Elskar að taka myndir og kaupa föt Ásgerður Ottesen skrifar 23. ágúst 2013 07:00 Guðrún Veiga Guðmundsdóttir heldur úti bloggsíðu þar sem hún fjallar um tísku, mat og annað skemmtilegt. „Ég byrjaði að blogga í fyrra. Mig sárvantaði stað til þess að tjá mig á og fá útrás fyrir sköpunargleðina,“ segir lífsstílsbloggarinn og móðirin Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, sem heldur úti vinsælli bloggsíðu sem heitir einfaldlega Guðrún Veiga. Guðrún býr á Reyðarfirði með sambýlismanni sínum og sex ára syni þeirra. Hún er heima flesta daga að skrifa mastersritgerð í mannfræði við Háskóla Íslands. „Mig var farið að sárvanta stað til þess tjá mig og það brýtur upp daginn að getað bloggað á milli þess að rembast við ritgerðina,“ segir hún. Bloggið hennar er fjölbreytt og þar má finna allt milli himins og jarðar, allt frá uppskriftum að góðum viskísleikjóum yfir í nýjustu fatakaup Guðrúnar. „Mér finnst svakalega gaman að dunda mér í eldhúsinu og ég er dugleg að birta myndir úr mataruppskriftum á blogginu mínu. Svo er ég algjör ebay-fíkill og það er gaman að geta deilt kaupunum mínum með öðrum.“ Aðspurð segir hún að meiri pressa sé á að blogga eftir að lesendum fór fjölgandi. „Ég verð oft pirruð ef ég sleppi úr degi, það er viss pressa á mér að bjóða lesendum mínum upp á nýtt efni reglulega. Sem betur fer finnst mér ótrúlega skemmtilegt að blogga, annars væri ég ekki að þessu. Kærastinn minn hefur að vísu núna stað til þess að fylgjast með öllu því sem ég kaupi, hann les færslurnar mínar reglulega. Það er kannski helsti ókosturinn við bloggið,“ segir Guðrún og skellihlær. Á síðunni er mikið lagt upp úr myndum en Guðrún tekur allar myndirnar sjálf. „Kærastinn minn gaf mér rándýra myndavél í fyrra og ég var alveg brjáluð út í hann yfir að að eyða svona miklum peningum. Ég verð að viðurkenna að þetta voru ein bestu kaup sem hann hefur gert. Ég fer ekkert án þess að hafa myndavélina með mér,“ segir Guðrún Veiga að lokum. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
„Ég byrjaði að blogga í fyrra. Mig sárvantaði stað til þess að tjá mig á og fá útrás fyrir sköpunargleðina,“ segir lífsstílsbloggarinn og móðirin Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, sem heldur úti vinsælli bloggsíðu sem heitir einfaldlega Guðrún Veiga. Guðrún býr á Reyðarfirði með sambýlismanni sínum og sex ára syni þeirra. Hún er heima flesta daga að skrifa mastersritgerð í mannfræði við Háskóla Íslands. „Mig var farið að sárvanta stað til þess tjá mig og það brýtur upp daginn að getað bloggað á milli þess að rembast við ritgerðina,“ segir hún. Bloggið hennar er fjölbreytt og þar má finna allt milli himins og jarðar, allt frá uppskriftum að góðum viskísleikjóum yfir í nýjustu fatakaup Guðrúnar. „Mér finnst svakalega gaman að dunda mér í eldhúsinu og ég er dugleg að birta myndir úr mataruppskriftum á blogginu mínu. Svo er ég algjör ebay-fíkill og það er gaman að geta deilt kaupunum mínum með öðrum.“ Aðspurð segir hún að meiri pressa sé á að blogga eftir að lesendum fór fjölgandi. „Ég verð oft pirruð ef ég sleppi úr degi, það er viss pressa á mér að bjóða lesendum mínum upp á nýtt efni reglulega. Sem betur fer finnst mér ótrúlega skemmtilegt að blogga, annars væri ég ekki að þessu. Kærastinn minn hefur að vísu núna stað til þess að fylgjast með öllu því sem ég kaupi, hann les færslurnar mínar reglulega. Það er kannski helsti ókosturinn við bloggið,“ segir Guðrún og skellihlær. Á síðunni er mikið lagt upp úr myndum en Guðrún tekur allar myndirnar sjálf. „Kærastinn minn gaf mér rándýra myndavél í fyrra og ég var alveg brjáluð út í hann yfir að að eyða svona miklum peningum. Ég verð að viðurkenna að þetta voru ein bestu kaup sem hann hefur gert. Ég fer ekkert án þess að hafa myndavélina með mér,“ segir Guðrún Veiga að lokum.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira