Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina Stígur Helgason skrifar 21. maí 2013 10:15 Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu á miðri götu seinni partinn á föstudag. Fréttablaðið/Daníel Mjög eldfimt ástand er í undirheimum borgarinnar eftir hrottafengna líkamsárás í Ystaseli í Breiðholti fyrir helgi. Hermt er að hópur manna sem tengist árásarþolanum hafi vígbúist, jafnvel með skotvopnum, og hyggi á hefndir. Síðdegis á föstudag kom hópur manna á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Þorri þeirra beið úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni laust mönnum saman og átökin bárust fljótlega út á götu, þar sem gengið var hrottalega í skrokk á einum aðkomumannanna með hafnaboltakylfu. Börn voru að leik í nágrenninu og urðu vitni að því þegar átökin færðust út undir bert loft. Þeim var forðað inn í snarhasti. Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu og var svo illa leikinn að vitni töldu að hann væri hugsanlega látinn. Hann var þó með meðvitund og gat greint lögreglu frá því hvað gerst hefði þegar hún kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni er margdæmdur ofbeldismaður og hlaut fyrr á þessu ári fimm ára fangelsisdóm fyrir nauðgun. Hann hafði verið látinn laus af spítala á sunnudag. Hann fékk tugi sauma í andlit og höfuð, beinbrotnaði og missti tennur. Tveir menn voru handteknir á föstudagskvöld vegna árásarinnar en látnir lausir daginn eftir. Annar þeirra, maður sem þekktur er fyrir rukkunarstarfsemi, er ekki talinn hafa tekið beinan þátt í árásinni og hefur nú stöðu vitnis í málinu. Hinn er með tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á bakinu fyrir líkamsárás.Vinir vopnbúast Menn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að allt sé á suðupunkti í undirheimunum vegna málsins. Einn þeirra orðaði það þannig að nú reyndu menn að miðla málum svo að fólk mundi ekki deyja – vinir árásarþolans hefðu vopnbúist og væru staðráðnir í að koma andstæðingum sínum undir græna torfu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fylgist lögregla gaumgæfilega með ástandinu, en Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn gerir þó ekki mikið úr því. „Það eru engar sérstakar aðgerðir í gangi. Þetta mál er í rannsókn og hefur sinn gang,“ segir hann. Hann segir að fólk eigi ekki að hafa neitt að óttast þótt mennirnir gangi lausir. „Þetta virðist vera uppgjör á milli þessara einstaklinga og beinist ekki að almenningi svo að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.“Tengist ásökun um nauðgun Tildrög málsins eru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum fyrr greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í samkvæmi og nauðgað sér - þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var meintur nauðgari, sem einnig er dæmdur ofbeldismaður, afar ósáttur og fékk hóp með sér í Ystaselið til að útkljá málið. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Mjög eldfimt ástand er í undirheimum borgarinnar eftir hrottafengna líkamsárás í Ystaseli í Breiðholti fyrir helgi. Hermt er að hópur manna sem tengist árásarþolanum hafi vígbúist, jafnvel með skotvopnum, og hyggi á hefndir. Síðdegis á föstudag kom hópur manna á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Þorri þeirra beið úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni laust mönnum saman og átökin bárust fljótlega út á götu, þar sem gengið var hrottalega í skrokk á einum aðkomumannanna með hafnaboltakylfu. Börn voru að leik í nágrenninu og urðu vitni að því þegar átökin færðust út undir bert loft. Þeim var forðað inn í snarhasti. Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu og var svo illa leikinn að vitni töldu að hann væri hugsanlega látinn. Hann var þó með meðvitund og gat greint lögreglu frá því hvað gerst hefði þegar hún kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni er margdæmdur ofbeldismaður og hlaut fyrr á þessu ári fimm ára fangelsisdóm fyrir nauðgun. Hann hafði verið látinn laus af spítala á sunnudag. Hann fékk tugi sauma í andlit og höfuð, beinbrotnaði og missti tennur. Tveir menn voru handteknir á föstudagskvöld vegna árásarinnar en látnir lausir daginn eftir. Annar þeirra, maður sem þekktur er fyrir rukkunarstarfsemi, er ekki talinn hafa tekið beinan þátt í árásinni og hefur nú stöðu vitnis í málinu. Hinn er með tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á bakinu fyrir líkamsárás.Vinir vopnbúast Menn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að allt sé á suðupunkti í undirheimunum vegna málsins. Einn þeirra orðaði það þannig að nú reyndu menn að miðla málum svo að fólk mundi ekki deyja – vinir árásarþolans hefðu vopnbúist og væru staðráðnir í að koma andstæðingum sínum undir græna torfu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fylgist lögregla gaumgæfilega með ástandinu, en Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn gerir þó ekki mikið úr því. „Það eru engar sérstakar aðgerðir í gangi. Þetta mál er í rannsókn og hefur sinn gang,“ segir hann. Hann segir að fólk eigi ekki að hafa neitt að óttast þótt mennirnir gangi lausir. „Þetta virðist vera uppgjör á milli þessara einstaklinga og beinist ekki að almenningi svo að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.“Tengist ásökun um nauðgun Tildrög málsins eru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum fyrr greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í samkvæmi og nauðgað sér - þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var meintur nauðgari, sem einnig er dæmdur ofbeldismaður, afar ósáttur og fékk hóp með sér í Ystaselið til að útkljá málið.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira