Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2013 18:38 Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. Það var fyrir helgi sem ráðherrann fór með Landsvirkjunarmönnum að skoða nýja virkjunarkosti á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Ráðherrann skoðaði meðal annars Norðlingaöldu þar sem Landsvirkjun vill stífla efri Þjórsá til að veita vatninu yfir til Þórisvatns um jarðgöng. Fyrri ríkisstjórn hafði sett Norðlingaölduveitu í verndarflokk og stóð til að stækka friðland Þjórsárvera til að útiloka þennan orkukost. Ragnheiður Elín kveðst vilja taka skýrt fram að það sé enginn ágreiningur um það að friða Þjórsárver og telur að allir séu sammála um að Þjórsárver beri að friða. Hún kveðst hafa sannfærst enn frekar eftir þessa ferð að sátt megi ná um málið ef menn ræði það yfirvegað. Landsvirkjunarmenn kynntu ráðherranum nýjar hugmyndir sem þeir vinna nú að um breytta tilhögun, sem felur í sér að minnka Norðlingaöldulón þannig að það nái ekki inn í svokallað Eyvafen og að stýra rennsli á fossana fyrir neðan þannig að ásýnd þeirra haldist yfir sumartímann en þeir eru Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss.Fossinn Dynkur.Ráðherrann telur Norðlingaölduveitu einn besta orkukostinn sem völ sé á. „Þetta er ekki bara hagkvæmur virkjunar- eða veitukostur heldur líka ákaflega umhverfisvænn þar sem þarna er verið að nýta vatnið í Þjórsá með enn betri hætti en nú er gert með því að veita vatninu í gegnum enn fleiri virkjanir," segir Ragnheiður Elín í viðtali á Stöð 2. Hún hvetur til breyttrar umræðu og menn komi upp úr skotgröfunum. Kominn sé tími til að breikka umræðuna og hætta að gera þá að andstæðingum sem vilja nýta náttúruna og þá sem vilja njóta hennar. Þetta séu ekki andstæð sjónarmið og geti vel farið saman. „Ég er sannfærð um það." Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. Það var fyrir helgi sem ráðherrann fór með Landsvirkjunarmönnum að skoða nýja virkjunarkosti á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Ráðherrann skoðaði meðal annars Norðlingaöldu þar sem Landsvirkjun vill stífla efri Þjórsá til að veita vatninu yfir til Þórisvatns um jarðgöng. Fyrri ríkisstjórn hafði sett Norðlingaölduveitu í verndarflokk og stóð til að stækka friðland Þjórsárvera til að útiloka þennan orkukost. Ragnheiður Elín kveðst vilja taka skýrt fram að það sé enginn ágreiningur um það að friða Þjórsárver og telur að allir séu sammála um að Þjórsárver beri að friða. Hún kveðst hafa sannfærst enn frekar eftir þessa ferð að sátt megi ná um málið ef menn ræði það yfirvegað. Landsvirkjunarmenn kynntu ráðherranum nýjar hugmyndir sem þeir vinna nú að um breytta tilhögun, sem felur í sér að minnka Norðlingaöldulón þannig að það nái ekki inn í svokallað Eyvafen og að stýra rennsli á fossana fyrir neðan þannig að ásýnd þeirra haldist yfir sumartímann en þeir eru Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss.Fossinn Dynkur.Ráðherrann telur Norðlingaölduveitu einn besta orkukostinn sem völ sé á. „Þetta er ekki bara hagkvæmur virkjunar- eða veitukostur heldur líka ákaflega umhverfisvænn þar sem þarna er verið að nýta vatnið í Þjórsá með enn betri hætti en nú er gert með því að veita vatninu í gegnum enn fleiri virkjanir," segir Ragnheiður Elín í viðtali á Stöð 2. Hún hvetur til breyttrar umræðu og menn komi upp úr skotgröfunum. Kominn sé tími til að breikka umræðuna og hætta að gera þá að andstæðingum sem vilja nýta náttúruna og þá sem vilja njóta hennar. Þetta séu ekki andstæð sjónarmið og geti vel farið saman. „Ég er sannfærð um það."
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira