Erlent

Bretar óttast að talibanar hefni

Fyrrverandi yfirmaður í hernum telur prinsinn hafa stofnað sér og fjölskyldu sinni í hættu.
Fyrrverandi yfirmaður í hernum telur prinsinn hafa stofnað sér og fjölskyldu sinni í hættu.
Eftir að Harry Bretaprins viðurkenndi opinberlega á mánudag að hafa drepið talibana úr herþyrlu í Afganistan hafa heitar umræður orðið í Bretlandi um hættuna á því að talibanar hyggi á hefndir.

Bresk samtök, sem mótmælt hafa stríðinu í Afganistan, segja ummæli prinsins vera hrokafull og ónærgætin. Þá segir Charles Heyman, fyrrverandi yfirmaður í breska hernum, að með orðum sínum hafi prinsinn stofnað sjálfum sér og fjölskyldu sinni í enn meiri hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×