Erlent

Yfir 80 prósent vilja ekki evru

Ef haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla núna myndi 81 prósent Svía greiða atkvæði gegn því að sænsku krónunni yrði skipt úr fyrir evru.

Aðeins 11% vilja að evra verði gjaldmiðill Svíþjóðar en 8% hafa engan skoðun á málinu. Þetta eru niðurstöður könnunar sænsku hagstofunnar. Karlar eru hlynntari upptöku evru en konur.

Af þeim rúmlega fimm þúsundum sem spurð voru kváðust 44% vera hlynnt aðild að ESB, 27% eru andvíg en 29% óákveðin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.