Erlent

80 mótmælendur handteknir

Opinber starfsmaður býður lögreglu birginn á alþingislóðinni í Aþenu í gær.
Opinber starfsmaður býður lögreglu birginn á alþingislóðinni í Aþenu í gær. Fréttablaðið/AP
Sérsveitum grísku lögreglunnar var beitt til þess að koma á braut mótmælendum sem um tíma höfðu uppi setuverkfall á skrifstofum eins stjórnmálaflokksins í grísku fjölflokkastjórninni í miðbæ Aþenu. Þá var niðurnítt hús í miðbæ Aþenu rýmt af hústökufólki.

Að sögn lögreglu voru um áttatíu manns færðir til yfirheyrslu eftir aðgerðirnar tvær. Ekki eru nema nokkrar vikur frá því yfirvöld létu síðast rýma bygginguna, sem hefur verið notuð af hústökufólki í um tvo áratugi. Lögregla segir bygginguna, sem kallast Villa Amalia, hafa verið notaða af hópum sem tengdust ofbeldisfullum mótmælum í landinu.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×