Vigdís vill endurskoða fjárframlög til RÚV Jakob Bjarnar skrifar 14. ágúst 2013 08:25 Vigdís Hauksdóttir vill endurskoða aðkomu ríkissjóðs að RÚV. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, segir Ríkisútvarpið vera alltof Evrópusinnað og þar á bæ hafi menn meira að segja skakkt eftir fólki. Hún vill endurskoða framlög ríkisins til stofnunarinnar. Þetta kom fram í viðtali við hana sem var í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið. Vigdís lýsti yfir megnri óánægju með fréttastofu RÚV, meðal annars vegna þess að fréttamenn þar fóru rangt með ummæli hennar, varðandi IPA-styrkina; að þeir væru illa fengið glópagull. Vigdís sagði aldrei að það hefði verið illa fengið. „Skrítið að ríkisútvarpið, sem tekur til sín tæpa fjóra milljarða á ári, fari með ósannindi,“ segir Vigdís. Hún segir nauðsynlegt að þeir sem starfi hjá ríkisstofnunum beri virðingu hver fyrir öðrum. Hún hafi aðeins verið að segja það sem henni býr í brjósti og allir séu sammála um. „Það var sótt um Evrópusambandsumsókn á röngum forsendum og IPA-styrkirnir eru glópagull.“ Þá telur Vigdís fyrirliggjandi að fréttastofan sé alltof Evrópusinnuð. Því vill hún taka til gagngerrar endurskoðunar fjárframlög ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins. „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Vigdís segir þá sem í hagræðingarnefndinni eru séu sammála um að það þurfi að fara yfir allt sviðið, hagræða og skera niður. Ríkisútvarpið er meðal þess sem er undir smásjánni.Gera má ráð fyrir því að ummæli Vigdísar reynist umdeild og þannig hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg og fyrrverandi menntamálaráðherra, þegar tjáð sig um þau á Facebooksíðu sinni: „Það er ekkert að því að gagnrýna fjölmiðla en það er alvarlegt mál að hóta almannaþjónustumiðlinum niðurskurði um leið og hann er gagnrýndur. Það er ábyrgðarhluti að fara með fjárveitingavald og að láta skína í niðurskurð gagnvart því sem ekki er manni þóknanlegt sýnir mjög sérstakt viðhorf til valds.“ Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, segir Ríkisútvarpið vera alltof Evrópusinnað og þar á bæ hafi menn meira að segja skakkt eftir fólki. Hún vill endurskoða framlög ríkisins til stofnunarinnar. Þetta kom fram í viðtali við hana sem var í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið. Vigdís lýsti yfir megnri óánægju með fréttastofu RÚV, meðal annars vegna þess að fréttamenn þar fóru rangt með ummæli hennar, varðandi IPA-styrkina; að þeir væru illa fengið glópagull. Vigdís sagði aldrei að það hefði verið illa fengið. „Skrítið að ríkisútvarpið, sem tekur til sín tæpa fjóra milljarða á ári, fari með ósannindi,“ segir Vigdís. Hún segir nauðsynlegt að þeir sem starfi hjá ríkisstofnunum beri virðingu hver fyrir öðrum. Hún hafi aðeins verið að segja það sem henni býr í brjósti og allir séu sammála um. „Það var sótt um Evrópusambandsumsókn á röngum forsendum og IPA-styrkirnir eru glópagull.“ Þá telur Vigdís fyrirliggjandi að fréttastofan sé alltof Evrópusinnuð. Því vill hún taka til gagngerrar endurskoðunar fjárframlög ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins. „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Vigdís segir þá sem í hagræðingarnefndinni eru séu sammála um að það þurfi að fara yfir allt sviðið, hagræða og skera niður. Ríkisútvarpið er meðal þess sem er undir smásjánni.Gera má ráð fyrir því að ummæli Vigdísar reynist umdeild og þannig hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg og fyrrverandi menntamálaráðherra, þegar tjáð sig um þau á Facebooksíðu sinni: „Það er ekkert að því að gagnrýna fjölmiðla en það er alvarlegt mál að hóta almannaþjónustumiðlinum niðurskurði um leið og hann er gagnrýndur. Það er ábyrgðarhluti að fara með fjárveitingavald og að láta skína í niðurskurð gagnvart því sem ekki er manni þóknanlegt sýnir mjög sérstakt viðhorf til valds.“
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira