Vonast til að ekki verði æft á Laugardalsvelli fyrir landsleikinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. nóvember 2013 13:42 Hitadúkurinn liggur þétt ofan á grasinu eftir að hætt var að dæla heitu lofti undir hann. mynd/daníel Hitadúkurinn sem lagður var yfir Laugardalsvöll fyrir landsleik Íslendinga og Króata á föstudag liggur þétt ofan á grasinu, eftir að hætt var að dæla heitu lofti undir hann í nótt. Það var gert vegna hvassviðris og er ekki útséð með það hvort blásið verður í dúkinn á ný í dag, en mikið snjóaði í borginni í nótt. „Ég er nokkuð sáttur við ástandið á vellinum,“ segir Jóhann Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, og vonast hann til þess að ekki verði æft á vellinum fyrir leikinn, en reglur FIFA kveða á um það að lið eigi rétt á að æfa á vellinum degi fyrir leik. „Eftirlitsmaður leiksins kemur í dag og á morgun kemur í ljós hvort haldnar verði æfingar á vellinum fyrir leik. Það væri erfitt að þurfa að gera það, að þurfa að hleypa rigningu ofan í völlinn. Svo er líka spurning hvort vindurinn sé ekki líka of mikill til að æfa utandyra yfir höfuð.“ Þórir Hákonarson, formaður KSÍ, segist lítið stressaður vegna veðursins en mikið hefur verið rætt um veðurspá föstudagsins. „Spáin breytist frá degi til dags. Eins og spáin er núna stefnir í að það verði blíðskaparveður á föstudaginn. Ég er meira stressaður yfir leiknum sjálfum. En varðandi veðrið er það eina í stöðunni að taka því sem kemur á leikdegi, nema auðvitað að sjá til þess að völlurinn sé í lagi.“ Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Sjá meira
Hitadúkurinn sem lagður var yfir Laugardalsvöll fyrir landsleik Íslendinga og Króata á föstudag liggur þétt ofan á grasinu, eftir að hætt var að dæla heitu lofti undir hann í nótt. Það var gert vegna hvassviðris og er ekki útséð með það hvort blásið verður í dúkinn á ný í dag, en mikið snjóaði í borginni í nótt. „Ég er nokkuð sáttur við ástandið á vellinum,“ segir Jóhann Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, og vonast hann til þess að ekki verði æft á vellinum fyrir leikinn, en reglur FIFA kveða á um það að lið eigi rétt á að æfa á vellinum degi fyrir leik. „Eftirlitsmaður leiksins kemur í dag og á morgun kemur í ljós hvort haldnar verði æfingar á vellinum fyrir leik. Það væri erfitt að þurfa að gera það, að þurfa að hleypa rigningu ofan í völlinn. Svo er líka spurning hvort vindurinn sé ekki líka of mikill til að æfa utandyra yfir höfuð.“ Þórir Hákonarson, formaður KSÍ, segist lítið stressaður vegna veðursins en mikið hefur verið rætt um veðurspá föstudagsins. „Spáin breytist frá degi til dags. Eins og spáin er núna stefnir í að það verði blíðskaparveður á föstudaginn. Ég er meira stressaður yfir leiknum sjálfum. En varðandi veðrið er það eina í stöðunni að taka því sem kemur á leikdegi, nema auðvitað að sjá til þess að völlurinn sé í lagi.“
Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Sjá meira