130 glaðir birnir Sólveig Gísladóttir skrifar 4. september 2013 12:30 Góður hópur á Þingvöllum. Gestum hátíðarinnar Bears on Ice hefur fjölgað ár frá ári. Árið 2005 voru þeir 20 en í ár er von á um 130 björnum frá fjölmörgum löndum. Mynd/Bears on ice Bears on Ice-hátíðin er nú haldin í níunda sinn, en hún hefur verið haldin árlega á Íslandi frá árinu 2005. Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hennar frá upphafi. „Þetta byrjaði með því að breskir vinir mínir hringdu og spurðu hvort ekki væri góð hugmynd að koma til Íslands eina helgi og halda partí. Ég tók hugmyndina aðeins lengra og bjó þá til viðburðinn Bears on Ice, þriggja daga hátíð sem var sambland af skemmtun og skoðunarferðum,“ segir Frosti. Viðburðurinn hefur mælst mjög vel fyrir, enda sést það á fjölgun bjarnanna sem hingað koma. „Fyrsta árið slefaði fjöldinn í tuttugu manns. Í fyrra mættu um sjötíu en í ár verða birnirnir í kringum 130,“ upplýsir Frosti en tekur fram að ekkert kappsmál sé að búa til sem stærsta hátíð. „Þetta snýst meira um gæði en magn. Við viljum búa til afslappað og vinalegt umhverfi og andrúmsloft þar sem öllum líður vel.“ En hvað eru birnir? „Birnir hafa verið skilgreindir sem hommar sem eru yfir meðallagi í þyngd, oft loðnir og stundum skeggjaðir. Hins vegar snýst þetta ekki bara um útlit heldur mikið fremur hugarfar,“ útskýrir Frosti. „Bangsasenan gengur út á að allir eru velkomnir alveg óháð því hvernig þeir líta út, hvort þeir eru stórir, smáir, loðnir, feitir eða mjóir.“Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar frá upphafi. Mynd/GVAHátíðin hefur lítið verið auglýst en hróður hennar spurst út, mann frá manni, víða um lönd. Í ár koma gestir frá fjölmörgum löndum, meðal annars Kanada, Bandaríkjunum, Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum. „Þeir sem koma lengst að koma frá Ástralíu,“ segir Frosti. Birnirnir eru væntanlegir til landsins á morgun og hefst dagskráin með opnunarpartíi. „Á föstudaginn förum við Gullna hringinn og um kvöldið er partí. Bláa lónið verður heimsótt á laugardag og um kvöldið er strákaball,“ segir Frosti, en ferðinni lýkur með kveðjudögurði á sunnudeginum. Frosti segir mikinn vinskap myndast milli gesta hátíðarinnar. „Þetta er orðin ein stór fjölskylda og margir halda sambandi eftir að hátíðinni lýkur,“ segir hann og bætir við að sumir komi aftur og aftur. „Í ár eru einir þrír eða fjórir sem eru að koma í fjórða sinn,“ segir hann glaðlega. Gróðasjónarmið eru skipuleggjendum víðsfjarri. „Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Við höfum þó notað tækifærið í gegnum tíðina að styrkja starf Samtakanna ‘78 með einum eða öðrum hætti og í ár verður strákaballið á Harlem á laugardagskvöldinu styrktardansleikur fyrir Samtökin.“ Þeir sem vilja kynna sér nánar hátíðina Bears on Ice geta farið á síðurnar gayiceland og gayice. Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fárveik í París Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Bears on Ice-hátíðin er nú haldin í níunda sinn, en hún hefur verið haldin árlega á Íslandi frá árinu 2005. Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hennar frá upphafi. „Þetta byrjaði með því að breskir vinir mínir hringdu og spurðu hvort ekki væri góð hugmynd að koma til Íslands eina helgi og halda partí. Ég tók hugmyndina aðeins lengra og bjó þá til viðburðinn Bears on Ice, þriggja daga hátíð sem var sambland af skemmtun og skoðunarferðum,“ segir Frosti. Viðburðurinn hefur mælst mjög vel fyrir, enda sést það á fjölgun bjarnanna sem hingað koma. „Fyrsta árið slefaði fjöldinn í tuttugu manns. Í fyrra mættu um sjötíu en í ár verða birnirnir í kringum 130,“ upplýsir Frosti en tekur fram að ekkert kappsmál sé að búa til sem stærsta hátíð. „Þetta snýst meira um gæði en magn. Við viljum búa til afslappað og vinalegt umhverfi og andrúmsloft þar sem öllum líður vel.“ En hvað eru birnir? „Birnir hafa verið skilgreindir sem hommar sem eru yfir meðallagi í þyngd, oft loðnir og stundum skeggjaðir. Hins vegar snýst þetta ekki bara um útlit heldur mikið fremur hugarfar,“ útskýrir Frosti. „Bangsasenan gengur út á að allir eru velkomnir alveg óháð því hvernig þeir líta út, hvort þeir eru stórir, smáir, loðnir, feitir eða mjóir.“Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar frá upphafi. Mynd/GVAHátíðin hefur lítið verið auglýst en hróður hennar spurst út, mann frá manni, víða um lönd. Í ár koma gestir frá fjölmörgum löndum, meðal annars Kanada, Bandaríkjunum, Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum. „Þeir sem koma lengst að koma frá Ástralíu,“ segir Frosti. Birnirnir eru væntanlegir til landsins á morgun og hefst dagskráin með opnunarpartíi. „Á föstudaginn förum við Gullna hringinn og um kvöldið er partí. Bláa lónið verður heimsótt á laugardag og um kvöldið er strákaball,“ segir Frosti, en ferðinni lýkur með kveðjudögurði á sunnudeginum. Frosti segir mikinn vinskap myndast milli gesta hátíðarinnar. „Þetta er orðin ein stór fjölskylda og margir halda sambandi eftir að hátíðinni lýkur,“ segir hann og bætir við að sumir komi aftur og aftur. „Í ár eru einir þrír eða fjórir sem eru að koma í fjórða sinn,“ segir hann glaðlega. Gróðasjónarmið eru skipuleggjendum víðsfjarri. „Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Við höfum þó notað tækifærið í gegnum tíðina að styrkja starf Samtakanna ‘78 með einum eða öðrum hætti og í ár verður strákaballið á Harlem á laugardagskvöldinu styrktardansleikur fyrir Samtökin.“ Þeir sem vilja kynna sér nánar hátíðina Bears on Ice geta farið á síðurnar gayiceland og gayice.
Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fárveik í París Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira