Kennari lagður í einelti af skólastjóra Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. desember 2013 15:23 Kennarinn er enn við störf en skólastjórinn hættur. Mynd/Oddgeir Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Suðurnesjavefur DV segir frá þessu. Það voru þrír sálfræðingar sem komust að þessari niðurstöðu en þeir voru fengnir til þess að athuga málið og gera skýrslu í kjölfarið á kvörtunum sem bárust sviðsstjóra skólamála. Haustið 2011 kvartaði grunnskólakennari í Grindavík formlega yfir einelti með erindi til sviðsstjóra skólamála í Grindavík, þar sem hann sagðist verða fyrir af hálfu skólastjórans. Sálfræðistofunni Líf og sál var falið að rannsaka ásakanirnar. Skýrslu um málið var skilað 8. desember 2011 en þá hafði Páll Leó látið af störfum sem skólastjóri. Páll Leó hafði starfað sem skólastjóri í um það bil þrjú ár áður en hann lét af störfum en kennarinn sem varð fyrir eineltinu hóf störf við skólann árið 1999. Þegar Páll Leó lét af störfum í nóvember 2011 sagði bæjarstjórinn í Grindavík að starfslokin hefðu ekki tengst eineltismálinu. Páll Leó lét þó af störfum á svipuðum tíma og málið kom upp. „Það var vegna ýmissa stjórnunarmála. Þá var þetta eineltismál ekki komið upp. Við vorum ekki að ná þeim árangri í skólanum sem við vildum ná og því gengum við í það að semja við hann um starfslok,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Suðurnesjavef DV. Kennarinn stefndi Grindavíkurbæ og vildi fá bætur vegna eineltisins. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember þar sem Grindavíkurbær var dæmdur til að greiða kennaranum 400 þúsund krónur í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum. Í skýrslu sálfræðinganna kemur fram að Páll Leó hafi gerst sekur um einelti, en þeir skilgreina það sem endurtekna neikvæða og/eða niðurlægjandi framkomu sem erfitt sé að verjast og leiðir til vanlíðunar hjá þeim sem fyrir verður. Þá kemur fram í skýrslunni að eineltið hafi verið svo mikið að annað starfsfólk skólans hafi fundið til með kennaranum. Honum hafi liðið mjög illa vegna eineltisins og það hafi samstarfsfólk hans séð og fundið fyrir. Í dómnum kemur fram að eineltið hafi af öllu leyti átt sér stað innan vegja skólans og að Grindavíkurbær hafi ekki mótmælt skýrslu sálfræðinganna. Bærinn hins vegar mótmælti því að skýrslan yrði notuð sem sönnunargagn um miskabætur í málinu fyrir dómi. Dómarinn sagði að skýrslan og niðurstöður hennar sýndu fram á að skilyrði bótaskyldu væru uppfyllt og því bæri Grindavíkurbæ að greiða kennaranum bætur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir að bærinn telji að gerandinn eigi að greiða þessar bætur. Hann segir að kennarinn sé enn við störf, skólinn sé kominn með nýjan skólastjóra og starfsandinn sé ágætur. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Suðurnesjavefur DV segir frá þessu. Það voru þrír sálfræðingar sem komust að þessari niðurstöðu en þeir voru fengnir til þess að athuga málið og gera skýrslu í kjölfarið á kvörtunum sem bárust sviðsstjóra skólamála. Haustið 2011 kvartaði grunnskólakennari í Grindavík formlega yfir einelti með erindi til sviðsstjóra skólamála í Grindavík, þar sem hann sagðist verða fyrir af hálfu skólastjórans. Sálfræðistofunni Líf og sál var falið að rannsaka ásakanirnar. Skýrslu um málið var skilað 8. desember 2011 en þá hafði Páll Leó látið af störfum sem skólastjóri. Páll Leó hafði starfað sem skólastjóri í um það bil þrjú ár áður en hann lét af störfum en kennarinn sem varð fyrir eineltinu hóf störf við skólann árið 1999. Þegar Páll Leó lét af störfum í nóvember 2011 sagði bæjarstjórinn í Grindavík að starfslokin hefðu ekki tengst eineltismálinu. Páll Leó lét þó af störfum á svipuðum tíma og málið kom upp. „Það var vegna ýmissa stjórnunarmála. Þá var þetta eineltismál ekki komið upp. Við vorum ekki að ná þeim árangri í skólanum sem við vildum ná og því gengum við í það að semja við hann um starfslok,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Suðurnesjavef DV. Kennarinn stefndi Grindavíkurbæ og vildi fá bætur vegna eineltisins. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember þar sem Grindavíkurbær var dæmdur til að greiða kennaranum 400 þúsund krónur í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum. Í skýrslu sálfræðinganna kemur fram að Páll Leó hafi gerst sekur um einelti, en þeir skilgreina það sem endurtekna neikvæða og/eða niðurlægjandi framkomu sem erfitt sé að verjast og leiðir til vanlíðunar hjá þeim sem fyrir verður. Þá kemur fram í skýrslunni að eineltið hafi verið svo mikið að annað starfsfólk skólans hafi fundið til með kennaranum. Honum hafi liðið mjög illa vegna eineltisins og það hafi samstarfsfólk hans séð og fundið fyrir. Í dómnum kemur fram að eineltið hafi af öllu leyti átt sér stað innan vegja skólans og að Grindavíkurbær hafi ekki mótmælt skýrslu sálfræðinganna. Bærinn hins vegar mótmælti því að skýrslan yrði notuð sem sönnunargagn um miskabætur í málinu fyrir dómi. Dómarinn sagði að skýrslan og niðurstöður hennar sýndu fram á að skilyrði bótaskyldu væru uppfyllt og því bæri Grindavíkurbæ að greiða kennaranum bætur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir að bærinn telji að gerandinn eigi að greiða þessar bætur. Hann segir að kennarinn sé enn við störf, skólinn sé kominn með nýjan skólastjóra og starfsandinn sé ágætur.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent