Adolf Ingi: Ekki eina fórnarlamb eineltis á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2013 16:38 Adolf Ingi segir fleiri eineltismál en þau sem hann mátti sæta af hálfu yfirmanns íþróttadeildarinnar hafa komið upp innan RÚV -- hvar Berglind Bergþórsdóttir er mannauðsstjóri. „Því miður er ég ekki eina dæmið hjá RÚV. Fyrir nokkru þurfti fyrirtækið að greiða starfsmanni þriggja ára laun vegna eineltis og það eru fleiri dæmi sem hægt er að tína til. Kannski verður það gert,“ segir Adolf Ingi Erlingsson í athugasemd við frétt um einelti sem hann mátti sæta árum saman innan Ríkisútvarpsins. Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi þulur á Rás 1, staðfestir orð Adolfs, í athugasemdakerfinu og segir: „Þetta er því miður sannleikanum samkvæmt og eitt af fjölmörgum eineltismálum sem hafa fengið að grassera í þessari stofnun þar sem hinn svokallaði mannauðsstjóri hefur „kóað“ út í hið óendanlega með yfirmönnum.“ Samkvæmt heimildum Vísis varðar málið sem Adolf Ingi vísar til það er yfirstjórnin gerði sig seka um þau mistök að segja upp starfsmanni sem jafnframt var trúnaðarmaður. Þar með voru lög brotin og til að leysa málið þurfti stofnunin að greiða þeim starfsmanni þriggja ára biðlaun. Þá mun lögmaður BHM hafa átt fund með yfirstjórn Ríkisútvarpsins með það fyrir augum að semja um starfslok Adolfs Inga en þeir sem sjá um þessi mál fyrir hönd Ríkisútvarpsins, eru harðir á því að halda sig við ákvæði uppsagnarinnar sem kveða á um að Adolf Ingi fái einungis þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan, í raun aðeins tvo samkvæmt gömlum samningum var Adolf Ingi á fyrirframgreiddum launum, eins og tíðkaðist þegar hann samdi við Ríkisútvarpið. Viðbrögð við frétt Vísis hafa verið mikil og þannig skrifar Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari handknattleikslandsliðs karla, hálfgildings stuðningsyfirlýsingu við Adolf í athugasemd: „Ég á eftir að sakna Adolfs Inga á RÚV. Adolf Ingi er drengur góður og framúrskarandi íþróttafréttamaður.“ Þá stingur Auðun Georg Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins jafnframt niður penna: „Bestu kveðjur til Adolfs Inga sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár. Einelti á aldrei að líðast.“ Mannauðsstjóri Ríkisútvarpsins heitir Berglind Bergþórsdóttir. Hún sagðist ekki hafa séð frétt Vísis í samtali við blaðamann, hún hafi verið niðursokkin í annað. Þá sagðist hún ekki ætla að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Þegar Berglind var spurð, í ljósi orða Adolfs Inga, hvort mörg eineltismál hafi komið upp innan stofnunarinnar, sem má heita almenn spurning, sagðist Berglind ekki ætla að tjá sig um málið. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
„Því miður er ég ekki eina dæmið hjá RÚV. Fyrir nokkru þurfti fyrirtækið að greiða starfsmanni þriggja ára laun vegna eineltis og það eru fleiri dæmi sem hægt er að tína til. Kannski verður það gert,“ segir Adolf Ingi Erlingsson í athugasemd við frétt um einelti sem hann mátti sæta árum saman innan Ríkisútvarpsins. Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi þulur á Rás 1, staðfestir orð Adolfs, í athugasemdakerfinu og segir: „Þetta er því miður sannleikanum samkvæmt og eitt af fjölmörgum eineltismálum sem hafa fengið að grassera í þessari stofnun þar sem hinn svokallaði mannauðsstjóri hefur „kóað“ út í hið óendanlega með yfirmönnum.“ Samkvæmt heimildum Vísis varðar málið sem Adolf Ingi vísar til það er yfirstjórnin gerði sig seka um þau mistök að segja upp starfsmanni sem jafnframt var trúnaðarmaður. Þar með voru lög brotin og til að leysa málið þurfti stofnunin að greiða þeim starfsmanni þriggja ára biðlaun. Þá mun lögmaður BHM hafa átt fund með yfirstjórn Ríkisútvarpsins með það fyrir augum að semja um starfslok Adolfs Inga en þeir sem sjá um þessi mál fyrir hönd Ríkisútvarpsins, eru harðir á því að halda sig við ákvæði uppsagnarinnar sem kveða á um að Adolf Ingi fái einungis þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan, í raun aðeins tvo samkvæmt gömlum samningum var Adolf Ingi á fyrirframgreiddum launum, eins og tíðkaðist þegar hann samdi við Ríkisútvarpið. Viðbrögð við frétt Vísis hafa verið mikil og þannig skrifar Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari handknattleikslandsliðs karla, hálfgildings stuðningsyfirlýsingu við Adolf í athugasemd: „Ég á eftir að sakna Adolfs Inga á RÚV. Adolf Ingi er drengur góður og framúrskarandi íþróttafréttamaður.“ Þá stingur Auðun Georg Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins jafnframt niður penna: „Bestu kveðjur til Adolfs Inga sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár. Einelti á aldrei að líðast.“ Mannauðsstjóri Ríkisútvarpsins heitir Berglind Bergþórsdóttir. Hún sagðist ekki hafa séð frétt Vísis í samtali við blaðamann, hún hafi verið niðursokkin í annað. Þá sagðist hún ekki ætla að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Þegar Berglind var spurð, í ljósi orða Adolfs Inga, hvort mörg eineltismál hafi komið upp innan stofnunarinnar, sem má heita almenn spurning, sagðist Berglind ekki ætla að tjá sig um málið.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira