Þjóðkirkjuprestar á bak við Hátíð vonar 9. ágúst 2013 21:27 María Ágústsdóttir Tveir prestar í Þjóðkirkjunni taka þátt í að bjóða hinum umdeilda Franklin Graham á Hátíð vonar. Graham verður aðalræðumaður hátíðarinnar en hann er þekktur fyrir umdeildar skoðanir sínar á samkynhneigðum. „Það var aldrei ætlunin að særa neinn,“ segir séra María Ágústsdóttir, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, en hún situr í nefnd sem fer fyrir hinum svokallaða Friðrikskapelluhópi, sem stendur fyrir heimsókn hins umdeilda predikara. Séra Kjartan Jónsson, sóknarprestur Ástjarnarkirkju, er einnig í hópnum. „Markmiðið er að boða trú og von,“ segir María. „Hér er hann kominn til að vera ræðumaður á þessum samkomum og boðar þar sátt og fyrirgefningu. Það ætla ég að vona – og tryggja.“ Hún segir erfitt að svona umræða fari í gang um hátíðina, sérstaklega í ljósi Hinsegin daga. En þeir ná hápunkti sínum í dag þegar tugir þúsunda taka þátt í gleðigöngunni. Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, segir að starf prestanna tveggja með Friðrikskapelluhópnum sé ekki á vegum Þjóðkirkjunnar Þjóðkirkjan sem slík kemur ekki að Hátíð vonar að öðru leyti en að Agnes M. Sigurðardóttir biskup verður meðal ræðumanna. Hún sagði í samtali við Stöð 2 í kvöld að hún íhugaði að hætta við að halda ræðu á hátíðinni. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tveir prestar í Þjóðkirkjunni taka þátt í að bjóða hinum umdeilda Franklin Graham á Hátíð vonar. Graham verður aðalræðumaður hátíðarinnar en hann er þekktur fyrir umdeildar skoðanir sínar á samkynhneigðum. „Það var aldrei ætlunin að særa neinn,“ segir séra María Ágústsdóttir, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, en hún situr í nefnd sem fer fyrir hinum svokallaða Friðrikskapelluhópi, sem stendur fyrir heimsókn hins umdeilda predikara. Séra Kjartan Jónsson, sóknarprestur Ástjarnarkirkju, er einnig í hópnum. „Markmiðið er að boða trú og von,“ segir María. „Hér er hann kominn til að vera ræðumaður á þessum samkomum og boðar þar sátt og fyrirgefningu. Það ætla ég að vona – og tryggja.“ Hún segir erfitt að svona umræða fari í gang um hátíðina, sérstaklega í ljósi Hinsegin daga. En þeir ná hápunkti sínum í dag þegar tugir þúsunda taka þátt í gleðigöngunni. Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, segir að starf prestanna tveggja með Friðrikskapelluhópnum sé ekki á vegum Þjóðkirkjunnar Þjóðkirkjan sem slík kemur ekki að Hátíð vonar að öðru leyti en að Agnes M. Sigurðardóttir biskup verður meðal ræðumanna. Hún sagði í samtali við Stöð 2 í kvöld að hún íhugaði að hætta við að halda ræðu á hátíðinni.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira