Tífalt meira kvikasilfur í refum við sjó Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 6. ágúst 2013 10:00 Þessi rebbi býr á Hornbjargi. Helsta fæða refa á því svæði er sjófuglar og önnur fæða úr sjó. Mynd/Lucie Abolivier „Stöðva verður frekari kvikasilfursmengun í hafinu. Það eru ekki bara refir sem lifa á sjávarfangi heldur einnig mannfólkið.“ Þetta segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, doktorsnemi í líffræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Melrakkaseturs. Rannsókn íslenskra og erlendra vísindamanna, sem Ester Rut tók þátt í, leiddi í ljós að refir sem lifa og éta við sjávarsíðuna innbyrða hættulegt magn kvikasilfurs. Niðurstöðurnar verða kynntar á alþjóðlegri refaráðstefnu sem haldin verður á Núpi í Dýrafirði í haust. Þegar hefur verið greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar í grein í vefvísindaritinu PLOS ONE. „Það reyndist vera allt að tífalt meira magn af kvikasilfri í refum sem lifa við sjó, heldur en þeim sem lifa inni í landi. Refir eru ekki langlífir. Þeir elstu sem við höfum greint voru 11 ára en 80 prósent þeirra sem við rannsökuðum voru á fyrsta ári. Maður átti ekki von á svona miklu magni í svona skammlífum dýrum. Þetta eru sláandi niðurstöður,“ segir Ester Rut.Ester Rut Unnsteinsdóttir fræðir börn um refi og lifnaðarhætti þeirra.Mynd/melrakkaseturHún segir ekki alveg vitað hvaða áhrif kvikasilfrið hefur á lífsafkomu dýranna en grunur leiki á að rekja megi heilsuleysi refa á Mednyi-eyjaklasanum milli Rússlands og Alaska til kvikasilfursmengunar. „Feldurinn á refum þar er ljótur og lífslíkur litlar en refir þar geta ekki leitað sér að fæðu inn til landsins. Stór hluti stofnsins þar er með þessi einkenni. Verið er að skoða hvort finna megi fleiri einkenni sjúkdóma úr sýnunum sem tekin voru þar.“ Að sögn Esterar Rutar er útlit refa við sjávarsíðuna hér ekki eins og á Mednyi-eyjum. „Við fáum hins vegar alltaf öðru hverju svokölluð snoðdýr, það er að segja hárlausa eða hárlitla refi, til skoðunar. Það hefur verið talið að um sveppasýkingu sé að ræða en ég hef áhuga á að rannsaka hvort hárleysið geti stafað af kvikasilfursmengun. Við höfum hins vegar ekki fengið nógu marga slíka refi til þess að niðurstöðurnar verði marktækar.“ Hingað til hafa menn aðallega skoðað hvaða áhrif kvikasilfursmengun hefur á lífsafkomu sjófugla, að því er forstöðumaður Melrakkaseturs greinir frá. „Áhugavert væri að skoða hvort kvikasilfursmengun hafi áhrif á eggjaskurn sjófuglanna og tímgunarárangur þeirra. Sjófuglar geta náð háum aldri og safnað upp kvikasilfri. Þess vegna er það umhugsunarefni hvort neysla á þeim geti líka verið hættuleg mönnum. Vitað er að sjávarspendýr safna líka í sig kvikasilfri.“ Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Stöðva verður frekari kvikasilfursmengun í hafinu. Það eru ekki bara refir sem lifa á sjávarfangi heldur einnig mannfólkið.“ Þetta segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, doktorsnemi í líffræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Melrakkaseturs. Rannsókn íslenskra og erlendra vísindamanna, sem Ester Rut tók þátt í, leiddi í ljós að refir sem lifa og éta við sjávarsíðuna innbyrða hættulegt magn kvikasilfurs. Niðurstöðurnar verða kynntar á alþjóðlegri refaráðstefnu sem haldin verður á Núpi í Dýrafirði í haust. Þegar hefur verið greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar í grein í vefvísindaritinu PLOS ONE. „Það reyndist vera allt að tífalt meira magn af kvikasilfri í refum sem lifa við sjó, heldur en þeim sem lifa inni í landi. Refir eru ekki langlífir. Þeir elstu sem við höfum greint voru 11 ára en 80 prósent þeirra sem við rannsökuðum voru á fyrsta ári. Maður átti ekki von á svona miklu magni í svona skammlífum dýrum. Þetta eru sláandi niðurstöður,“ segir Ester Rut.Ester Rut Unnsteinsdóttir fræðir börn um refi og lifnaðarhætti þeirra.Mynd/melrakkaseturHún segir ekki alveg vitað hvaða áhrif kvikasilfrið hefur á lífsafkomu dýranna en grunur leiki á að rekja megi heilsuleysi refa á Mednyi-eyjaklasanum milli Rússlands og Alaska til kvikasilfursmengunar. „Feldurinn á refum þar er ljótur og lífslíkur litlar en refir þar geta ekki leitað sér að fæðu inn til landsins. Stór hluti stofnsins þar er með þessi einkenni. Verið er að skoða hvort finna megi fleiri einkenni sjúkdóma úr sýnunum sem tekin voru þar.“ Að sögn Esterar Rutar er útlit refa við sjávarsíðuna hér ekki eins og á Mednyi-eyjum. „Við fáum hins vegar alltaf öðru hverju svokölluð snoðdýr, það er að segja hárlausa eða hárlitla refi, til skoðunar. Það hefur verið talið að um sveppasýkingu sé að ræða en ég hef áhuga á að rannsaka hvort hárleysið geti stafað af kvikasilfursmengun. Við höfum hins vegar ekki fengið nógu marga slíka refi til þess að niðurstöðurnar verði marktækar.“ Hingað til hafa menn aðallega skoðað hvaða áhrif kvikasilfursmengun hefur á lífsafkomu sjófugla, að því er forstöðumaður Melrakkaseturs greinir frá. „Áhugavert væri að skoða hvort kvikasilfursmengun hafi áhrif á eggjaskurn sjófuglanna og tímgunarárangur þeirra. Sjófuglar geta náð háum aldri og safnað upp kvikasilfri. Þess vegna er það umhugsunarefni hvort neysla á þeim geti líka verið hættuleg mönnum. Vitað er að sjávarspendýr safna líka í sig kvikasilfri.“
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira