladóttir skrifar 4. september 2013 12:30 Góður hópur á Þingvöllum. Gestum hátíðarinnar Bears on Ice hefur fjölgað ár frá ári. Árið 2005 voru þeir 20 en í ár er von á um 130 björnum frá fjölmörgum löndum. Mynd/Bears on ice Bears on Ice-hátíðin er nú haldin í níunda sinn, en hún hefur verið haldin árlega á Íslandi frá árinu 2005. Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hennar frá upphafi. „Þetta byrjaði með því að breskir vinir mínir hringdu og spurðu hvort ekki væri góð hugmynd að koma til Íslands eina helgi og halda partí. Ég tók hugmyndina aðeins lengra og bjó þá til viðburðinn Bears on Ice, þriggja daga hátíð sem var sambland af skemmtun og skoðunarferðum,“ segir Frosti. Viðburðurinn hefur mælst mjög vel fyrir, enda sést það á fjölgun bjarnanna sem hingað koma. „Fyrsta árið slefaði fjöldinn í tuttugu manns. Í fyrra mættu um sjötíu en í ár verða birnirnir í kringum 130,“ upplýsir Frosti en tekur fram að ekkert kappsmál sé að búa til sem stærsta hátíð. „Þetta snýst meira um gæði en magn. Við viljum búa til afslappað og vinalegt umhverfi og andrúmsloft þar sem öllum líður vel.“ En hvað eru birnir? „Birnir hafa verið skilgreindir sem hommar sem eru yfir meðallagi í þyngd, oft loðnir og stundum skeggjaðir. Hins vegar snýst þetta ekki bara um útlit heldur mikið fremur hugarfar,“ útskýrir Frosti. „Bangsasenan gengur út á að allir eru velkomnir alveg óháð því hvernig þeir líta út, hvort þeir eru stórir, smáir, loðnir, feitir eða mjóir.“Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar frá upphafi. Mynd/GVAHátíðin hefur lítið verið auglýst en hróður hennar spurst út, mann frá manni, víða um lönd. Í ár koma gestir frá fjölmörgum löndum, meðal annars Kanada, Bandaríkjunum, Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum. „Þeir sem koma lengst að koma frá Ástralíu,“ segir Frosti. Birnirnir eru væntanlegir til landsins á morgun og hefst dagskráin með opnunarpartíi. „Á föstudaginn förum við Gullna hringinn og um kvöldið er partí. Bláa lónið verður heimsótt á laugardag og um kvöldið er strákaball,“ segir Frosti, en ferðinni lýkur með kveðjudögurði á sunnudeginum. Frosti segir mikinn vinskap myndast milli gesta hátíðarinnar. „Þetta er orðin ein stór fjölskylda og margir halda sambandi eftir að hátíðinni lýkur,“ segir hann og bætir við að sumir komi aftur og aftur. „Í ár eru einir þrír eða fjórir sem eru að koma í fjórða sinn,“ segir hann glaðlega. Gróðasjónarmið eru skipuleggjendum víðsfjarri. „Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Við höfum þó notað tækifærið í gegnum tíðina að styrkja starf Samtakanna ‘78 með einum eða öðrum hætti og í ár verður strákaballið á Harlem á laugardagskvöldinu styrktardansleikur fyrir Samtökin.“ Þeir sem vilja kynna sér nánar hátíðina Bears on Ice geta farið á síðurnar gayiceland og gayice. Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Sjá meira
Bears on Ice-hátíðin er nú haldin í níunda sinn, en hún hefur verið haldin árlega á Íslandi frá árinu 2005. Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hennar frá upphafi. „Þetta byrjaði með því að breskir vinir mínir hringdu og spurðu hvort ekki væri góð hugmynd að koma til Íslands eina helgi og halda partí. Ég tók hugmyndina aðeins lengra og bjó þá til viðburðinn Bears on Ice, þriggja daga hátíð sem var sambland af skemmtun og skoðunarferðum,“ segir Frosti. Viðburðurinn hefur mælst mjög vel fyrir, enda sést það á fjölgun bjarnanna sem hingað koma. „Fyrsta árið slefaði fjöldinn í tuttugu manns. Í fyrra mættu um sjötíu en í ár verða birnirnir í kringum 130,“ upplýsir Frosti en tekur fram að ekkert kappsmál sé að búa til sem stærsta hátíð. „Þetta snýst meira um gæði en magn. Við viljum búa til afslappað og vinalegt umhverfi og andrúmsloft þar sem öllum líður vel.“ En hvað eru birnir? „Birnir hafa verið skilgreindir sem hommar sem eru yfir meðallagi í þyngd, oft loðnir og stundum skeggjaðir. Hins vegar snýst þetta ekki bara um útlit heldur mikið fremur hugarfar,“ útskýrir Frosti. „Bangsasenan gengur út á að allir eru velkomnir alveg óháð því hvernig þeir líta út, hvort þeir eru stórir, smáir, loðnir, feitir eða mjóir.“Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar frá upphafi. Mynd/GVAHátíðin hefur lítið verið auglýst en hróður hennar spurst út, mann frá manni, víða um lönd. Í ár koma gestir frá fjölmörgum löndum, meðal annars Kanada, Bandaríkjunum, Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum. „Þeir sem koma lengst að koma frá Ástralíu,“ segir Frosti. Birnirnir eru væntanlegir til landsins á morgun og hefst dagskráin með opnunarpartíi. „Á föstudaginn förum við Gullna hringinn og um kvöldið er partí. Bláa lónið verður heimsótt á laugardag og um kvöldið er strákaball,“ segir Frosti, en ferðinni lýkur með kveðjudögurði á sunnudeginum. Frosti segir mikinn vinskap myndast milli gesta hátíðarinnar. „Þetta er orðin ein stór fjölskylda og margir halda sambandi eftir að hátíðinni lýkur,“ segir hann og bætir við að sumir komi aftur og aftur. „Í ár eru einir þrír eða fjórir sem eru að koma í fjórða sinn,“ segir hann glaðlega. Gróðasjónarmið eru skipuleggjendum víðsfjarri. „Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Við höfum þó notað tækifærið í gegnum tíðina að styrkja starf Samtakanna ‘78 með einum eða öðrum hætti og í ár verður strákaballið á Harlem á laugardagskvöldinu styrktardansleikur fyrir Samtökin.“ Þeir sem vilja kynna sér nánar hátíðina Bears on Ice geta farið á síðurnar gayiceland og gayice.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Sjá meira