Krafist er tíu ára fangelsis Valur Grettisson og Óli Kristján Ármannsson skrifa 1. júní 2013 07:00 Alls eru sjö ákærðir fyrir aðild sína að stórfelldu amfetamínsmygli til landsins í janúar. Myndin er frá þingfestingu málsins í byrjun maí. Fréttablaðið/Vilhelm Fulltrúi ríkissaksóknara fer fram á að mennirnir sjö, tveir Litháar og fimm Íslendingar, sem eru ákærðir fyrir stórfelldan innflutning á amfetamíni og amfetamínbasa, verði dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að málinu. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir sjö eru ákærðir fyrir að hafa komið að innflutningi tæplega 20 kílóa af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa til landsins með þremur póstsendingum í janúar síðastliðnum. Þrír menn eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að skipuleggja innflutning fíkniefnanna, en því neita þeir allir. Tveir mannanna, sem eru bræður, nafngreindu meintan höfuðpaur í málinu fyrir dómi á fimmtudaginn. Hann er nýlátinn. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni fyrir dómi í gær og sagði rannsóknarstjórnandi að ábendingunni um meintan höfuðpaur hefði verið fylgt eftir af takmörkuðu leyti. Þó hefði lögreglan fengið það staðfest að meinti höfuðpaurinn hefði verið staddur í Danmörku á sama tíma og mennirnir þrír sem eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutninginn. Mennirnir þrír benda hver á annan varðandi skipulagningu á fíkniefnainnflutningnum. Annar bróðirinn, Jón Baldur Valdimarsson, sagði fyrir rétti að hann hefði staðið í þeirri trú að það ætti aðeins að flytja þrjú kíló af amfetamíni til landsins, ekki svona mikið magn, en talið er að það hafi verið hægt að framleiða um 40 kíló af amfetamíni sé amfetamínbasinn talinn með. Lögmaður eins Litháans, Guðmundur St. Ragnarsson, gagnrýndi að lögreglan hefði ekki rannsakað betur aðkomu meints höfuðpaurs og lét að því liggja að hinir ákærðu væru hugsanlega burðardýr í málinu. Gera má ráð fyrir að Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveði upp dóm sinn í málinu að tveimur til þremur vikum liðnum. Fimm af sjö hafa verið í gæsluvarðhaldi Af mönnunum sjö sem ákærðir eru fyrir stórfellt smygl á amfetamíni og amfetamínbasa í janúar hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Þeir tveir sem ekki hafa setið í gæsluvarðhaldi eru heldur yngri en hinir mennirnir, á 24. og 23. aldursári. Þeir játuðu báðir þegar málið var þingfest í byrjun maí að hafa, hvor í sínu lagi, verið sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendingu frá Danmörku. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Fulltrúi ríkissaksóknara fer fram á að mennirnir sjö, tveir Litháar og fimm Íslendingar, sem eru ákærðir fyrir stórfelldan innflutning á amfetamíni og amfetamínbasa, verði dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að málinu. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir sjö eru ákærðir fyrir að hafa komið að innflutningi tæplega 20 kílóa af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa til landsins með þremur póstsendingum í janúar síðastliðnum. Þrír menn eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að skipuleggja innflutning fíkniefnanna, en því neita þeir allir. Tveir mannanna, sem eru bræður, nafngreindu meintan höfuðpaur í málinu fyrir dómi á fimmtudaginn. Hann er nýlátinn. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni fyrir dómi í gær og sagði rannsóknarstjórnandi að ábendingunni um meintan höfuðpaur hefði verið fylgt eftir af takmörkuðu leyti. Þó hefði lögreglan fengið það staðfest að meinti höfuðpaurinn hefði verið staddur í Danmörku á sama tíma og mennirnir þrír sem eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutninginn. Mennirnir þrír benda hver á annan varðandi skipulagningu á fíkniefnainnflutningnum. Annar bróðirinn, Jón Baldur Valdimarsson, sagði fyrir rétti að hann hefði staðið í þeirri trú að það ætti aðeins að flytja þrjú kíló af amfetamíni til landsins, ekki svona mikið magn, en talið er að það hafi verið hægt að framleiða um 40 kíló af amfetamíni sé amfetamínbasinn talinn með. Lögmaður eins Litháans, Guðmundur St. Ragnarsson, gagnrýndi að lögreglan hefði ekki rannsakað betur aðkomu meints höfuðpaurs og lét að því liggja að hinir ákærðu væru hugsanlega burðardýr í málinu. Gera má ráð fyrir að Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveði upp dóm sinn í málinu að tveimur til þremur vikum liðnum. Fimm af sjö hafa verið í gæsluvarðhaldi Af mönnunum sjö sem ákærðir eru fyrir stórfellt smygl á amfetamíni og amfetamínbasa í janúar hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Þeir tveir sem ekki hafa setið í gæsluvarðhaldi eru heldur yngri en hinir mennirnir, á 24. og 23. aldursári. Þeir játuðu báðir þegar málið var þingfest í byrjun maí að hafa, hvor í sínu lagi, verið sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendingu frá Danmörku.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira