Erlent

Berlusconi hnýtir í dómara

Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi
Embættismenn dómstóla í Mílanó í Ítalíu hafa áréttað hlutleysi dómara réttarins eftir yfirlýsingar Silvios Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.

Berlusconi sagði „feminíska, kommúníska“ dómara sem hefðu „ofsótt hann síðan 1994“ hafa gert sér að greiða seinni konu sinni 200 þúsund evrur á dag, eða sem nemur tæpum 34 milljónum króna, eftir skilnað þeirra. Fyrstu fregnir hljóðuðu þó upp á lægri upphæð, eða 36 milljónir evra á ári. Sú upphæð nemur tæplega 6,1 milljarði króna á ári. Berlusconi hefur þegar áfrýjað dómnum.

Veronica Lario sótti um skilnað við Berlusconi árið 2009 þegar henni ofbauð ásókn hans í ungar stúlkur. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×