Elskar að taka myndir og kaupa föt Ásgerður Ottesen skrifar 23. ágúst 2013 07:00 Guðrún Veiga Guðmundsdóttir heldur úti bloggsíðu þar sem hún fjallar um tísku, mat og annað skemmtilegt. „Ég byrjaði að blogga í fyrra. Mig sárvantaði stað til þess að tjá mig á og fá útrás fyrir sköpunargleðina,“ segir lífsstílsbloggarinn og móðirin Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, sem heldur úti vinsælli bloggsíðu sem heitir einfaldlega Guðrún Veiga. Guðrún býr á Reyðarfirði með sambýlismanni sínum og sex ára syni þeirra. Hún er heima flesta daga að skrifa mastersritgerð í mannfræði við Háskóla Íslands. „Mig var farið að sárvanta stað til þess tjá mig og það brýtur upp daginn að getað bloggað á milli þess að rembast við ritgerðina,“ segir hún. Bloggið hennar er fjölbreytt og þar má finna allt milli himins og jarðar, allt frá uppskriftum að góðum viskísleikjóum yfir í nýjustu fatakaup Guðrúnar. „Mér finnst svakalega gaman að dunda mér í eldhúsinu og ég er dugleg að birta myndir úr mataruppskriftum á blogginu mínu. Svo er ég algjör ebay-fíkill og það er gaman að geta deilt kaupunum mínum með öðrum.“ Aðspurð segir hún að meiri pressa sé á að blogga eftir að lesendum fór fjölgandi. „Ég verð oft pirruð ef ég sleppi úr degi, það er viss pressa á mér að bjóða lesendum mínum upp á nýtt efni reglulega. Sem betur fer finnst mér ótrúlega skemmtilegt að blogga, annars væri ég ekki að þessu. Kærastinn minn hefur að vísu núna stað til þess að fylgjast með öllu því sem ég kaupi, hann les færslurnar mínar reglulega. Það er kannski helsti ókosturinn við bloggið,“ segir Guðrún og skellihlær. Á síðunni er mikið lagt upp úr myndum en Guðrún tekur allar myndirnar sjálf. „Kærastinn minn gaf mér rándýra myndavél í fyrra og ég var alveg brjáluð út í hann yfir að að eyða svona miklum peningum. Ég verð að viðurkenna að þetta voru ein bestu kaup sem hann hefur gert. Ég fer ekkert án þess að hafa myndavélina með mér,“ segir Guðrún Veiga að lokum. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Ég byrjaði að blogga í fyrra. Mig sárvantaði stað til þess að tjá mig á og fá útrás fyrir sköpunargleðina,“ segir lífsstílsbloggarinn og móðirin Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, sem heldur úti vinsælli bloggsíðu sem heitir einfaldlega Guðrún Veiga. Guðrún býr á Reyðarfirði með sambýlismanni sínum og sex ára syni þeirra. Hún er heima flesta daga að skrifa mastersritgerð í mannfræði við Háskóla Íslands. „Mig var farið að sárvanta stað til þess tjá mig og það brýtur upp daginn að getað bloggað á milli þess að rembast við ritgerðina,“ segir hún. Bloggið hennar er fjölbreytt og þar má finna allt milli himins og jarðar, allt frá uppskriftum að góðum viskísleikjóum yfir í nýjustu fatakaup Guðrúnar. „Mér finnst svakalega gaman að dunda mér í eldhúsinu og ég er dugleg að birta myndir úr mataruppskriftum á blogginu mínu. Svo er ég algjör ebay-fíkill og það er gaman að geta deilt kaupunum mínum með öðrum.“ Aðspurð segir hún að meiri pressa sé á að blogga eftir að lesendum fór fjölgandi. „Ég verð oft pirruð ef ég sleppi úr degi, það er viss pressa á mér að bjóða lesendum mínum upp á nýtt efni reglulega. Sem betur fer finnst mér ótrúlega skemmtilegt að blogga, annars væri ég ekki að þessu. Kærastinn minn hefur að vísu núna stað til þess að fylgjast með öllu því sem ég kaupi, hann les færslurnar mínar reglulega. Það er kannski helsti ókosturinn við bloggið,“ segir Guðrún og skellihlær. Á síðunni er mikið lagt upp úr myndum en Guðrún tekur allar myndirnar sjálf. „Kærastinn minn gaf mér rándýra myndavél í fyrra og ég var alveg brjáluð út í hann yfir að að eyða svona miklum peningum. Ég verð að viðurkenna að þetta voru ein bestu kaup sem hann hefur gert. Ég fer ekkert án þess að hafa myndavélina með mér,“ segir Guðrún Veiga að lokum.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira