Íslenskur læknir í Boston aldrei upplifað annað eins Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 18. apríl 2013 07:00 Ólöf Viktorsdóttir „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Aðrir læknar á spítalanum lýstu svipuðum aðstæðum þann 11. september, en þá var allur spítalinn í viðbragsstöðu og eins þegar næturklúbbur brann í nærliggjandi ríki fyrir nokkrum árum,“ segir Ólöf Viktorsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Massachusetts General-spítalanum í Boston. Ólöf var á vakt á spítalanum þegar sprengjuárásin í maraþoninu varð á mánudag. Ólöf segir daginn vera almennan frídag í Boston og að flestir spítalar hafi aðeins verið mannaðir eins og það væri helgi. „Það er hins vegar ekki gefið frí á þessum degi á Mass General þannig að það var sem betur fer nóg starfsfólk til að taka á móti sjúklingum.“ Hún var í vinnunni þegar fréttirnar af sprengingunum bárust. „Allt var mjög óljóst til að byrja með, hversu margir voru særðir og hversu alvarlega. Öllum aðgerðum sem voru skipulagðar þennan eftirmiðdag var frestað og allar lausar skurðstofur snarlega settar í stand til að taka á móti særðum sjúklingum frá maraþoninu. Allt gerðist mjög hratt og innan við hálftíma eftir atburðinn voru komnir sjö sjúklingar til okkar inn á skurðstofurnar.“ Eins og fram hefur komið eru þrír látnir eftir sprengjuárásina, og nú er talið að 176 hafi særst. Hluti þessa fólks kom á Mass General. „Alls kom 31 sjúklingur á spítalann, með misslæm meiðsli. Allt frá skrámum að alvarlegum brunasárum og sérstaklega virtust vera mikil meiðsli á neðri útlimum. Margir misstu fótlegg,“ segir hún. Ólöf segir stemninguna í borginni nú vera undarlega en yfirvegaða á sama tíma. „Allir eru mjög slegnir og það er ekki um annað talað. Samt sem áður heldur fólk ró sinni og lífið heldur að mestu áfram eins og vanalega.“ Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Aðrir læknar á spítalanum lýstu svipuðum aðstæðum þann 11. september, en þá var allur spítalinn í viðbragsstöðu og eins þegar næturklúbbur brann í nærliggjandi ríki fyrir nokkrum árum,“ segir Ólöf Viktorsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Massachusetts General-spítalanum í Boston. Ólöf var á vakt á spítalanum þegar sprengjuárásin í maraþoninu varð á mánudag. Ólöf segir daginn vera almennan frídag í Boston og að flestir spítalar hafi aðeins verið mannaðir eins og það væri helgi. „Það er hins vegar ekki gefið frí á þessum degi á Mass General þannig að það var sem betur fer nóg starfsfólk til að taka á móti sjúklingum.“ Hún var í vinnunni þegar fréttirnar af sprengingunum bárust. „Allt var mjög óljóst til að byrja með, hversu margir voru særðir og hversu alvarlega. Öllum aðgerðum sem voru skipulagðar þennan eftirmiðdag var frestað og allar lausar skurðstofur snarlega settar í stand til að taka á móti særðum sjúklingum frá maraþoninu. Allt gerðist mjög hratt og innan við hálftíma eftir atburðinn voru komnir sjö sjúklingar til okkar inn á skurðstofurnar.“ Eins og fram hefur komið eru þrír látnir eftir sprengjuárásina, og nú er talið að 176 hafi særst. Hluti þessa fólks kom á Mass General. „Alls kom 31 sjúklingur á spítalann, með misslæm meiðsli. Allt frá skrámum að alvarlegum brunasárum og sérstaklega virtust vera mikil meiðsli á neðri útlimum. Margir misstu fótlegg,“ segir hún. Ólöf segir stemninguna í borginni nú vera undarlega en yfirvegaða á sama tíma. „Allir eru mjög slegnir og það er ekki um annað talað. Samt sem áður heldur fólk ró sinni og lífið heldur að mestu áfram eins og vanalega.“
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira