Áhersla á að koma ljóðinu til borgarbúa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. október 2013 10:00 "Þetta verður ansi myndarlegt safn af ljóðum sem fólk getur nálgast í tilefni af hátíðinni,“ segir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Bókmenntaborgar. Fréttablaðið/Vilhelm Lestrarhátíð í Reykjavík er árlegur viðburður og verður í ár helguð borgarljóðum,“ segir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkur Bókmenntaborgar, spurð um hátíðina Ljóð í leiðinni sem hefst í dag. „Það verða ljóð úti um allan bæ, ljóðlínur utan á og inni í strætó, í strætóskýlum, veggspjaldasýning og alls kyns viðburðir. Áherslan er lögð á að koma ljóðinu út til borgarbúa. Á vefjunum okkar, bæði farsímavefnum og aðalvefnum, verður síðan hægt að lesa öll Þessi ljóð í heild.“ Margir aðilar koma að hátíðinni, meðal annars mun Borgarbókasafnið útbúa ljóðakort af Reykjavík. Kortið geymir staði í Reykjavík sem skáld hafa ort um, hvort sem er götur, hverfi eða hús. Þegar kortið er skoðað er hægt að smella á tiltekinn stað og fá upplýsingar um ljóðið og jafnvel lesa það, því verið er að skanna ljóðin inn. „Þetta verður ansi myndarlegt safn af ljóðum sem fólk getur nálgast í tilefni af hátíðinni.“ Lestrarhátíðin verður sett af borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr, klukkan 11 í dag og opnar hann um leið ljóðakortið. Síðan rekur hver viðburðurinn annan og Kristín hvetur fólk til að kynna sér dagskrána, sem er að finna á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar. En hvað geta þeir sem vilja taka virkan þátt í verkefninu gert? „Þeir geta tekið þátt með því að senda okkur efni, hvort heldur eru ljóðlínur eða heil ljóð, frumsamin eða eftir aðra,“ segir Kristín. Það er gert með því að nota myllumerkið (e. hashtag) #lestrarhatid og setja inn ljóð, ljóðlínur eða ljóðrænar myndir á samfélagsvefina Facebook, Twitter og Instagram. Úrval þess efnis verður síðan birt á vef Bókmenntaborgarinnar, bokmenntaborgin.is. Hátíðinni lýkur hinn 31. október með ljóðarútuferð um Reykjavíkurborg þar sem skáld sem eiga ljóð í bókinni Ljóð í leiðinni munu lesa upp. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Lestrarhátíð í Reykjavík er árlegur viðburður og verður í ár helguð borgarljóðum,“ segir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkur Bókmenntaborgar, spurð um hátíðina Ljóð í leiðinni sem hefst í dag. „Það verða ljóð úti um allan bæ, ljóðlínur utan á og inni í strætó, í strætóskýlum, veggspjaldasýning og alls kyns viðburðir. Áherslan er lögð á að koma ljóðinu út til borgarbúa. Á vefjunum okkar, bæði farsímavefnum og aðalvefnum, verður síðan hægt að lesa öll Þessi ljóð í heild.“ Margir aðilar koma að hátíðinni, meðal annars mun Borgarbókasafnið útbúa ljóðakort af Reykjavík. Kortið geymir staði í Reykjavík sem skáld hafa ort um, hvort sem er götur, hverfi eða hús. Þegar kortið er skoðað er hægt að smella á tiltekinn stað og fá upplýsingar um ljóðið og jafnvel lesa það, því verið er að skanna ljóðin inn. „Þetta verður ansi myndarlegt safn af ljóðum sem fólk getur nálgast í tilefni af hátíðinni.“ Lestrarhátíðin verður sett af borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr, klukkan 11 í dag og opnar hann um leið ljóðakortið. Síðan rekur hver viðburðurinn annan og Kristín hvetur fólk til að kynna sér dagskrána, sem er að finna á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar. En hvað geta þeir sem vilja taka virkan þátt í verkefninu gert? „Þeir geta tekið þátt með því að senda okkur efni, hvort heldur eru ljóðlínur eða heil ljóð, frumsamin eða eftir aðra,“ segir Kristín. Það er gert með því að nota myllumerkið (e. hashtag) #lestrarhatid og setja inn ljóð, ljóðlínur eða ljóðrænar myndir á samfélagsvefina Facebook, Twitter og Instagram. Úrval þess efnis verður síðan birt á vef Bókmenntaborgarinnar, bokmenntaborgin.is. Hátíðinni lýkur hinn 31. október með ljóðarútuferð um Reykjavíkurborg þar sem skáld sem eiga ljóð í bókinni Ljóð í leiðinni munu lesa upp.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira