Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina Stígur Helgason skrifar 21. maí 2013 10:15 Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu á miðri götu seinni partinn á föstudag. Fréttablaðið/Daníel Mjög eldfimt ástand er í undirheimum borgarinnar eftir hrottafengna líkamsárás í Ystaseli í Breiðholti fyrir helgi. Hermt er að hópur manna sem tengist árásarþolanum hafi vígbúist, jafnvel með skotvopnum, og hyggi á hefndir. Síðdegis á föstudag kom hópur manna á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Þorri þeirra beið úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni laust mönnum saman og átökin bárust fljótlega út á götu, þar sem gengið var hrottalega í skrokk á einum aðkomumannanna með hafnaboltakylfu. Börn voru að leik í nágrenninu og urðu vitni að því þegar átökin færðust út undir bert loft. Þeim var forðað inn í snarhasti. Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu og var svo illa leikinn að vitni töldu að hann væri hugsanlega látinn. Hann var þó með meðvitund og gat greint lögreglu frá því hvað gerst hefði þegar hún kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni er margdæmdur ofbeldismaður og hlaut fyrr á þessu ári fimm ára fangelsisdóm fyrir nauðgun. Hann hafði verið látinn laus af spítala á sunnudag. Hann fékk tugi sauma í andlit og höfuð, beinbrotnaði og missti tennur. Tveir menn voru handteknir á föstudagskvöld vegna árásarinnar en látnir lausir daginn eftir. Annar þeirra, maður sem þekktur er fyrir rukkunarstarfsemi, er ekki talinn hafa tekið beinan þátt í árásinni og hefur nú stöðu vitnis í málinu. Hinn er með tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á bakinu fyrir líkamsárás.Vinir vopnbúast Menn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að allt sé á suðupunkti í undirheimunum vegna málsins. Einn þeirra orðaði það þannig að nú reyndu menn að miðla málum svo að fólk mundi ekki deyja – vinir árásarþolans hefðu vopnbúist og væru staðráðnir í að koma andstæðingum sínum undir græna torfu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fylgist lögregla gaumgæfilega með ástandinu, en Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn gerir þó ekki mikið úr því. „Það eru engar sérstakar aðgerðir í gangi. Þetta mál er í rannsókn og hefur sinn gang,“ segir hann. Hann segir að fólk eigi ekki að hafa neitt að óttast þótt mennirnir gangi lausir. „Þetta virðist vera uppgjör á milli þessara einstaklinga og beinist ekki að almenningi svo að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.“Tengist ásökun um nauðgun Tildrög málsins eru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum fyrr greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í samkvæmi og nauðgað sér - þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var meintur nauðgari, sem einnig er dæmdur ofbeldismaður, afar ósáttur og fékk hóp með sér í Ystaselið til að útkljá málið. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Mjög eldfimt ástand er í undirheimum borgarinnar eftir hrottafengna líkamsárás í Ystaseli í Breiðholti fyrir helgi. Hermt er að hópur manna sem tengist árásarþolanum hafi vígbúist, jafnvel með skotvopnum, og hyggi á hefndir. Síðdegis á föstudag kom hópur manna á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Þorri þeirra beið úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni laust mönnum saman og átökin bárust fljótlega út á götu, þar sem gengið var hrottalega í skrokk á einum aðkomumannanna með hafnaboltakylfu. Börn voru að leik í nágrenninu og urðu vitni að því þegar átökin færðust út undir bert loft. Þeim var forðað inn í snarhasti. Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu og var svo illa leikinn að vitni töldu að hann væri hugsanlega látinn. Hann var þó með meðvitund og gat greint lögreglu frá því hvað gerst hefði þegar hún kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni er margdæmdur ofbeldismaður og hlaut fyrr á þessu ári fimm ára fangelsisdóm fyrir nauðgun. Hann hafði verið látinn laus af spítala á sunnudag. Hann fékk tugi sauma í andlit og höfuð, beinbrotnaði og missti tennur. Tveir menn voru handteknir á föstudagskvöld vegna árásarinnar en látnir lausir daginn eftir. Annar þeirra, maður sem þekktur er fyrir rukkunarstarfsemi, er ekki talinn hafa tekið beinan þátt í árásinni og hefur nú stöðu vitnis í málinu. Hinn er með tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á bakinu fyrir líkamsárás.Vinir vopnbúast Menn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að allt sé á suðupunkti í undirheimunum vegna málsins. Einn þeirra orðaði það þannig að nú reyndu menn að miðla málum svo að fólk mundi ekki deyja – vinir árásarþolans hefðu vopnbúist og væru staðráðnir í að koma andstæðingum sínum undir græna torfu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fylgist lögregla gaumgæfilega með ástandinu, en Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn gerir þó ekki mikið úr því. „Það eru engar sérstakar aðgerðir í gangi. Þetta mál er í rannsókn og hefur sinn gang,“ segir hann. Hann segir að fólk eigi ekki að hafa neitt að óttast þótt mennirnir gangi lausir. „Þetta virðist vera uppgjör á milli þessara einstaklinga og beinist ekki að almenningi svo að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.“Tengist ásökun um nauðgun Tildrög málsins eru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum fyrr greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í samkvæmi og nauðgað sér - þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var meintur nauðgari, sem einnig er dæmdur ofbeldismaður, afar ósáttur og fékk hóp með sér í Ystaselið til að útkljá málið.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira