Erfitt að verða við séróskum foreldra 17. október 2013 19:10 Séróskum um mataræði leikskólabarna hefur nú fjölgað mikið á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram á fundi hjá Félagi stjórnenda leikskóla í vikunni en víða eru jafnvel eldaðar þrjár máltíðir til að geta komið til móts við alla. Þeir leikskólastjórar sem Fréttastofa ræddi við töluðu um að kröfurnar væru stundum orðnar ansi miklar og til dæmis hefði 18 barna deild þurft að eiga fimm tegundir af mjólk svo öll börnin fengju að drekka. Leikskólar gætu því þurft að eiga til sojamjólk, hrísmjólk, léttmjólk, nýmjólk eða d-vítamínbætta mjólk og svo mætti áfram telja. Einnig sé mikið beðið um að börn séu á glútenlausu, kolvetnaskertu eða fitusnauðu fæði. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félags stjórnenda leikskóla, segir að reynt sé að halda öllum ánægðum en aðalhindrunin í þeim efnum sé fjárhagsrammi leikskólanna. „Óskir um sérfæði hafa aukist mjög mikið en viljinn til að koma til móts við þær er mjög sterkur. Ytri aðstæður eru þá kannski að koma í veg fyrir að það sé gerlegt. Foreldrar vilja sem betur fer það besta fyrir börnin sín og það er jákvætt að foreldrar skuli gera kröfur fyrir hönd barna sinna en það þarf að skapa aðstæður til að það sé hægt.“ Þó eru ekki allir á sama máli og til dæmis hafa þeir leikskólar sem aðhyllast hjallastefnuna svokölluðu ekkert á móti því að foreldrar hafi sérþarfir. Theodóra Sigurðardóttir, matráður hjá Laufásborg, segir það hvorki dýrara né erfiðara að uppfylla óskir foreldra. „Við fáum margar óskir frá foreldrum og erum til dæmis með börn sem borða bara grænmet eða þola ekki mjólkurprótein. Svo eru börn hjá okkur sem eru múslimatrúar þannig að við bjóðum ekki upp á svínakjöt. Það er svolítið erfitt í byrjun hvers skólaárs að rifja upp hver á að fá hvað en svo kemst þetta upp í góðan vana. Þetta er minnsta mál í heimi, sveigjanleiki og að koma til móts við foreldra er minnsta mál.“ Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Séróskum um mataræði leikskólabarna hefur nú fjölgað mikið á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram á fundi hjá Félagi stjórnenda leikskóla í vikunni en víða eru jafnvel eldaðar þrjár máltíðir til að geta komið til móts við alla. Þeir leikskólastjórar sem Fréttastofa ræddi við töluðu um að kröfurnar væru stundum orðnar ansi miklar og til dæmis hefði 18 barna deild þurft að eiga fimm tegundir af mjólk svo öll börnin fengju að drekka. Leikskólar gætu því þurft að eiga til sojamjólk, hrísmjólk, léttmjólk, nýmjólk eða d-vítamínbætta mjólk og svo mætti áfram telja. Einnig sé mikið beðið um að börn séu á glútenlausu, kolvetnaskertu eða fitusnauðu fæði. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félags stjórnenda leikskóla, segir að reynt sé að halda öllum ánægðum en aðalhindrunin í þeim efnum sé fjárhagsrammi leikskólanna. „Óskir um sérfæði hafa aukist mjög mikið en viljinn til að koma til móts við þær er mjög sterkur. Ytri aðstæður eru þá kannski að koma í veg fyrir að það sé gerlegt. Foreldrar vilja sem betur fer það besta fyrir börnin sín og það er jákvætt að foreldrar skuli gera kröfur fyrir hönd barna sinna en það þarf að skapa aðstæður til að það sé hægt.“ Þó eru ekki allir á sama máli og til dæmis hafa þeir leikskólar sem aðhyllast hjallastefnuna svokölluðu ekkert á móti því að foreldrar hafi sérþarfir. Theodóra Sigurðardóttir, matráður hjá Laufásborg, segir það hvorki dýrara né erfiðara að uppfylla óskir foreldra. „Við fáum margar óskir frá foreldrum og erum til dæmis með börn sem borða bara grænmet eða þola ekki mjólkurprótein. Svo eru börn hjá okkur sem eru múslimatrúar þannig að við bjóðum ekki upp á svínakjöt. Það er svolítið erfitt í byrjun hvers skólaárs að rifja upp hver á að fá hvað en svo kemst þetta upp í góðan vana. Þetta er minnsta mál í heimi, sveigjanleiki og að koma til móts við foreldra er minnsta mál.“
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira