Áhersla á að koma ljóðinu til borgarbúa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. október 2013 10:00 "Þetta verður ansi myndarlegt safn af ljóðum sem fólk getur nálgast í tilefni af hátíðinni,“ segir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Bókmenntaborgar. Fréttablaðið/Vilhelm Lestrarhátíð í Reykjavík er árlegur viðburður og verður í ár helguð borgarljóðum,“ segir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkur Bókmenntaborgar, spurð um hátíðina Ljóð í leiðinni sem hefst í dag. „Það verða ljóð úti um allan bæ, ljóðlínur utan á og inni í strætó, í strætóskýlum, veggspjaldasýning og alls kyns viðburðir. Áherslan er lögð á að koma ljóðinu út til borgarbúa. Á vefjunum okkar, bæði farsímavefnum og aðalvefnum, verður síðan hægt að lesa öll Þessi ljóð í heild.“ Margir aðilar koma að hátíðinni, meðal annars mun Borgarbókasafnið útbúa ljóðakort af Reykjavík. Kortið geymir staði í Reykjavík sem skáld hafa ort um, hvort sem er götur, hverfi eða hús. Þegar kortið er skoðað er hægt að smella á tiltekinn stað og fá upplýsingar um ljóðið og jafnvel lesa það, því verið er að skanna ljóðin inn. „Þetta verður ansi myndarlegt safn af ljóðum sem fólk getur nálgast í tilefni af hátíðinni.“ Lestrarhátíðin verður sett af borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr, klukkan 11 í dag og opnar hann um leið ljóðakortið. Síðan rekur hver viðburðurinn annan og Kristín hvetur fólk til að kynna sér dagskrána, sem er að finna á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar. En hvað geta þeir sem vilja taka virkan þátt í verkefninu gert? „Þeir geta tekið þátt með því að senda okkur efni, hvort heldur eru ljóðlínur eða heil ljóð, frumsamin eða eftir aðra,“ segir Kristín. Það er gert með því að nota myllumerkið (e. hashtag) #lestrarhatid og setja inn ljóð, ljóðlínur eða ljóðrænar myndir á samfélagsvefina Facebook, Twitter og Instagram. Úrval þess efnis verður síðan birt á vef Bókmenntaborgarinnar, bokmenntaborgin.is. Hátíðinni lýkur hinn 31. október með ljóðarútuferð um Reykjavíkurborg þar sem skáld sem eiga ljóð í bókinni Ljóð í leiðinni munu lesa upp. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Lestrarhátíð í Reykjavík er árlegur viðburður og verður í ár helguð borgarljóðum,“ segir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkur Bókmenntaborgar, spurð um hátíðina Ljóð í leiðinni sem hefst í dag. „Það verða ljóð úti um allan bæ, ljóðlínur utan á og inni í strætó, í strætóskýlum, veggspjaldasýning og alls kyns viðburðir. Áherslan er lögð á að koma ljóðinu út til borgarbúa. Á vefjunum okkar, bæði farsímavefnum og aðalvefnum, verður síðan hægt að lesa öll Þessi ljóð í heild.“ Margir aðilar koma að hátíðinni, meðal annars mun Borgarbókasafnið útbúa ljóðakort af Reykjavík. Kortið geymir staði í Reykjavík sem skáld hafa ort um, hvort sem er götur, hverfi eða hús. Þegar kortið er skoðað er hægt að smella á tiltekinn stað og fá upplýsingar um ljóðið og jafnvel lesa það, því verið er að skanna ljóðin inn. „Þetta verður ansi myndarlegt safn af ljóðum sem fólk getur nálgast í tilefni af hátíðinni.“ Lestrarhátíðin verður sett af borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr, klukkan 11 í dag og opnar hann um leið ljóðakortið. Síðan rekur hver viðburðurinn annan og Kristín hvetur fólk til að kynna sér dagskrána, sem er að finna á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar. En hvað geta þeir sem vilja taka virkan þátt í verkefninu gert? „Þeir geta tekið þátt með því að senda okkur efni, hvort heldur eru ljóðlínur eða heil ljóð, frumsamin eða eftir aðra,“ segir Kristín. Það er gert með því að nota myllumerkið (e. hashtag) #lestrarhatid og setja inn ljóð, ljóðlínur eða ljóðrænar myndir á samfélagsvefina Facebook, Twitter og Instagram. Úrval þess efnis verður síðan birt á vef Bókmenntaborgarinnar, bokmenntaborgin.is. Hátíðinni lýkur hinn 31. október með ljóðarútuferð um Reykjavíkurborg þar sem skáld sem eiga ljóð í bókinni Ljóð í leiðinni munu lesa upp.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira