Erlent

Fólk lýsir hrikalegum aðstæðum

Holmes-fjölskyldan leitaði skjóls í sjónum undir bryggju á meðan kjarreldar sem eyðilögðu um 100 heimili gengu yfir bæinn Dualley í Tasmaníu. Tammy Holmes er hér með fimm barnabörn sín, á aldrinum tveggja til ellefu ára.
Holmes-fjölskyldan leitaði skjóls í sjónum undir bryggju á meðan kjarreldar sem eyðilögðu um 100 heimili gengu yfir bæinn Dualley í Tasmaníu. Tammy Holmes er hér með fimm barnabörn sín, á aldrinum tveggja til ellefu ára. Fréttablaðið/AP
Lofthiti lækkaði í Suður-Ástralíu í gær eftir að hafa náð methæðum. Þar með dró heldur úr hættunni á áframhaldandi eyðileggingu af völdum kjarrelda sem síðustu daga hafa valdið tjóni á um 200 stöðum í landinu.

Hitamet var slegið í Ástralíu á mánudag þegar meðalhiti í landinu náði 40,33 gráðum á Celsíus. Fjórir af tíu heitustu dögum í sögu Ástralíu hafa verið á þessu ári.

Því er spáð að hitni á ný í landinu undir lok vikunnar og með hitanum aukist eldhætta aftur.

Ekki er vitað til þess að neinn hafi látist í eldunum til þessa en margar frásagnir eru af fólki sem hefur verið hætt komið. Fólk sem komist hefur undan hefur lýst vítislogum, eiturgufum og örvæntingarfullum flótta. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×