Danir vilja færa Markarfljót Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. febrúar 2013 05:00 Mikill efnisburður er frá Markarfljóti í Landeyjahöfn þótt farvegur árinnar hafi þegar verið færður um 650 metra. Nú er lagt til að færa fljótið 2,5 kílómetra til austurs. mynd/loftmyndir Fullreynt þykir að gera núverandi Vestmannaeyjaferju út frá Landeyjahöfn. Bjóða á út smíði nýrrar ferju á næstunni. Danska straumfræðistofnunin leggur til að ós Markarfljóts verði færður 2,5 kílómetra til austurs. Til þess að komast hjá miklum jarðefnaburði úr Markarfljóti í Landeyjahöfn þarf að færa farveg árinnar 2,5 kílómetra til austurs. Þetta er mat Dönsku straumfræðistofnunarinnar. Undanfarna mánuði hafa sérfræðingar Dönsku straumfræðistofnunarinnar (DHI) unnið að rannsóknum í Landeyjahöfn. Niðurstöður þeirra voru kynntar í síðustu viku á fundi samráðshóps um samgöngur, að því er fram kom á bæjarráðsfundi í Eyjum í gær. Danirnir telja að lenging hafnargarða skili ekki bættri hafnaraðstöðu heldur auki þvert á móti straum og ölduhæð og geri innsiglingu erfiðari en nú er. Hins vegar séu líkur á að bæta megi höfnina, meðal annars með neðansjávarrifum og föstum dælubúnaði. „Danska straumfræðistofnunin leggur til að farið verði í svokallaðar „reservoir"-lausnir sem eru róttækari en þær dýpkunaraðferðir sem hingað til hafa verið notaðar," segir í fundargerð bæjarráðs. Fulltrúi Siglingastofnunar telji hins vegar mikla óvissu um magn sandflutninga sem fylgi þeirri lausn. „Niðurstöður DHI gera ráð fyrir að færa þurfi Markarfljót til austurs um 2,5 kílómetra sem fyrst til að forðast þann mikla efnisburð sem því fylgir. Farvegur þess hefur þegar verið færður um 650 metra með góðum árangri." Tveir fulltrúar Vestmannaeyja í þarfagreiningarhópi um nýja Vestmannaeyjaferju fóru nýlega í siglingahermi í Danmörku þar sem þeir prófuðu að sigla fjórum tegundum skipa inn í Landeyjahöfn. „Núverandi Herjólfur kom langverst út úr öllum mælingum," segir um þetta í fundargerð bæjarráðs. Fulltrúarnir telji fullreynt með núverandi Herjólf. Þá segir að vonast sé til að hægt verði að bjóða hönnun nýs Herjólfs út um páskana og að nýtt skip verði komið til þjónustu eigi síðar en vorið 2015. Skipið sem henti best í verkefnið sé litlu minna en Herjólfur en taki fleiri bíla og sama fjölda farþega. „Með styttri lestunar- og losunartíma mun verða hægt að sigla fleiri ferðir á núverandi siglingatíma og þannig auka verulega framboð sæta." Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fullreynt þykir að gera núverandi Vestmannaeyjaferju út frá Landeyjahöfn. Bjóða á út smíði nýrrar ferju á næstunni. Danska straumfræðistofnunin leggur til að ós Markarfljóts verði færður 2,5 kílómetra til austurs. Til þess að komast hjá miklum jarðefnaburði úr Markarfljóti í Landeyjahöfn þarf að færa farveg árinnar 2,5 kílómetra til austurs. Þetta er mat Dönsku straumfræðistofnunarinnar. Undanfarna mánuði hafa sérfræðingar Dönsku straumfræðistofnunarinnar (DHI) unnið að rannsóknum í Landeyjahöfn. Niðurstöður þeirra voru kynntar í síðustu viku á fundi samráðshóps um samgöngur, að því er fram kom á bæjarráðsfundi í Eyjum í gær. Danirnir telja að lenging hafnargarða skili ekki bættri hafnaraðstöðu heldur auki þvert á móti straum og ölduhæð og geri innsiglingu erfiðari en nú er. Hins vegar séu líkur á að bæta megi höfnina, meðal annars með neðansjávarrifum og föstum dælubúnaði. „Danska straumfræðistofnunin leggur til að farið verði í svokallaðar „reservoir"-lausnir sem eru róttækari en þær dýpkunaraðferðir sem hingað til hafa verið notaðar," segir í fundargerð bæjarráðs. Fulltrúi Siglingastofnunar telji hins vegar mikla óvissu um magn sandflutninga sem fylgi þeirri lausn. „Niðurstöður DHI gera ráð fyrir að færa þurfi Markarfljót til austurs um 2,5 kílómetra sem fyrst til að forðast þann mikla efnisburð sem því fylgir. Farvegur þess hefur þegar verið færður um 650 metra með góðum árangri." Tveir fulltrúar Vestmannaeyja í þarfagreiningarhópi um nýja Vestmannaeyjaferju fóru nýlega í siglingahermi í Danmörku þar sem þeir prófuðu að sigla fjórum tegundum skipa inn í Landeyjahöfn. „Núverandi Herjólfur kom langverst út úr öllum mælingum," segir um þetta í fundargerð bæjarráðs. Fulltrúarnir telji fullreynt með núverandi Herjólf. Þá segir að vonast sé til að hægt verði að bjóða hönnun nýs Herjólfs út um páskana og að nýtt skip verði komið til þjónustu eigi síðar en vorið 2015. Skipið sem henti best í verkefnið sé litlu minna en Herjólfur en taki fleiri bíla og sama fjölda farþega. „Með styttri lestunar- og losunartíma mun verða hægt að sigla fleiri ferðir á núverandi siglingatíma og þannig auka verulega framboð sæta."
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira