Kennari lagður í einelti af skólastjóra Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. desember 2013 15:23 Kennarinn er enn við störf en skólastjórinn hættur. Mynd/Oddgeir Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Suðurnesjavefur DV segir frá þessu. Það voru þrír sálfræðingar sem komust að þessari niðurstöðu en þeir voru fengnir til þess að athuga málið og gera skýrslu í kjölfarið á kvörtunum sem bárust sviðsstjóra skólamála. Haustið 2011 kvartaði grunnskólakennari í Grindavík formlega yfir einelti með erindi til sviðsstjóra skólamála í Grindavík, þar sem hann sagðist verða fyrir af hálfu skólastjórans. Sálfræðistofunni Líf og sál var falið að rannsaka ásakanirnar. Skýrslu um málið var skilað 8. desember 2011 en þá hafði Páll Leó látið af störfum sem skólastjóri. Páll Leó hafði starfað sem skólastjóri í um það bil þrjú ár áður en hann lét af störfum en kennarinn sem varð fyrir eineltinu hóf störf við skólann árið 1999. Þegar Páll Leó lét af störfum í nóvember 2011 sagði bæjarstjórinn í Grindavík að starfslokin hefðu ekki tengst eineltismálinu. Páll Leó lét þó af störfum á svipuðum tíma og málið kom upp. „Það var vegna ýmissa stjórnunarmála. Þá var þetta eineltismál ekki komið upp. Við vorum ekki að ná þeim árangri í skólanum sem við vildum ná og því gengum við í það að semja við hann um starfslok,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Suðurnesjavef DV. Kennarinn stefndi Grindavíkurbæ og vildi fá bætur vegna eineltisins. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember þar sem Grindavíkurbær var dæmdur til að greiða kennaranum 400 þúsund krónur í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum. Í skýrslu sálfræðinganna kemur fram að Páll Leó hafi gerst sekur um einelti, en þeir skilgreina það sem endurtekna neikvæða og/eða niðurlægjandi framkomu sem erfitt sé að verjast og leiðir til vanlíðunar hjá þeim sem fyrir verður. Þá kemur fram í skýrslunni að eineltið hafi verið svo mikið að annað starfsfólk skólans hafi fundið til með kennaranum. Honum hafi liðið mjög illa vegna eineltisins og það hafi samstarfsfólk hans séð og fundið fyrir. Í dómnum kemur fram að eineltið hafi af öllu leyti átt sér stað innan vegja skólans og að Grindavíkurbær hafi ekki mótmælt skýrslu sálfræðinganna. Bærinn hins vegar mótmælti því að skýrslan yrði notuð sem sönnunargagn um miskabætur í málinu fyrir dómi. Dómarinn sagði að skýrslan og niðurstöður hennar sýndu fram á að skilyrði bótaskyldu væru uppfyllt og því bæri Grindavíkurbæ að greiða kennaranum bætur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir að bærinn telji að gerandinn eigi að greiða þessar bætur. Hann segir að kennarinn sé enn við störf, skólinn sé kominn með nýjan skólastjóra og starfsandinn sé ágætur. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Suðurnesjavefur DV segir frá þessu. Það voru þrír sálfræðingar sem komust að þessari niðurstöðu en þeir voru fengnir til þess að athuga málið og gera skýrslu í kjölfarið á kvörtunum sem bárust sviðsstjóra skólamála. Haustið 2011 kvartaði grunnskólakennari í Grindavík formlega yfir einelti með erindi til sviðsstjóra skólamála í Grindavík, þar sem hann sagðist verða fyrir af hálfu skólastjórans. Sálfræðistofunni Líf og sál var falið að rannsaka ásakanirnar. Skýrslu um málið var skilað 8. desember 2011 en þá hafði Páll Leó látið af störfum sem skólastjóri. Páll Leó hafði starfað sem skólastjóri í um það bil þrjú ár áður en hann lét af störfum en kennarinn sem varð fyrir eineltinu hóf störf við skólann árið 1999. Þegar Páll Leó lét af störfum í nóvember 2011 sagði bæjarstjórinn í Grindavík að starfslokin hefðu ekki tengst eineltismálinu. Páll Leó lét þó af störfum á svipuðum tíma og málið kom upp. „Það var vegna ýmissa stjórnunarmála. Þá var þetta eineltismál ekki komið upp. Við vorum ekki að ná þeim árangri í skólanum sem við vildum ná og því gengum við í það að semja við hann um starfslok,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Suðurnesjavef DV. Kennarinn stefndi Grindavíkurbæ og vildi fá bætur vegna eineltisins. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember þar sem Grindavíkurbær var dæmdur til að greiða kennaranum 400 þúsund krónur í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum. Í skýrslu sálfræðinganna kemur fram að Páll Leó hafi gerst sekur um einelti, en þeir skilgreina það sem endurtekna neikvæða og/eða niðurlægjandi framkomu sem erfitt sé að verjast og leiðir til vanlíðunar hjá þeim sem fyrir verður. Þá kemur fram í skýrslunni að eineltið hafi verið svo mikið að annað starfsfólk skólans hafi fundið til með kennaranum. Honum hafi liðið mjög illa vegna eineltisins og það hafi samstarfsfólk hans séð og fundið fyrir. Í dómnum kemur fram að eineltið hafi af öllu leyti átt sér stað innan vegja skólans og að Grindavíkurbær hafi ekki mótmælt skýrslu sálfræðinganna. Bærinn hins vegar mótmælti því að skýrslan yrði notuð sem sönnunargagn um miskabætur í málinu fyrir dómi. Dómarinn sagði að skýrslan og niðurstöður hennar sýndu fram á að skilyrði bótaskyldu væru uppfyllt og því bæri Grindavíkurbæ að greiða kennaranum bætur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir að bærinn telji að gerandinn eigi að greiða þessar bætur. Hann segir að kennarinn sé enn við störf, skólinn sé kominn með nýjan skólastjóra og starfsandinn sé ágætur.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira