Ættingjar kveðja stúlkuna í dag Stígur Helgason skrifar 26. mars 2013 06:00 Fimm mánaða stúlka, sem lést á voveiflegan hátt fyrir rúmri viku, verður lögð til hinstu hvílu í dag. Faðir stúlkunnar situr enn í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða hennar, og ekki er útlit fyrir að hann verði viðstaddur athöfnina. Útförin fer fram í kyrrþey. Stúlkan var úrskurðuð látin á spítala aðfaranótt mánudagsins fyrir viku. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar benti til að banameinið væri heilablæðing. Það var talið geta hafa verið af völdum svokallaðs „shaken baby syndrome", sem hlýst af því þegar ungbarn er hrist af afli. Maðurinn, sem er tæplega þrítugur, var handtekinn á heimili sínu morguninn eftir. Hann hafði verið einn með dóttur sína á heimili þeirra fyrr um kvöldið, en bankaði síðan upp á hjá nágranna sínum og bað um hjálp. Nágranninn hringdi eftir sjúkrabíl. Móðir stúlkunnar, sem er 25 ára, var þá í vinnunni. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í níu daga gæsluvarðhald, sem rennur út á morgun, og Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hefur ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði maðurinn staðfastlega sök í yfirheyrslum á mánudaginn í síðustu viku og kvaðst ekki hafa hugmynd um hvað hefði komið fyrir dóttur hans. Hann hefur verið í einangrun síðan og ekki rætt við neinn nema lögmann sinn. Lögregla hefur ekki tekið af honum skýrslu síðan á mánudag þegar hann var handtekinn. Friðrik Smári segir það ekki óeðlilegt. „Ég get fullvissað fólk um að við sitjum ekki auðum höndum. Rannsóknin snýst um ýmislegt annað en bara að yfirheyra sakborninginn." Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Fimm mánaða stúlka, sem lést á voveiflegan hátt fyrir rúmri viku, verður lögð til hinstu hvílu í dag. Faðir stúlkunnar situr enn í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða hennar, og ekki er útlit fyrir að hann verði viðstaddur athöfnina. Útförin fer fram í kyrrþey. Stúlkan var úrskurðuð látin á spítala aðfaranótt mánudagsins fyrir viku. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar benti til að banameinið væri heilablæðing. Það var talið geta hafa verið af völdum svokallaðs „shaken baby syndrome", sem hlýst af því þegar ungbarn er hrist af afli. Maðurinn, sem er tæplega þrítugur, var handtekinn á heimili sínu morguninn eftir. Hann hafði verið einn með dóttur sína á heimili þeirra fyrr um kvöldið, en bankaði síðan upp á hjá nágranna sínum og bað um hjálp. Nágranninn hringdi eftir sjúkrabíl. Móðir stúlkunnar, sem er 25 ára, var þá í vinnunni. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í níu daga gæsluvarðhald, sem rennur út á morgun, og Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hefur ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði maðurinn staðfastlega sök í yfirheyrslum á mánudaginn í síðustu viku og kvaðst ekki hafa hugmynd um hvað hefði komið fyrir dóttur hans. Hann hefur verið í einangrun síðan og ekki rætt við neinn nema lögmann sinn. Lögregla hefur ekki tekið af honum skýrslu síðan á mánudag þegar hann var handtekinn. Friðrik Smári segir það ekki óeðlilegt. „Ég get fullvissað fólk um að við sitjum ekki auðum höndum. Rannsóknin snýst um ýmislegt annað en bara að yfirheyra sakborninginn."
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira