Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2013 18:38 Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. Það var fyrir helgi sem ráðherrann fór með Landsvirkjunarmönnum að skoða nýja virkjunarkosti á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Ráðherrann skoðaði meðal annars Norðlingaöldu þar sem Landsvirkjun vill stífla efri Þjórsá til að veita vatninu yfir til Þórisvatns um jarðgöng. Fyrri ríkisstjórn hafði sett Norðlingaölduveitu í verndarflokk og stóð til að stækka friðland Þjórsárvera til að útiloka þennan orkukost. Ragnheiður Elín kveðst vilja taka skýrt fram að það sé enginn ágreiningur um það að friða Þjórsárver og telur að allir séu sammála um að Þjórsárver beri að friða. Hún kveðst hafa sannfærst enn frekar eftir þessa ferð að sátt megi ná um málið ef menn ræði það yfirvegað. Landsvirkjunarmenn kynntu ráðherranum nýjar hugmyndir sem þeir vinna nú að um breytta tilhögun, sem felur í sér að minnka Norðlingaöldulón þannig að það nái ekki inn í svokallað Eyvafen og að stýra rennsli á fossana fyrir neðan þannig að ásýnd þeirra haldist yfir sumartímann en þeir eru Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss.Fossinn Dynkur.Ráðherrann telur Norðlingaölduveitu einn besta orkukostinn sem völ sé á. „Þetta er ekki bara hagkvæmur virkjunar- eða veitukostur heldur líka ákaflega umhverfisvænn þar sem þarna er verið að nýta vatnið í Þjórsá með enn betri hætti en nú er gert með því að veita vatninu í gegnum enn fleiri virkjanir," segir Ragnheiður Elín í viðtali á Stöð 2. Hún hvetur til breyttrar umræðu og menn komi upp úr skotgröfunum. Kominn sé tími til að breikka umræðuna og hætta að gera þá að andstæðingum sem vilja nýta náttúruna og þá sem vilja njóta hennar. Þetta séu ekki andstæð sjónarmið og geti vel farið saman. „Ég er sannfærð um það." Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. Það var fyrir helgi sem ráðherrann fór með Landsvirkjunarmönnum að skoða nýja virkjunarkosti á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Ráðherrann skoðaði meðal annars Norðlingaöldu þar sem Landsvirkjun vill stífla efri Þjórsá til að veita vatninu yfir til Þórisvatns um jarðgöng. Fyrri ríkisstjórn hafði sett Norðlingaölduveitu í verndarflokk og stóð til að stækka friðland Þjórsárvera til að útiloka þennan orkukost. Ragnheiður Elín kveðst vilja taka skýrt fram að það sé enginn ágreiningur um það að friða Þjórsárver og telur að allir séu sammála um að Þjórsárver beri að friða. Hún kveðst hafa sannfærst enn frekar eftir þessa ferð að sátt megi ná um málið ef menn ræði það yfirvegað. Landsvirkjunarmenn kynntu ráðherranum nýjar hugmyndir sem þeir vinna nú að um breytta tilhögun, sem felur í sér að minnka Norðlingaöldulón þannig að það nái ekki inn í svokallað Eyvafen og að stýra rennsli á fossana fyrir neðan þannig að ásýnd þeirra haldist yfir sumartímann en þeir eru Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss.Fossinn Dynkur.Ráðherrann telur Norðlingaölduveitu einn besta orkukostinn sem völ sé á. „Þetta er ekki bara hagkvæmur virkjunar- eða veitukostur heldur líka ákaflega umhverfisvænn þar sem þarna er verið að nýta vatnið í Þjórsá með enn betri hætti en nú er gert með því að veita vatninu í gegnum enn fleiri virkjanir," segir Ragnheiður Elín í viðtali á Stöð 2. Hún hvetur til breyttrar umræðu og menn komi upp úr skotgröfunum. Kominn sé tími til að breikka umræðuna og hætta að gera þá að andstæðingum sem vilja nýta náttúruna og þá sem vilja njóta hennar. Þetta séu ekki andstæð sjónarmið og geti vel farið saman. „Ég er sannfærð um það."
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?