Nýir foreldrar fá jafnari rétt til orlofs Þórunn skrifar 4. janúar 2013 08:00 Foreldrar munu fá tólf mánaða fæðingarorlof frá og með árinu 2016, þar af mun hvort foreldri um sig fá fimm mánaða óframseljanlegt orlof. Tveir mánuðir verða sameiginlegir og foreldrar geta ráðstafað þeim að vild. Fyrirkomulaginu var breytt milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu rétt fyrir jól, en áður hafði verið lagt til að hvort foreldri um sig fengi fjóra mánuði auk þess sem fjórir mánuðir yrðu sameiginlegir. Þessi tilhögun var gagnrýnd af nokkrum umsagnaraðilum. „Með því að halda því fyrirkomulagi að hafa orlofið þrískipt þá eru verulegar líkur á því að mæður muni taka átta mánuði en feður aðeins fjóra," segir í umsögn Jafnréttisstofu. „Rannsóknir á reynslu Norðurlanda af fæðingarorlofi sem foreldrum er ætlað að skipta á milli sín, allt frá því að Svíar innleiddu slíkt orlof 1974, sýna að það er nær eingöngu notað af mæðrum. […] Það verður því, í ljósi reynslunnar, að teljast líklegt að það verði einkum mæður sem nota hin sameiginlegu réttindi og feður verði áfram í aukahlutverki hvað umönnun ungra barna varðar," segir í umsögn Rannsóknastofnunar um barna- og fjölskylduvernd hjá Háskóla Íslands. Meirihluti velferðarnefndar Alþingis lagði því til milli annarrar og þriðju umræðu á þinginu að ákvæðinu yrði breytt. Í greinargerð meirihlutans kemur fram að það sé ekki í samræmi við „þá sterku jafnréttishugsun sem lögin byggja á að fjölga sameiginlegum mánuðum um einn um leið og réttur hvors foreldris er jafnframt lengdur um einn." Þar með muni tími mæðra frá vinnumarkaði lengjast. Því var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu. „Meirihlutinn telur að breytingin samræmist betur markmiðum laganna um að tryggja börnum samvistir við báða foreldra og stuðla að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði." Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kol Erlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira
Foreldrar munu fá tólf mánaða fæðingarorlof frá og með árinu 2016, þar af mun hvort foreldri um sig fá fimm mánaða óframseljanlegt orlof. Tveir mánuðir verða sameiginlegir og foreldrar geta ráðstafað þeim að vild. Fyrirkomulaginu var breytt milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu rétt fyrir jól, en áður hafði verið lagt til að hvort foreldri um sig fengi fjóra mánuði auk þess sem fjórir mánuðir yrðu sameiginlegir. Þessi tilhögun var gagnrýnd af nokkrum umsagnaraðilum. „Með því að halda því fyrirkomulagi að hafa orlofið þrískipt þá eru verulegar líkur á því að mæður muni taka átta mánuði en feður aðeins fjóra," segir í umsögn Jafnréttisstofu. „Rannsóknir á reynslu Norðurlanda af fæðingarorlofi sem foreldrum er ætlað að skipta á milli sín, allt frá því að Svíar innleiddu slíkt orlof 1974, sýna að það er nær eingöngu notað af mæðrum. […] Það verður því, í ljósi reynslunnar, að teljast líklegt að það verði einkum mæður sem nota hin sameiginlegu réttindi og feður verði áfram í aukahlutverki hvað umönnun ungra barna varðar," segir í umsögn Rannsóknastofnunar um barna- og fjölskylduvernd hjá Háskóla Íslands. Meirihluti velferðarnefndar Alþingis lagði því til milli annarrar og þriðju umræðu á þinginu að ákvæðinu yrði breytt. Í greinargerð meirihlutans kemur fram að það sé ekki í samræmi við „þá sterku jafnréttishugsun sem lögin byggja á að fjölga sameiginlegum mánuðum um einn um leið og réttur hvors foreldris er jafnframt lengdur um einn." Þar með muni tími mæðra frá vinnumarkaði lengjast. Því var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu. „Meirihlutinn telur að breytingin samræmist betur markmiðum laganna um að tryggja börnum samvistir við báða foreldra og stuðla að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði."
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kol Erlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira