Tífalt meira kvikasilfur í refum við sjó Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 6. ágúst 2013 10:00 Þessi rebbi býr á Hornbjargi. Helsta fæða refa á því svæði er sjófuglar og önnur fæða úr sjó. Mynd/Lucie Abolivier „Stöðva verður frekari kvikasilfursmengun í hafinu. Það eru ekki bara refir sem lifa á sjávarfangi heldur einnig mannfólkið.“ Þetta segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, doktorsnemi í líffræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Melrakkaseturs. Rannsókn íslenskra og erlendra vísindamanna, sem Ester Rut tók þátt í, leiddi í ljós að refir sem lifa og éta við sjávarsíðuna innbyrða hættulegt magn kvikasilfurs. Niðurstöðurnar verða kynntar á alþjóðlegri refaráðstefnu sem haldin verður á Núpi í Dýrafirði í haust. Þegar hefur verið greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar í grein í vefvísindaritinu PLOS ONE. „Það reyndist vera allt að tífalt meira magn af kvikasilfri í refum sem lifa við sjó, heldur en þeim sem lifa inni í landi. Refir eru ekki langlífir. Þeir elstu sem við höfum greint voru 11 ára en 80 prósent þeirra sem við rannsökuðum voru á fyrsta ári. Maður átti ekki von á svona miklu magni í svona skammlífum dýrum. Þetta eru sláandi niðurstöður,“ segir Ester Rut.Ester Rut Unnsteinsdóttir fræðir börn um refi og lifnaðarhætti þeirra.Mynd/melrakkaseturHún segir ekki alveg vitað hvaða áhrif kvikasilfrið hefur á lífsafkomu dýranna en grunur leiki á að rekja megi heilsuleysi refa á Mednyi-eyjaklasanum milli Rússlands og Alaska til kvikasilfursmengunar. „Feldurinn á refum þar er ljótur og lífslíkur litlar en refir þar geta ekki leitað sér að fæðu inn til landsins. Stór hluti stofnsins þar er með þessi einkenni. Verið er að skoða hvort finna megi fleiri einkenni sjúkdóma úr sýnunum sem tekin voru þar.“ Að sögn Esterar Rutar er útlit refa við sjávarsíðuna hér ekki eins og á Mednyi-eyjum. „Við fáum hins vegar alltaf öðru hverju svokölluð snoðdýr, það er að segja hárlausa eða hárlitla refi, til skoðunar. Það hefur verið talið að um sveppasýkingu sé að ræða en ég hef áhuga á að rannsaka hvort hárleysið geti stafað af kvikasilfursmengun. Við höfum hins vegar ekki fengið nógu marga slíka refi til þess að niðurstöðurnar verði marktækar.“ Hingað til hafa menn aðallega skoðað hvaða áhrif kvikasilfursmengun hefur á lífsafkomu sjófugla, að því er forstöðumaður Melrakkaseturs greinir frá. „Áhugavert væri að skoða hvort kvikasilfursmengun hafi áhrif á eggjaskurn sjófuglanna og tímgunarárangur þeirra. Sjófuglar geta náð háum aldri og safnað upp kvikasilfri. Þess vegna er það umhugsunarefni hvort neysla á þeim geti líka verið hættuleg mönnum. Vitað er að sjávarspendýr safna líka í sig kvikasilfri.“ Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
„Stöðva verður frekari kvikasilfursmengun í hafinu. Það eru ekki bara refir sem lifa á sjávarfangi heldur einnig mannfólkið.“ Þetta segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, doktorsnemi í líffræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Melrakkaseturs. Rannsókn íslenskra og erlendra vísindamanna, sem Ester Rut tók þátt í, leiddi í ljós að refir sem lifa og éta við sjávarsíðuna innbyrða hættulegt magn kvikasilfurs. Niðurstöðurnar verða kynntar á alþjóðlegri refaráðstefnu sem haldin verður á Núpi í Dýrafirði í haust. Þegar hefur verið greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar í grein í vefvísindaritinu PLOS ONE. „Það reyndist vera allt að tífalt meira magn af kvikasilfri í refum sem lifa við sjó, heldur en þeim sem lifa inni í landi. Refir eru ekki langlífir. Þeir elstu sem við höfum greint voru 11 ára en 80 prósent þeirra sem við rannsökuðum voru á fyrsta ári. Maður átti ekki von á svona miklu magni í svona skammlífum dýrum. Þetta eru sláandi niðurstöður,“ segir Ester Rut.Ester Rut Unnsteinsdóttir fræðir börn um refi og lifnaðarhætti þeirra.Mynd/melrakkaseturHún segir ekki alveg vitað hvaða áhrif kvikasilfrið hefur á lífsafkomu dýranna en grunur leiki á að rekja megi heilsuleysi refa á Mednyi-eyjaklasanum milli Rússlands og Alaska til kvikasilfursmengunar. „Feldurinn á refum þar er ljótur og lífslíkur litlar en refir þar geta ekki leitað sér að fæðu inn til landsins. Stór hluti stofnsins þar er með þessi einkenni. Verið er að skoða hvort finna megi fleiri einkenni sjúkdóma úr sýnunum sem tekin voru þar.“ Að sögn Esterar Rutar er útlit refa við sjávarsíðuna hér ekki eins og á Mednyi-eyjum. „Við fáum hins vegar alltaf öðru hverju svokölluð snoðdýr, það er að segja hárlausa eða hárlitla refi, til skoðunar. Það hefur verið talið að um sveppasýkingu sé að ræða en ég hef áhuga á að rannsaka hvort hárleysið geti stafað af kvikasilfursmengun. Við höfum hins vegar ekki fengið nógu marga slíka refi til þess að niðurstöðurnar verði marktækar.“ Hingað til hafa menn aðallega skoðað hvaða áhrif kvikasilfursmengun hefur á lífsafkomu sjófugla, að því er forstöðumaður Melrakkaseturs greinir frá. „Áhugavert væri að skoða hvort kvikasilfursmengun hafi áhrif á eggjaskurn sjófuglanna og tímgunarárangur þeirra. Sjófuglar geta náð háum aldri og safnað upp kvikasilfri. Þess vegna er það umhugsunarefni hvort neysla á þeim geti líka verið hættuleg mönnum. Vitað er að sjávarspendýr safna líka í sig kvikasilfri.“
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira