Tífalt meira kvikasilfur í refum við sjó Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 6. ágúst 2013 10:00 Þessi rebbi býr á Hornbjargi. Helsta fæða refa á því svæði er sjófuglar og önnur fæða úr sjó. Mynd/Lucie Abolivier „Stöðva verður frekari kvikasilfursmengun í hafinu. Það eru ekki bara refir sem lifa á sjávarfangi heldur einnig mannfólkið.“ Þetta segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, doktorsnemi í líffræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Melrakkaseturs. Rannsókn íslenskra og erlendra vísindamanna, sem Ester Rut tók þátt í, leiddi í ljós að refir sem lifa og éta við sjávarsíðuna innbyrða hættulegt magn kvikasilfurs. Niðurstöðurnar verða kynntar á alþjóðlegri refaráðstefnu sem haldin verður á Núpi í Dýrafirði í haust. Þegar hefur verið greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar í grein í vefvísindaritinu PLOS ONE. „Það reyndist vera allt að tífalt meira magn af kvikasilfri í refum sem lifa við sjó, heldur en þeim sem lifa inni í landi. Refir eru ekki langlífir. Þeir elstu sem við höfum greint voru 11 ára en 80 prósent þeirra sem við rannsökuðum voru á fyrsta ári. Maður átti ekki von á svona miklu magni í svona skammlífum dýrum. Þetta eru sláandi niðurstöður,“ segir Ester Rut.Ester Rut Unnsteinsdóttir fræðir börn um refi og lifnaðarhætti þeirra.Mynd/melrakkaseturHún segir ekki alveg vitað hvaða áhrif kvikasilfrið hefur á lífsafkomu dýranna en grunur leiki á að rekja megi heilsuleysi refa á Mednyi-eyjaklasanum milli Rússlands og Alaska til kvikasilfursmengunar. „Feldurinn á refum þar er ljótur og lífslíkur litlar en refir þar geta ekki leitað sér að fæðu inn til landsins. Stór hluti stofnsins þar er með þessi einkenni. Verið er að skoða hvort finna megi fleiri einkenni sjúkdóma úr sýnunum sem tekin voru þar.“ Að sögn Esterar Rutar er útlit refa við sjávarsíðuna hér ekki eins og á Mednyi-eyjum. „Við fáum hins vegar alltaf öðru hverju svokölluð snoðdýr, það er að segja hárlausa eða hárlitla refi, til skoðunar. Það hefur verið talið að um sveppasýkingu sé að ræða en ég hef áhuga á að rannsaka hvort hárleysið geti stafað af kvikasilfursmengun. Við höfum hins vegar ekki fengið nógu marga slíka refi til þess að niðurstöðurnar verði marktækar.“ Hingað til hafa menn aðallega skoðað hvaða áhrif kvikasilfursmengun hefur á lífsafkomu sjófugla, að því er forstöðumaður Melrakkaseturs greinir frá. „Áhugavert væri að skoða hvort kvikasilfursmengun hafi áhrif á eggjaskurn sjófuglanna og tímgunarárangur þeirra. Sjófuglar geta náð háum aldri og safnað upp kvikasilfri. Þess vegna er það umhugsunarefni hvort neysla á þeim geti líka verið hættuleg mönnum. Vitað er að sjávarspendýr safna líka í sig kvikasilfri.“ Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Stöðva verður frekari kvikasilfursmengun í hafinu. Það eru ekki bara refir sem lifa á sjávarfangi heldur einnig mannfólkið.“ Þetta segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, doktorsnemi í líffræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Melrakkaseturs. Rannsókn íslenskra og erlendra vísindamanna, sem Ester Rut tók þátt í, leiddi í ljós að refir sem lifa og éta við sjávarsíðuna innbyrða hættulegt magn kvikasilfurs. Niðurstöðurnar verða kynntar á alþjóðlegri refaráðstefnu sem haldin verður á Núpi í Dýrafirði í haust. Þegar hefur verið greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar í grein í vefvísindaritinu PLOS ONE. „Það reyndist vera allt að tífalt meira magn af kvikasilfri í refum sem lifa við sjó, heldur en þeim sem lifa inni í landi. Refir eru ekki langlífir. Þeir elstu sem við höfum greint voru 11 ára en 80 prósent þeirra sem við rannsökuðum voru á fyrsta ári. Maður átti ekki von á svona miklu magni í svona skammlífum dýrum. Þetta eru sláandi niðurstöður,“ segir Ester Rut.Ester Rut Unnsteinsdóttir fræðir börn um refi og lifnaðarhætti þeirra.Mynd/melrakkaseturHún segir ekki alveg vitað hvaða áhrif kvikasilfrið hefur á lífsafkomu dýranna en grunur leiki á að rekja megi heilsuleysi refa á Mednyi-eyjaklasanum milli Rússlands og Alaska til kvikasilfursmengunar. „Feldurinn á refum þar er ljótur og lífslíkur litlar en refir þar geta ekki leitað sér að fæðu inn til landsins. Stór hluti stofnsins þar er með þessi einkenni. Verið er að skoða hvort finna megi fleiri einkenni sjúkdóma úr sýnunum sem tekin voru þar.“ Að sögn Esterar Rutar er útlit refa við sjávarsíðuna hér ekki eins og á Mednyi-eyjum. „Við fáum hins vegar alltaf öðru hverju svokölluð snoðdýr, það er að segja hárlausa eða hárlitla refi, til skoðunar. Það hefur verið talið að um sveppasýkingu sé að ræða en ég hef áhuga á að rannsaka hvort hárleysið geti stafað af kvikasilfursmengun. Við höfum hins vegar ekki fengið nógu marga slíka refi til þess að niðurstöðurnar verði marktækar.“ Hingað til hafa menn aðallega skoðað hvaða áhrif kvikasilfursmengun hefur á lífsafkomu sjófugla, að því er forstöðumaður Melrakkaseturs greinir frá. „Áhugavert væri að skoða hvort kvikasilfursmengun hafi áhrif á eggjaskurn sjófuglanna og tímgunarárangur þeirra. Sjófuglar geta náð háum aldri og safnað upp kvikasilfri. Þess vegna er það umhugsunarefni hvort neysla á þeim geti líka verið hættuleg mönnum. Vitað er að sjávarspendýr safna líka í sig kvikasilfri.“
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira