Erlent

Virðist hafa rignt á Mars

Brjánn Jónasson skrifar
Skorningar í fjöllunum á Mars gætu veitt vísbendingar um veðurfar á plánetunni á meðan vatn fannst á yfirborðinu.
Skorningar í fjöllunum á Mars gætu veitt vísbendingar um veðurfar á plánetunni á meðan vatn fannst á yfirborðinu. Mynd/NASA
Fjallgarðar á plánetunni Mars veita vísbendingar um að þar hafi rignt eða snjóað einhverntíman í sögu plánetunnar rauðu.

Vísindamenn við Brown-háskóla í Bandaríkjunum telja jarðmyndanir á fjöllunum svipa til fjalla á Havaí, þar sem vindurinn blæs skýjum upp fjallgarðana en megnar ekki að koma þeim yfir. Þar af leiðandi rignir bara öðru megin á fjöllin.

Fjallað er um rannsóknina á vefnum Science Daily.

Vísindamenn eru almennt sammála um að vatn hafi verið á yfirborði Mars, en gögn hefur skort til að sýna fram á hvort það flæddi einfaldlega upp á yfirborðið eða hvort því rigndi eða snjóaði yfir yfirborðið. Niðurstöður vísindamannanna við Brown-háskóla benda til þess að líklegt sé að annað hvort hafi rignt eða snjóað á Mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×