Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina Stígur Helgason skrifar 21. maí 2013 10:15 Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu á miðri götu seinni partinn á föstudag. Fréttablaðið/Daníel Mjög eldfimt ástand er í undirheimum borgarinnar eftir hrottafengna líkamsárás í Ystaseli í Breiðholti fyrir helgi. Hermt er að hópur manna sem tengist árásarþolanum hafi vígbúist, jafnvel með skotvopnum, og hyggi á hefndir. Síðdegis á föstudag kom hópur manna á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Þorri þeirra beið úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni laust mönnum saman og átökin bárust fljótlega út á götu, þar sem gengið var hrottalega í skrokk á einum aðkomumannanna með hafnaboltakylfu. Börn voru að leik í nágrenninu og urðu vitni að því þegar átökin færðust út undir bert loft. Þeim var forðað inn í snarhasti. Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu og var svo illa leikinn að vitni töldu að hann væri hugsanlega látinn. Hann var þó með meðvitund og gat greint lögreglu frá því hvað gerst hefði þegar hún kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni er margdæmdur ofbeldismaður og hlaut fyrr á þessu ári fimm ára fangelsisdóm fyrir nauðgun. Hann hafði verið látinn laus af spítala á sunnudag. Hann fékk tugi sauma í andlit og höfuð, beinbrotnaði og missti tennur. Tveir menn voru handteknir á föstudagskvöld vegna árásarinnar en látnir lausir daginn eftir. Annar þeirra, maður sem þekktur er fyrir rukkunarstarfsemi, er ekki talinn hafa tekið beinan þátt í árásinni og hefur nú stöðu vitnis í málinu. Hinn er með tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á bakinu fyrir líkamsárás.Vinir vopnbúast Menn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að allt sé á suðupunkti í undirheimunum vegna málsins. Einn þeirra orðaði það þannig að nú reyndu menn að miðla málum svo að fólk mundi ekki deyja – vinir árásarþolans hefðu vopnbúist og væru staðráðnir í að koma andstæðingum sínum undir græna torfu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fylgist lögregla gaumgæfilega með ástandinu, en Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn gerir þó ekki mikið úr því. „Það eru engar sérstakar aðgerðir í gangi. Þetta mál er í rannsókn og hefur sinn gang,“ segir hann. Hann segir að fólk eigi ekki að hafa neitt að óttast þótt mennirnir gangi lausir. „Þetta virðist vera uppgjör á milli þessara einstaklinga og beinist ekki að almenningi svo að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.“Tengist ásökun um nauðgun Tildrög málsins eru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum fyrr greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í samkvæmi og nauðgað sér - þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var meintur nauðgari, sem einnig er dæmdur ofbeldismaður, afar ósáttur og fékk hóp með sér í Ystaselið til að útkljá málið. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Mjög eldfimt ástand er í undirheimum borgarinnar eftir hrottafengna líkamsárás í Ystaseli í Breiðholti fyrir helgi. Hermt er að hópur manna sem tengist árásarþolanum hafi vígbúist, jafnvel með skotvopnum, og hyggi á hefndir. Síðdegis á föstudag kom hópur manna á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Þorri þeirra beið úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni laust mönnum saman og átökin bárust fljótlega út á götu, þar sem gengið var hrottalega í skrokk á einum aðkomumannanna með hafnaboltakylfu. Börn voru að leik í nágrenninu og urðu vitni að því þegar átökin færðust út undir bert loft. Þeim var forðað inn í snarhasti. Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu og var svo illa leikinn að vitni töldu að hann væri hugsanlega látinn. Hann var þó með meðvitund og gat greint lögreglu frá því hvað gerst hefði þegar hún kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni er margdæmdur ofbeldismaður og hlaut fyrr á þessu ári fimm ára fangelsisdóm fyrir nauðgun. Hann hafði verið látinn laus af spítala á sunnudag. Hann fékk tugi sauma í andlit og höfuð, beinbrotnaði og missti tennur. Tveir menn voru handteknir á föstudagskvöld vegna árásarinnar en látnir lausir daginn eftir. Annar þeirra, maður sem þekktur er fyrir rukkunarstarfsemi, er ekki talinn hafa tekið beinan þátt í árásinni og hefur nú stöðu vitnis í málinu. Hinn er með tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á bakinu fyrir líkamsárás.Vinir vopnbúast Menn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að allt sé á suðupunkti í undirheimunum vegna málsins. Einn þeirra orðaði það þannig að nú reyndu menn að miðla málum svo að fólk mundi ekki deyja – vinir árásarþolans hefðu vopnbúist og væru staðráðnir í að koma andstæðingum sínum undir græna torfu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fylgist lögregla gaumgæfilega með ástandinu, en Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn gerir þó ekki mikið úr því. „Það eru engar sérstakar aðgerðir í gangi. Þetta mál er í rannsókn og hefur sinn gang,“ segir hann. Hann segir að fólk eigi ekki að hafa neitt að óttast þótt mennirnir gangi lausir. „Þetta virðist vera uppgjör á milli þessara einstaklinga og beinist ekki að almenningi svo að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.“Tengist ásökun um nauðgun Tildrög málsins eru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum fyrr greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í samkvæmi og nauðgað sér - þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var meintur nauðgari, sem einnig er dæmdur ofbeldismaður, afar ósáttur og fékk hóp með sér í Ystaselið til að útkljá málið.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira